Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 17
heilbrigðis þjónustu á átakasvæðum
öruggara. Afrakstur verkefnisins er margs
konar og má þar nefna kvikmyndina
„Heilbrigðis þjónusta á hættusvæðum:
kostnaðurinn í mannslífum“ (Health care
in danger: the human cost) og ritið
„Heilbrigðis þjónusta á hættusvæðum:
ábyrgð heilbrigðis starfsfólks í stríðs
átökum og öðru hættuástandi“ (Health
care in danger: the responsibilitites of
healthcare personnel working in armed
conflicts and other emergencies).
Á vegum verkefnisins er einnig unnið
að siða reglum fyrir heilbrigðisþjónustu
í stríðs átökum og öðru hættuástandi.
Nýlega var opnaður aðgangur að rafrænu
kennsluefni um þann lagaramma sem
gildir um heilbrigðisþjónustu í stríðs
átökum og öðru hættu ástandi og nýtist
það efni almenningi jafnt sem heilbrigðis
starfsfólki. Verið er að þróa rafrænt
kennslu efni um réttindi og skyldur
heilbrigðis starfsfólks þar sem tekin eru
fyrir raun veruleg siðklemmudæmi. ICRC
gerir ráð fyrir að þetta efni verði tilbúið
fyrir lok þessa árs.
Bandalag um verndun heilbrigðis
á ófriðartímum
ICN er einn af stofnaðilum Bandalags
um verndun heilbrigðis á ófriðartímum.
Markmið Bandalagsins er að efla
virðingu fyrir þeim mannúðar og mann
réttinda lögum er varða velferð og öryggi
heislugæslustöðva, heilbrigðis starfs
manna, sjúkraflutninga og sjúklinga og
er ætlað að tryggja velferð þeirra og
öryggi á tímum vopnaðra átaka eða
óeirða. Með þessu átaksverkefni er ætlun
Bandalagsins að efla skilvirkan rekstur
heilbrigðisþjónustu, vernda grunnstoðir
heilbrigðiskerfa og tryggja öryggi
heilbrigðisstarfsmanna á ófriðartímum.
Í samstarfi við Mannréttindavaktina birti
Bandalagið nýverið ritið „Í átökum: ofbeldi
gagnvart heil brigðisstarfsmönnum,
sjúklingum og sjúkrahúsum“ (Under
Attack: Violence Against Health Workers,
Patients, and Hospitals) þar sem lýst er
nýlegum dæmum um árásir á heilbrigðis
þjónustuna í þeim tilgangi að vekja athygli
á vandamálinu meðal alþjóða heilbrigðis
sam félagsins, mann réttindahópa og
þeirra sem bera ábyrgð á árásunum.
Hvað geta hjúkrunarfræðingar gert?
Komi til vopnaðra átaka hvetur ICN
hjúkrunar fræðinga og landssamtök þeirra
til að:
• skora á ríkisstjórnir landa sinna að
virða alþjóðalög og tryggja að mann
réttindaaðstoð, þar með talið heil
brigðis þjónusta, sé veitt flóttafólki og
vega lausum án tafar og stuðla að því að
aðgengi alþjóð legra mannúðar samtaka
að átakasvæðum sé opið og samræmt,
• kanna hugsanleg áhrif í eigin landi
og taka upp samstarf við stjórnvöld,
stofnanir Sameinuðu þjóðanna og frjáls
félagasamtök á landsvísu eða innan
sveitarfélaga um að veita viðeigandi
heilbrigðisþjónustu fyrir alla bágstadda
án manngreinarálits,
• skora á ríkisstjórnir landa sinna að
tryggja að hjúkrunarfræðingar og aðrir
heilbrigðisstarfsmenn séu ekki með
Ofbeldisverk gagnvart heilbrigðisstarfsfólki 20122013
Frá janúar 2012 til desember 2013 skráði Alþjóðanefnd Rauða krossins
(ICRC) 1.809 árásir og ógnanir gegn sjúklingum, heilbrigðisstarfsfólki,
sjúkraflutningafólki og heilsugæslustöðvum í 23 löndum.
Heilbrigðisstarfsfólk
Brottnumdir eða
fangelsaðir
Drepnir Særðir Ógnað
168 267 564 212
Tölurnar ná til lækna, hjúkrunarfræðinga, bráðaliða,
herlækna, lyfjafræðinga og annarra starfsmanna í
heilbrigðisþjónustu.
410
Heilbrigðisstofnanir sem orðið hafa fyrir árásum eða gripdeildum
Sjúkrahús, heislugæslustöðvar, lyfjaverslanir og
aðrar starfsstöðvar þar sem veitt er heilbrigðis
þjónusta og stuðningur.
Þó að þessi 1.809 atvik séu eflaust aðeins toppurinn á
ísjakanum hvað varðar ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki
um heim allan gefur skýrsla ICRC vísbendingar um
ógnvænlega þróun og undirstrikar mikilvægi þess að
vernda sendisveitir heilbrigðisstarfsfólks.
HEILBRIGÐIS-
ÞJÓNUSTA Á
ÁTAKASVÆÐUM
SPURNING
UM LÍF
EÐA DAUÐA
545
Drepnir eða særðir sjúklingar
Fjöldi særðra og sjúkra sem voru í læknismeðferð
eða reyndu að komast undir læknishendur.
351
Sjúkrabílar
Fjöldi sjúkraflutningafarartækja sem orðið hafa fyrir
árásum, ránum eða töfum.