Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 47 stofnana. Hvetja þarf nemendur, sem eru að velja sér lokaverkefni, til að skoða samfélagsheilsu og heilsuúrræði tengd hjúkrun utan stofnana ekki síður en innan þeirra. Kennslufræði hefur ekki verið á námskrá hjúkrunarfræðideildar HÍ undanfarin ár en það er nauðsynlegur undir búningur fyrir fræðslustarf stéttar­ innar að mati hópsins. Hjúkrunarfræðingar eiga að vera færir um að búa til fræðsludagskrá fyrir mismunandi hópa skjólstæðinga, halda fræðslufyrirlestra og búa til kennsluefni. Leggja þarf meiri áherslu á að hjúkrunarfræðingar kenni markvissar fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir í samskiptum við skjólstæðinga. Hópurinn mælir með að kenna nemendum um áhugahvetjandi samtalstækni og virka hlustun í takt við nýtt viðhorf til ýmissa heilbrigðisvandamála. Sömuleiðis var talað um nauðsyn þess að kennarar og hjúkrunarfræðingar vinni saman að því að hvetja nemendur til dáða, viðhafi jákvæða gagnrýni til að efla trú nemenda á sér og hjálpi þeim til að blómstra. Þjálfun í að færa rök fyrir væru máli, skrifa pistla og taka þátt í stefnumótun varðandi heilbrigðismál taldi hópurinn einnig vera mikils virði. Aðili í hópnum taldi að nemendur nytu sín ekki sem skyldi í verklegu námi því þeir séu of þjakaðir af bóklegum verkefnum. Hópurinn taldi einnig mikilvægt að hvetja hjúkrunarfræðinga til símenntunar, auka þyrfti gildi og möguleika til endur­ menntunar, framhaldsnáms og sér­ menntunar. Í niðurstöðunum kom fram að með auknum tækifærum nemenda til að æfa sig í mismunandi aðferðafræði ykist færni í hjúkrun. Hópurinn ályktaði að með reynslunámi í ákveðinn tíma í lok grunnnáms (samanber kandídatsár lækna) mætti auka sjálfsöryggi nemenda áður en þeir hefja sjálfstæð störf og gefa verðandi hjúkrunarfræðingum aukin tækifæri til að þekkja eigin styrkleika og veikleika. Hjúkrunarfræðingar þurfi að vera góð fyrirmynd fyrir nemendur, vanda orðræðuna og sýna starfinu virðingu því hjúkrunarfræðingar séu áríðandi stétt sem hefur mikið fram að færa til hagsbóta fyrir samfélagið. Forvarnir og tilvísanakerfi hjúkrunarfræðinga Hjá nokkrum umræðuhópum kom fram að hjúkrunarfræðingar eigi að láta heilsueflandi mál meira til sín taka en gert er til að geta verið betri talsmenn skjólstæðinga. Fjölbreytt úrræði í heilbrigðiskerfinu og samhæfing á þjónustu miðuð við þarfir skjólstæðinga skilar öllum hagkvæmni. Leggja beri áherslu á að greina hvað helst hamlar heilsu á hinum ýmsu stöðum svo bregðast megi við og fyrirbyggja vandamálin. Auka þurfi markvissar forvarnir í heilsugæslu og virkja tilvísunarkerfi sérfræðinga í hjúkrun. Mælt var með að stéttin taki virkari þátt í mótun heilsustefnu í verki. Þar voru nefnd dæmi um verðlagningu eins og að mæla með að hafa hollustu ódýrari en óhollustu, setja takmarkanir á auglýsingar um óhollustu og draga úr aðgengi að sælgæti í lausu máli sem selt er í tonnatali í hverri viku, svo örfá dæmi séu tekin. Hjúkrunarfræðingar sem hópur láti í sér heyra í blöðum og á opinberum vettvangi til að stuðla að forgangsröðun heilsuvæðingar, séu sýnilegri og standi saman, séu ekki hræddir við að koma fram með eigin skoðanir. Einstaklingsframtakið var einnig álitið mikils virði, til dæmis að hver hjúkrunarfræðingur komi með eigið framlag til heilsueflingar, stofni heilsunefnd á sínum vinnustað, taki þátt í nefndum og stjórnum eða skili heilsueflandi framlagi á einhvern hátt. Tafla 1. Heilsuefling á vinnustað og í einkalífi Heilsuefling á vinnustöðum Heilsuefling stuðlar að vellíðan til lengri tíma Á hverjum vinnustað er virk heilsunefnd, t.d. til að skipuleggja og innleiða heilsueflandi dagskrá heilsudaga og þátttöku í hópeflingu með „Ísland á iði“ og „Hjólað í vinnuna“. Taka ábyrgð á eigin heilsu. Setja sér markmið, gera heilsuáætlun og meta árangur reglulega, til dæmis að borða reglulega, sofa í 7­8 tíma, taka þátt í heilsudagskrá og viðhalda heilsuvenjum. Íþrótta­ og tómstundahópur á vinnustöðum: Gönguhópar hittist fast, t.d. einu sinni í viku, hádegisgöngur, teygjuæfingar, taka þátt í daglegri morgunleikfimi RÚV (kl. 9.45), golf, dans, jóga, sund, leikir, útivistarferðir, fjölskyldudagar. Hreyfa sig í 30­60 mínútur á dag (styrktar­ og þolþjálfun, sveigjanleiki og jafnvægi). Starfsmenn, sem hafa hömlun í stoðkerfi, fái að sækja þjónustu til sjúkraþjálfara og nýta tækjasal. Stunda nudd og slökun sem er aðgengileg og hagkvæm. Starfsmenn fái tækifæri til að taka matarhlé og fara út af vinnueiningu. Mötuneyti bjóði úrval hollra fæðutegunda. Ávextir og heilsubitar séu aðgengilegir fyrir allar vaktir. Borða reglulega hollan mat í hæfilegu magni. Drekka 6­8 glös af vatni á dag og gefa sér tíma til að fara á salernið. Námskeið séu haldin um til dæmis vinnuvernd, starfsstellingar, smitleiðir, viðbrögð við eldsvoða og heilsuhvetjandi þætti. Hugsa um heilsuna. Forðast sætindi, skyndifæði, unnar kjötvörur og feita fæðu. Heilsumat starfsmanna og heilsuráðgjöf fari fram samkvæmt fyrirframákveðnu skipulagi. Heiðarleg sjálfsskoðun, starfsmaður endurmetur heilsumarkmiðin og umbunar fyrir velgengni. Umhverfismat og efling vinnuanda. Vera vakandi fyrir því sem betur má fara. Mat á vinnuálagi, streituminnkandi aðgerðir. Reykja ekki og forðast áfenga drykki. Starfsmannasamtöl hvetji til heilsueflingar. Virða eigin heilsu og setja forvarnir í forgang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.