Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 5 Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um þessi mál. Bækur hafa verið skrifaðar, sérstaklega um börn sem hafa verið fyrir kynferðislegu ofbeldi, en einnig um fullorðnar konur og fullorðna karla. Skýrslur og fræðigreinar hafa verið birtar. Nú er einfaldlega komið nóg. Nú er kominn tími til að skera upp herör gegn þessu samfélagsmeini. Kostnaðurinn af því að menn úti í bæ (oftast karlmenn en stundum kvenmenn) fá að halda áfram þessari iðju er einfaldlega allt of hár. Þá á ég við kostnað ekki bara í peningum (þó að þetta séu talsverðar upphæðir) heldur fyrst og fremst þjáningu þolenda. Mikilvægt er líka að beina kastljósinu að erfiðisvinnu heilbrigðisstarfsmanna og annarra, töpuðu vinnuframlagi þolenda, siðferðisleg áhrif ofbeldis á samfélagið í heild og margt annað sem of langt mál er að telja upp hér. Við getum rétt ímyndað okkur hvað hægt væri að gera í öðrum samfélagsverkefnum ef heilbrigðisstarfsmenn, félagsráðgjafar, sálfræðingar, prestar, lögreglumenn, lögfræðingar, dómarar og svo framvegis þyrftu ekki að fást við kynbundið ofbeldi og annað heimilisofbeldi. Þá er ótalið hvernig gerandi og þolandi gætu varið tíma sínum í staðinn fyrir að lemja og verða laminn. Sama mætti að vísu segja um önnur samfélagsmein eins og reykingar. Þær eru hins vegar ekki bannaðar með lögum. Heimilisofbeldi er oftast kynbundið, þ.e. karl lemur konu eða öfugt, en stundum er því beint gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi hefur hins vegar sjaldan með kynlíf að gera. Það má frekar kalla tegund af valdníðslu. Stríðsnauðganir eru dæmi um þetta. Þær hafa fengið að viðgangast allt of lengi en nú hefur utanríkisráðherra Bretlands, í samvinnu við flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, haft frumkvæði um að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum. Hér og í löndunum kringum okkur er heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi bannað með lögum og eitthvað sem við vildum flest uppræta. Nú ætti hver hjúkrunarfræðingur að íhuga hvað hann getur gert til þess að stöðva ofbeldi eða aðstoða fórnarlömb þess innan lands sem utan. Nú er mál að linni. Upprætum heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi! Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Þorsteinsdóttir Fréttaefni Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson o.fl. Ljósmyndir Christer Magnusson, Eyrún Ósk Guðjónsdóttir, Sigríður Aðalheiður Pálmadóttir o.fl. Próförk og yfirlestur Álfhildur Álfþórsdóttir, Svavar Sigmundsson og Ragnar Hauksson Auglýsingar Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, sími 540 6412 Hönnun Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla Litróf Upplag 4100 eintök Pökkun og dreifing Póstdreifing ÓLÍÐANDI SAMFÉLAGSMEIN Í þessu tölublaði er mikið fjallað um heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi. Lesa má um málið í fræðigrein, í fræðslugrein, í viðtölum og meira að segja í bókarkynningu. Þetta er engin tilviljun. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall Gegnsæi og ábyrgð Árið 2016 munu aðildarfyrirtæki Frumtaka birta ársskýrslu með upplýsingum um tilteknar greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðis starfsfólk og heilbrigðisstofnanir frá og með árinu 2015 og árlega þaðan í frá. En hvers vegna? Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga. Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtækin og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu. Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út reglur um eflingu góðra stjórnunarhátta í lyfjaiðnaðinum sem allir hagsmunaaðilar samþykktu árið 2013. Þessar reglur gera ráð fyrir að upplýsingar um tilteknar greiðslur verði gerðar opinberar. EFPIA, Frumtök og öll okkar aðildarfyrirtæki styðja þessar reglur um birtingu upplýsinga. Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og -stofnana frá árinu 2016. Þá verða birtar upplýsingar byggðar á samskiptum ársins 2015 og þaðan í frá árlega. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða- og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur. Þessar upplýsingar verða birtar á heimasíðu Frumtaka, www.frumtok.is Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Við hlökkum til að vinna áfram að því að auka gæði meðferða, rannsókna og almennrar umönnunar sjúklinga. Frekari upplýsingar og kynningarefni: transparency.efpia.eu | pharmadisclosure.eu | @Pharma2015_16 Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík Sími 588 8955 www.frumtok.is frumtok@frumtok.is DISCLOSURE CODE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.