Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 23 til háskólans en þá var ég byrjuð í doktorsnámi,“ segir Bronagh. Um þetta leyti eru 18 ár síðan hún hóf störf við háskólann en fyrir einu og hálfu ári síðan færði hún sig yfir í læknadeild. Hún vinnur þar á rannsóknamiðstöð í sýklafræði með áherslu á öndunar­ rannsóknir og sérsvið hennar er gjörgæslumeðferð, öndunarvélar og að venja sjúklinga af öndunarvél. Hún hefur einnig mikinn áhuga á sýkingavörnum og endurhæfingu eftir gjörgæslumeðferð. „Einn læknir sem ég hafði unnið með í nokkrum rannsóknarverkefnum spurði mig hvort ég vildi ekki koma yfir í lækna­ deild og við gætum þar búið til sterkt rannsóknarteymi. Það hefur gengið mjög vel. Hann dregur að sér doktorsnema og ég einnig og jafnvel þó að þeir vinni að ólíkum verkefnum tala þeir saman og fá nýjar hugmyndir. Sjálfri finnst mér ég hafa áorkað meiru á einu og hálfu ári en á fimm síðustu árum. Það er frábært að vinna með fólki þar sem hugmyndir og tengslanet renna saman og magnast upp.“ Evrópusamstarf Leiðin í Evrópusamstarfið hefur verið nokkuð löng. Bronagh skráði sig fyrir mörgum árum í breska gjörgæsluhjúkr­ unarfræðingafélagið en engin svæðisdeild var á Norður­Írlandi svo að hún þurfti að vera í svæðisdeild í Vestur­Englandi. „Ég tók ekki þátt í öðru en að lesa tímaritið, fór ekki á námsdagana því þá hefði ég þurft að fljúga. En svo hitti ég mann, John Alborne, sem var í félaginu og einnig virkur í Evrópusamstarfinu. Hann hvatti mig til þess að stofna svæðisdeild á Norður­Írlandi. Mér fannst ég ekki geta gert það en hann sagði að auðvitað gæti ég það, það væri auðvelt. Hann hjálpaði mér og svo varð ég fyrsti formaður svæðisdeildarinnar og deildin er enn þá virk. Svo sagði hann að nú þyrfti rödd Norður­Írlands að heyrast í breska félaginu og ég gerðist þá stjórnarmaður,“ segir Bronagh. Hún er ánægð með það því að þegar þegar stjórnin tali um stefnumótun fyrir Bretland eigi stjórnarmenn í raun við England. „Þeir virðast ekki alveg skilja að í Bretlandi eru fjögur nokkuð sjálfstæð ríki með eigin ríkisstjórn. Þegar þeir tala um heilbrigðisráðuneytið segi ég stundum: Afsakið, en eruð þið að tala um heilbrigðisráðuneyti Englands? Því það er ekki það sama og heilbrigðisráðuneytið í Norður­Írlandi, Skotlandi eða Wales.“ John Alborne var þá tengiliður við EfCCNa sem er enska skamm­ stöfunin fyrir Evrópusamtök gjörgæslu­ hjúkrunarfræðinga. Þegar hann gerðist stjórnarmaður í EfCCNa tók Bronagh við sem tengiliður. Þannig kviknaði áhugi hennar á Evrópussamstarfinu og nokkrum árum seinna settist hún sjálf í stjórn samtakanna. Eitt stórt verkefni fram undan er að tengja betur saman öll 26 félögin í samtökunum og fá þau til samstarfs. Eftir að ný lönd komu í Evrópusambandið hafa landamæri opnast á nýjan hátt og menn sjá skýrar muninn milli landa hvað varðar til dæmis sjálfstæði hjúkrunarfræðinga í starfi. „Þess vegna er það eitt af verkefnum okkar að samræma betur hvað hjúkrunarfræðingar fást við í starfi sínu og hvað þeir læra í öllum Evrópulöndum. Við skoðum nú færnisvið gjörgæsluhjúkrunarfræðinga og höfum búið til gott skjal um hæfnissvið byrjenda á gjörgæsludeildum. Nú munum við reyna að fá nokkrar deildir til að nota þessar leiðbeiningar og leggja mat á þær. Þá vitum við að Evrópsku gjörgæslulæknasamtökin hafa skoðað hæfnissvið sérfræðinga í gjörgæsluhjúkrun og erum að leita eftir samstarfi svo að við getum samnýtt krafta okkar,“ segir Bronagh. EfCCNa hefur einnig áhuga á að skoða hvernig gjörgæsluhjúkrunarfræðingar takast á við andlát sjúklinga sinna. Þetta er reyndar eitt af áhugasviðum Bronagh í rannsóknarstarfi hennar. „Á gjörgæslu­ deild deyja sjúklingar oftast skyndilega. Það er ekki eins og á líknardeild þar sem sjúklingurinn er með krabbamein eða hjartabilun og það er lengi vitað að hann er dauðvona. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar eru þjálfaðir í að bjarga lífum en námið þarf að fjalla meira um samskiptahæfni og hvernig höndla má það að sjúklingurinn hefur það ekki af. Því höfum við í EfCCNa sett á laggirnar stórt evrópskt verkefni um þetta. Við höfum tekið viðtal við hjúkrunarfræðinga í mörgum löndum og erum að vinna úr þeim núna. Svo viljum við búa til námsefni, nota það í nokkrum löndum og meta hvort námið breyti vinnunni,“ segir hún. Rannsóknarstarf Bronagh hefur lengi haft áhuga á hjúkrun sjúklinga í öndunarvél og þá sérstaklega hvernig sé best að ljúka meðferð. „Ég man sérstaklega eftir einum sjúklingi sem kveikti áhuga minn á þessu. Þetta var kona sem hafði verið lengi hjá okkur og átti mjög erfitt með að komast úr öndunarvél svo að ég fór að skoða hvernig mætti best hjálpa henni með það. Um þetta leyti undirbjó ég brúðkaup mitt. Konan var vakandi og ég sat mikið hjá henni, talaði um brúðkaupið og spurði hana til ráða. Mörgum árum seinna sá ég hana sitja í hjólastól úti í bæ. Hún var talsvert fötluð og þurfti öndunaraðstoð. Ég fékk þá aftur áhuga á því hvernig má venja sjúklinga af öndunarvél. Í Bandaríkjunum var þá mikið talað um staðla og leiðbeiningar en enginn notaði slíkt í Bretlandi. Því fannst mér þetta vera gott efni í doktorsverkefnið mitt. Ég byrjaði á að fara til Bandaríkjanna til þess að athuga hvað sérfræðingar í gjörgæsluhjúkrun væru að gera varðandi þetta. Svo bjó ég til leiðbeiningar og skoðaði í rannsókn minni eina deild sem notaði leiðbeiningarnar og aðra sem gerði það ekki.“ Bronagh segir að síðan hafi margir rannsakað og skrifað um það að taka sjúklinga úr öndunarvél. Sjálf hafi hún lesið og hugsað svo mikið um þetta að hún sé álitin sérfræðingur. „Læknar koma jafnvel til mín og segja að ég sé sérfræðingurinn í þessum efnum. Ég svara þá gjarnan að ég viti mikið en að þeir sem vinna við þetta daglega séu hinir raunverulegu sérfræðingar. Ég get sagt til um hvað sé sannreynt og hvað sé vitað vísindalega en ég vinn alltaf með fólki í klíník því það fólk kann að gera þetta í raunveruleikanum. Það getur sagt hvað muni ekki virka og svo framvegis. Við þurfum að hugsa um leiðir til þess að samtvinna vísindi og dagleg störf þannig að fólk noti vísindaniðurstöðurnar.“ Erfitt er, að sögn Bronagh, að segja hver séu meginviðfangsefnin við að koma sjúklingi úr öndunarvél. „Það fer eftir aðstæðum og er misjafnt eftir löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.