Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201128
Brynja Ingadóttir, brynjain@landspitali.is
HEFJUM BARÁTTU
GEGN VANNÆRINGU!
Á undanförnum árum hefur aukin athygli beinst að því að vannæring vegna
sjúkdóma sé raunverulegt vandamál innan vestrænna sjúkrahúsa. Það hefur
að mörgu leytið verið falið eða fallið í skuggann af mikilli umræðu um offitu en
hugsanlega einnig af breytingum í sjúkrahúsumhverfinu þar sem æ meiri áhersla
hefur verið lögð á hraða, tækni og sérhæfingu þjónustunnar.
Árið 2009 skrifuðu fulltrúar heilbrigðis
ráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins
undir yfirlýsingu þess efnis að útrýma
skyldi sjúkdómatengdri vannæringu. Í
aðgerðaráætlun þeirra er kveðið á um þörf
fyrir vitundarvakningu um vannæringu.
Gefa þurfi út klínískar leiðbeiningar, koma
á lögboðinni skimun eftir vannæringu,
auka rannsóknir, þjálfun og fræðslu
heilbrigðisstarfsfólks og leggja fram
áætlanir um innleiðingu og eftirfylgni
meðferðar.
Á Landspítala tóku sérfræðingar í
hjúkrun og næringarfræðingar saman
höndum haustið 2009 og unnu að því
að skoða stöðu mála á sjúkrahúsinu,
hvað varðar vannæringu sjúklinga, frá
ýmsum sjónarhornum. Leitað var til fjölda
starfsmanna um viðhorf og álit og safnað
upplýsingum um verkefni sem höfðu
verið unnin og gefin út um vannæringu
innan spítalans og Háskóla Íslands.
Gerðar voru tvær kannanir, annars vegar
meðal deildarstjóra og næringarfræðinga
og hins vegar var metið næringarástand
meira en 600 sjúklinga á sjúkrahúsinu.
Þessu átaksverkefni lauk með sérstökum
degi helguðum næringu sjúklinga þar
sem haldið var málþing og lögð drög
að áframhaldandi vinnu. Næringardagur
var haldinn í annað sinn í mars 2011
en þá urðu þau tímamót að gefnar voru
út klínískar leiðbeiningar um næringu
sjúklinga, unnar af vinnuhóp innan
Landspítala. Til okkar kom hollenskur
næringar fræðingur, Marian van Bokhorst,
sem miðlaði af reynslu sinni og þekkingu
varðandi innleiðingu á klínískum leið
beiningum. Mig langar í þessum pistli að
fjalla stuttlega um vannæringu frá sjónar
horni hjúkrunar og jafnframt drepa á það
helsta sem kom fram í fyrirlestri Marian
van Bokhorst um árangur baráttunnar
gegn vannæringu í Hollandi.
Hvert er vandamálið?
Þá tegund vannæringar, sem hér er til
umræðu, má skilgreina sem ósjálfrátt
þyngdartap eða vanþyngd í tengslum