Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201144 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is HEILSUGÆSLA FYRIR HEILBRIGÐISSTARFSMENN Í Svasíland er fjórðungur íbúa smitaður af HIV­veirunni en það er hæsta hlutfall eyðnismitaðra í heiminum. Margir hjúkrunarfræðingar eru einnig smitaðir og vinnuálag hjúkrunarfræðinga er gífurlegt. Ástandið varð mjög slæmt upp úr aldamótunum en þá var brugðið á það ráð að stofna heilsugæslustöð fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn. Það hefur gefið góða raun og hafa fimm önnur Afríkulönd ákveðið að setja upp slíkar stöðvar. Hjúkrun eyðnisjúklinga hefur lagst þungt á hjúkrunarfræðinga úti um allan heim sl. áratug. Hvergi annars staðar hefur þó ástandið verið eins slæmt og í Afríku sunnan Sahara­eyðimerkurinnar. Verst er það í Svasíland en þar eru 26% íbúa með veiruna. Við það bætist að margir hjúkrunarfræðingar hafa sjálfir smitast, bæði í vinnu og í einkalífinu. Þeir hafa einnig þurft að sjá eftir samstarfsmönnum sem hafa látist úr eyðni. Veikir hjúkrunarfræðingar hafa þurft að fara í sömu biðröð og aðrir til þess að fá heilbrigðisþjónustu. Einn daginn voru þeir sjúklingar en næsta dag gátu þeir verið að sinna fólki við hliðina í röðinni. Þetta rýrði traust sjúklinga á þjónustu hjúkrunarfræðinga og olli auknu álagi á hjúkrunarfræðingana. „Hjúkrunarfræðingar í Svasílandi höfðu í raun góða ástæðu til að gefast upp og fara að vinna annars staðar,“ sagði Patrick Mhlanga, hjúkrunarfræðingur frá Svasílandi, á ráðstefnu Alþóðaráðs hjúkrunarfræðinga í maí sl. „Sjálfur var ég að velta fyrir mér að gerast bifvélavirki. Þá gæti ég séð bíla, sem ég hefði gert við, keyra um í borginni. Sjúklingunum mínum versnaði bara og svo dóu þeir.“ Margir hjúkrunarfræðingar ákváðu á þessum árum að flytjast til útlanda. Vandamálið varð mjög alvarlegt þegar allir 40, sem útskrifaðist úr hjúkrunarskólanum 2004, fóru úr landi. „Ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar fluttust úr landi var ekki svo mikið launin heldur vinnuaðstæður og að þeim fannst þeir ekki fá stuðning eða athygli heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Patrick. Hjúkrunar félagið í Svasílandi lagði þá til að stofnuð yrði heilsugæslustöð fyrir eyðni smitaða hjúkrunarfræðinga og annað heil brigðisstarfsfólk. Félagið leitaði eftir stuðningi hjá Alþjóðaráði hjúkrunar­ fræðinga og tók ráðið vel í það. Fjöldi stofnana og félaga hefur stutt hugmyndina, meðal annars danska hjúkrunarfélagið og heil brigðistæknifyrirtækið Becton Dickinson. Nú geta hjúkrunarfræðingar leitað til stöðvarinnar til þess að fá skoðun, ráðgjöf og stuðning og einnig lyfjameðferð. Stöðin sinnir aðallega eyðnisjúklingum en einnig berklasjúklingum. Berklar eru algengir hjá eyðnisjúklingum og eru gríðar legt heilsufarsvandamál í löndunum sunnan Sahara. Við stöðina í Svasílandi vinna nú samtals fimm hjúkrunarfræðingar en þegar hún var opnuð fyrir fimm árum voru þeir þrír. Við stöðina vinna einnig læknir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.