Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201420 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Bókin er byggð á fjórum vísindagreinum ásamt umfjöllun sem tengir þær saman. Tvær greinar hafa þegar birst og tvær voru í ritrýni hjá viðurkenndum tímaritum þegar höfundurinn, Hafrún Finnbogadóttir, varði doktorsritgerð sína í maí sl. og bókin kom út. Umfjöllunin nær yfir tæpar 100 blaðsíður, auk þess fylgja ýmis rannsóknargögn og afrit af vísindagreinunum. Sjaldgæft en ólíðandi Ofbeldi gagnvart ófrískum konum er ekki mikið vandamál í löndum í kringum okkar en er auðvitað algjörlega ólíðandi. Í sumum löndum er það talsvert algengari. Það er hluti af miklu víðtækara vandamáli sem lýsa má með orðunum heimilisofbeldi, kynbundið ofbeldi og jafnvel kynferðislegt ofbeldi. Eins og sálfræðingurinn Andrés Ragnarsson segir í viðtali á öðrum stað í blaðinu er heimilisofbeldi hreinlega bannað með lögum í okkar löndum og eitthvað sem á að uppræta. Í tveim rannsóknum Hafrúnar, sem lýst er í bókinni, kemur fram að annars vegar 2,5% og hins vegar um 1% af ófrískum konum hafi þurft að þola ofbeldi meðan á þungun stóð. Hins vegar sögðust allt að 40% kvenna hafa sætt einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Kynbundið ofbeldi er því alls ekki óalgengt. Engar öruggar rannsóknarniðurstöður eru til sem geta sagt okkur til um hvaða konur afar ólíkar og hefur Hafrún því þurft að takast á við mismunandi rannsóknar­ aðferðir. Í fyrstu rannsókn Hafrúnar, sem var afturskyggn athugun á fæðingarskýrslur, reyndist ekki hægt að sýna fram á samband milli ofbeldis einhvern tíma á lífsleiðinni og erfiðrar fæðingar. Hugtakið „erfið fæðing“ (labour dystocia) er reyndar ekki vel skilgreint og hefur líklega verið nýtt á mismunandi hátt í þeim fæðingarskýrslum sem skoðaðar voru í rannsókninni. Í annarri rannsókn voru notaðir spurningalistar til þess að athuga algengi ofbeldis. Ein rannsókn fjallar um reynslu ljósmæðra af þunguðum konum sem höfðu verið beittar ofbeldi. Áhugaverðasta niðurstaðan hér fannst mér vera ákveðinn siðfræðivandi sem birtist þegar ljósmóðirin ætlar að spyrja konuna um ofbeldi. Það er ekki alltaf sjálfsagt og auðvelt að spyrja og fá svar. Hvað á að gera ef konan segir frá ofbeldi en vill ekki að neitt verði gert? Erfitt getur verið að spyrja ef eiginmaðurinn, sem hugsanlega beitir ofbeldi, er með í öllum viðtölum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vill hins vegar ekki bregðast móðurinni og ófædda barninu. Honum getur fundist það vera svik í fyrsta lagi að spyrja ekki og í öðru lagi að aðhafast ekkert ef í ljós kemur að þunguð kona er beitt ofbeldi en konan neitar aðstoð. Hvað er hins vegar hægt að gera ef svarið við eru í mestri hættu við að verða beittar ofbeldi vegna þess að þær séu þungaðar. Samt sem áður virðast rannsóknir benda til þess að margir fordómar okkar eigi við rök að styðjast – áfengisneysla maka, uppruni maka utan Evrópu, einangrun og fátækt virðast tengjast ofbeldinu. En þar sem ofbeldi gagnvart ófrískum konum er frekar óalgengt er ekki auðvelt að sýna fram á orsakatengsl. Fjórar ólíkar rannsóknir Í bókinni eru lýst þeim fjórum rannsóknum sem doktorsritgerðin byggist á. Þær eru BÓKARKYNNING BARIÐ Á BARNSHAFANDI Út er komin bók um doktorsverkefni þar sem rannsakað var ofbeldi gegn ófrískum konum. Rannsóknarsviðið er Svíþjóð og Danmörk en margt má eflaust yfirfæra á Ísland. Þó að rannsóknarsviðið sé ljósmóðurfræði vekur bókin upp spurningar og vangaveltur sem snerta ekki síður hjúkrunarfræðinga. Exposure to domestic violence during pregnancy. Höfundur: Hafrún Finnboga­ dóttir. Útgefandi: Háskólinn í Málmey, Málmey 2014. ISBN: 978­91­7104­ 541­6. Bókin er 220 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.