Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 31 Þórdís hefur síðan farið á hin og þessi námskeið hjá ýmsum stofnunum. Henni leið samt aldrei vel og fór á námskeiðin full af kvíða og vanlíðan. Yfirleitt voru allar konur í námskeiðshópunum þunglyndar en henni fannst hún ekki tengjast þeim. Eitthvað vantaði. Hún var hætt að láta sig dreyma um að hún gæti átt eitthvað gott í vændum og farin að langa lítið til þess að lífa. Svo var hún svo heppin að komast á Gæfusporin. Á þessum tíu vikum sem námskeiðið stóð fannst henni hún vera komin heim. „Aldrei gekk ég þar inn með kvíða eða verki. Ég var full tilhlökkunar. Þar var ég komin í hóp kvenna sem höfðu allar orðið fyrir áföllum, við skildum hver aðra og samstaðan í hópnum var mikil. Þegar ég hitti þær núna og tek utan um þær þá er það eins og að koma heim. Tilfinningar okkar og þessi reynsla sem við höfum orðið fyrir tengja okkur. Þetta var ótrúlega magnað námskeið.“ Hún fann fyrir breytingum á mörgum sviðum. „Líkamsvitundin gerði mér ofsalega gott. Ég hef lifað allt mitt líf án þess að eiga líkama. Ég er auðvitað með verki en líkaminn var samt einhvern veginn ekki partur af mér. Þar uppgötvaði ég að ég hafði líkama. Sálfræðihópurinn var líka mjög magnaður og ég lærði margt og fékk svo mörg verkfæri í hendurnar. Nú, þegar koma erfiðir tímar, er ég meira vakandi fyrir viðbrögðum mínum og því hvernig ég get tekið á þeim. Það er ekki bara allur heimurinn sem hrynur heldur get ég afmarkað vandamálið og einblint á það.“ Þórdís segir þetta námskeið hafa verið ein dýrmætasta reynsla sem hún hefur orðið fyrir. Mörg af þeim námskeiðum sem hún hefur áður farið á hefðu nýst betur ef hún hefði fyrst farið á Gæfusporin. Námskeiðið var hins vegar mjög erfitt bæði líkamlega og andlega. En þó að hún væri gjörsamlega búin á því eftir vikuna fannst henni hún samt vera með meiri orku en áður. Þórdís veitti því eftirtekt að þegar konurnar á námskeiðinu fóru að rétta úr bakinu og líða betur fóru þær að finna fyrir þörf fyrir að hafa sig til. Þær vildu fá ný föt, lita á sér hárið eða láta plokka augabrúnir. Hins vegar voru þær allar öryrkjar og höfðu hreinlega ekki efni á því að veita sér þennan munað. Samt skipta slík smáatriði máli fyrir sjálfsmyndina. Sjálf hætti Þórdís að ganga um eins mikið á náttfötunum en hún segist hafa gert það flesta daga síðastliðin tíu ár. Hún styrktist það mikið á námskeiðinu að hún gat sagt upp stuðningskonunni frá þjónustumiðstöðinni í hverfinu. „Hún hjálpaði mér með börnin og gaf mér ráðleggingar. Stundum vorum við bara að ræða saman um daginn og veginn. En hún var farin að skipta sér of mikið af mínum málum og bannaði mér til dæmis að fá mér heyrnartæki. Eftir námskeiðið fékk ég hugrekki til að segja að nú vildi ég ekki lengur þennan stuðning.“ Við það má bæta að Þórdís er nú komin með heyrnartæki. „Nú geri ég hlutina þannig að það fer vel um mig. Áður fyrr sat ég kannski bara og lét mig hafa það að líða illa en nú er ég öruggari og stend með mér.“ Þórdís hefur í nokkur ár tekið áfanga í öldungadeild mennta­ skólans. Eftir að námskeiðinu Gæfusporin lauk hefur hún lagt enn meiri áherslu á að ljúka menntaskólanámi. „Það er stúdentshúfan sem ég stefni að. Fólk segir að maður þurfi ekki stúdentspróf til þess að lífa af. En stúdentinn er draumur minn og hann verður senn að veruleika,“ segir Þórdís að lokum. fjármögnun er tryggð. Ég hef bankað á dyr hjá VIRK en svo þarf að fara með þetta lengra því einhvers staðar þarf þetta að eiga heima,“ segir hún. „Mér hefur verið bent á að námskeiðið gæti líka hentað fyrir þá sem hafa orðið fyrir einelti. Þeir eru gjarnan með sömu tilfinningavandamál og þeir sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er líka þannig að þegar maður talar við einhvern sem hefur reynt að taka líf sitt er það nánast undantekningarlaust að hann segist hafa orðið fyrir einelti. Ég held að svona úrræði gæti nýst mörgum með alls konar áföll en aðalatriðið er að fólk kemur inn á sömu forsendum og með svipaða reynslu. Ég myndi vilja kalla markhópinn þá sem hafa orðið fyrir áföllum í æsku,“ segir Sigrún. Sigrún og Sigríður Hrönn segjast helst vilja sjá þetta námskeið innan heilbrigðis­ kerfisins. Það gæti verið úrræði alveg eins og offituhópur og verkjahópur. Reyndar hafa þær heyrt frá þeim sem vinna með þessa hópa að stór hluti þessara skjólstæðinga sé með áfallasögu. „Af hverju þá ekki að ráðast að rót vandans, vera með áfallahóp og vinna með offituna og verkina þar? Ég held að það myndi skila meiri árangri. Konurnar sem hafa verið hjá okkur hafa margar verið í slíkum hópum en ekki náð árangri því ekki var unnið með rót vandans, í þessu tilfelli að hafa orðið fyrir áföll,“ segir Sigrún. Spyrja þyrfti fólk sem kemur oft til heimilislæknis með óljós vandamál hvort það hefur orðið fyrir ofbeldi. Áhugavert væri finnst þeim að fá heilsu­ hagfræðing til að reikna það út hvað gæti áunnist með svona námskeiðum með minni lyfjanotkun, fækkun sjúkrahús­ lega, aukinni atvinnuþátttöku og þá færri einstaklingum á örorku. Þær jákvæðu breytingar á sjálfsmynd, sjálfstraust, líðan, lífsánægju og fleiri þætti lífsins, sem þessi námskeið hafa orsakað, er ekki hægt að meta til fjár. Þeim fyndist það miður ef Gæfuspora­ námskeiðin dyttu niður sökum fjárskorts. Það væri þvert á móti augljóslega samfélagslega hagkvæmt að bæta við fleiri námskeiðum. „Ég á mér draum um hús undir þessi námskeið,“ segir Sigríður Hrönn. „Þar mætti hafa fræðslufundi og kynningar en það væri líka staður til þess að hittast fyrir gömlu hópana, þar gæti verið aðstaða fyrir sálfræðinga og margt annað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.