Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 25 Uppi varð fótur og fit því fleiri vopnaðir hermenn voru á deildinni til þess að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn kæmust inn og dræpu sjúklinganna. Þetta endaði með rannsókn um hver hefði æpt.“ Bronagh segist lítið hafa íhugað hvernig var að vera hjúkrunarfræðingur á þessum tíma og aldrei hafa verið spurð um þetta. Hún þurfi því að hugsa sig um. Hún segir það skrýtna í stöðunni vera að þegar menn alast upp við slíkar aðstæður þá verði þær að venju. „Þetta venst og maður lætur sig hafa það og heldur bara áfram. Ég held að svona sé það líka í öðrum stríðshrjáðum löndum. Stundum var þetta samt erfitt. Einu sinni fengum við sjúkling sem hafði komið sprengju fyrir í búð, drepið með henni tíu manns og særst sjálfur. Mörgum hjúkrunarfræðingum fannst erfitt að sinna honum. En maður verður að reyna að hugsa ekki um hvað gerðist heldur meðhöndla áverkana, gera það sem þarf að gera og vera eins vingjarnlegur og vænst er af hjúkrunarfræðingi.“ Þó að hún sé alin upp í kaþólskri hefð hefur hún aldrei hugsað mikið um stjórnmál eða litið á sig sem aðila að ákveðnum málstað. Hún hefur séð hvað stjórnmálin geta gert margt illt. „Mér er sama um uppruna fólks og mér finnst skrýtið að fólk skuli vera svona upptekið af honum. Á Norður­Írlandi spyr fólk reyndar aldrei um trúarskoðanir annarra. Það er bara ekki í boði. Þegar ég vann í Þýskalandi spurði hins vegar einn læknir mig hvort ég væri kaþólikki eða mótmælandi. Þegar ég svaraði sagði hann: „Einmitt, IRA, pang, pang!“ Ég hugsaði í hljóði að aldrei myndi ég tengja saman trúarskoðanir og hryðjuverk á þennan hátt.“ Síðan eru liðin mörg ár og Bronagh er orðin virtur fræðimaður og formaður Evrópusamtaka. Hún segir að eftir nám gerist margt. Menn vilja nýta krafta og sérþekkingu manns. „Margar dyr opnast og maður verður bara að hafa hugrekki til þess að ganga inn um þær. Það er í raun merkilegt en þegar ég byrjaði í hjúkrun eða jafnvel fyrir fimm árum hefði ég ekki getað ímyndað mér að vera stödd þar sem ég er nú.“ Hún segist hafa verið dálítið hrædd fyrst við tilhugsunina um að taka við formannsstöðunni en hún hefur fengið góðan stuðning frá Rósu og gerir ráð fyrir honum áfram. Tímarit hjúkrunarfræðinga óskar henni góðs gengis í formannsstarfinu. Bráðaskólinn  sf  býður  upp  á  námskeiðið     BRÁÐAHJÁLP  VIÐ  BRUNAÁVERKUM  BARNA  OG  FULLORÐINNA     08.  nóvember  2014        Innifalið:   08:00  –  18:00        Vei?ngar   Skráning:  skraning@bradaskolinn.is      Námskeiðsgögn  (bæklingur  og  rafræn  gögn)   Upplýsingar:  8412725/8982609      Verð  50.000    (staðfes?ngargjald  10.000  greiðist  við   bradaskolinn@bradaskolinn.is          skráningu)  ath.  Styrki  starfsmenntunarsjóða   www.bradaskolinn.is        Staðsetning:  auglýst  síðar   FB:  Bráðaskólinn  sf     Námskeiðið  er  þverfaglegt  og  ætlað  læknum,  hjúkrunarfræðingum  og  sjúkraflutningamönnum  sem  vilja  skerpa  á   þekkingu  sinni  og  færni  við  bráðameðferð  hjá  brunaáverkum  fyrstu  24  klst.  Farið  er  m.a  í  brunategundir,  dýpt  og   útbreiðslu,  vökva-­‐  og  sárameðferð  og  fyrstu  viðbrögð  á  ve\vangi,  flutning  og  mó\öku  á  sjúkrahúsum.  Námskeiðið   samanstendur  af  fyrirlestrum,  verkþjálfun,  ]allað  er  um  ?lfelli,  skri^orðsæfingar  auk  ?lfellaþjálfunar  og  þjálfunar  í   barna  og  fullorðins  hermum.         Leiðbeinendur:   Ásgeir  Valur  Snorrason        Kínískur  sérfræðingur  í  svæfingahjúkrun  á  LSH   Gunnar  Auðólfsson        Lýtalæknir  á  LSH   Hilmar  Kjartansson        Yfirlæknir  Bráðasviðs  á  LSH   Kris?nn  Sigvaldason        Yfirlæknir  gjörgæsludeildar  E-­‐6  á  LSH     Lovísa  Baldursdóir        Klínískur  sérfræðingur  í  gjörgæsluhjúkrun  á  LSH   Sesselja  H.  Friðþjófsdóir      Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur  á  LSH    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.