Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201444 sé sú hæfni sem þarf að vera fyrir hendi og síðast en ekki síst að starfsmönnum sé gefinn kostur á því að þjálfast til þeirra verka sem þeim kunna að verða falin. Hæfni og þjálfun Í rýnihópunum kom sterklega fram að sú þjálfun sem starfsmenn fá í daglegu starfi gefur þeim góðan faglegan grunn sem byggja mætti ofan á með fjölbreyttum æfingum sem tækju mið af verksviði hvers og eins, gjarnan sem hluta af daglegu starfi. Er þetta í samræmi við skrif erlendra fræðimanna sem segja að heilbrigðisstarfsmenn ættu að vera vel þjálfaðir til daglegra starfa ásamt því að þekkja vel viðbragðsáætlanir (Burstein, 2006; Duong, 2009; Manley o.fl., 2006). Einnig kom fram í rýnihópum mikilvægi þess að þjálfun taki mið af starfshlutverki og skyldum og er það í samræmi við fræðilegt efni (Conlon og Wiechula, 2011; Duarte og Haynes, 2006; Subbarao o.fl., 2008). Niðurstöðurnar bentu til þess að æfingar væru sjaldan haldnar og fáir starfsmenn höfðu því haft tækifæri til að taka þátt í æfingum. Öllum fannst þær þó gagnlegar og vildu helst fá þjálfun í formi stórslysaæfinga. Sama niðurstaða fékkst í rannsókn Duong (2009) á menntun og þjálfun ástralskra hjúkrunar fræðinga til starfa í stórslysum og hamförum. Æfingar þykja einkum gagnlegar til að koma auga á það sem miður fer og má finna því stoð í skrifum erlendra fræðimanna (Chapman og Arbon, 2008; Gillet o.fl., 2008; Ingrassia o.fl., 2010). Verkþáttaæfingar fengu einnig hljómgrunn samkvæmt rannsóknarniðurstöðum en slíkar hermiæfingar eru gagnlegar til að bæta þekkingu á eigin hlutverki ásamt því að þjálfa samhæfingu og samskipti. Endurspeglar það skrif fjölmargra erlendra fræðimanna (Kaji o.fl., 2008; Rosen o.fl., 2008; Zhang, Thompson og Miller, 2011). Athygli vekur hins vegar að skrifborðsæfingar voru ekki álitnar eins eftirsóknarverðar og þátttakendur sýndu þeim takmarkaðan áhuga þar til leið á umræður en þá kviknuðu hugmyndir um mögulegt notagildi þeirra í tengslum við yfirferð á viðbragðsáætlunum. Skrifborðsæfingar hafa ekki tíðkast á Sjúkrahúsinu á Akureyri og því líklegt að starfsmenn hafi litla reynslu og þekkingu á notagildi þeirra. Samkvæmt Pattillo (2006) og Powers (2007) eru skrifborðsæfingar ódýr og gagnlegur valkostur sem býður upp á marga möguleika til þjálfunar starfsmanna. Takmarkanir rannsóknar Rannsóknin er lítil og skoðar einungis aðstæður hjúkrunar­ fræðinga og lækna á einu sjúkrahúsi og því óvíst hvort yfirfæra megi þekkinguna á heilbrigðisstarfsmenn í öðru umhverfi. Smæð rýnihópanna og innbyrðis samsetning þeirra gæti einnig haft áhrif á niðurstöðurnar. Við gerð rannsóknarinnar var fyrsti höfundur hjúkrunardeildarstjóri á slysa­ og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri og gæti í ljósi þess hlutverks haft áhrif á svör þátttakenda í rýnihópum. Áhrifin þurfa þó ekki endilega að vera rannsókninni í óhag þar sem nálægð rannsakanda við viðfangsefnið og þátttakendur í rýnihópum gæti hafa stuðlað að dýpri umræðum en ella hefðu orðið. ÁLYKTANIR Sjúkrahúsið á Akureyri er lítil stofnun sem gegnir stóru hlutverki í heilbrigðis­ og almannavarnakerfi landsins. Læknar eru fáir og við virkjun viðbragðsáætlunar geta hlutverk millistjórnenda fallið í hlut almennra starfsmanna sem ekki eru til þess þjálfaðir. Nauðsynlegt er að skilgreina hvaða stjórnunarhlutverk eru mikilvæg í viðbragðsáætlun og sjá til þess að verkefni þeirra séu skilgreind. Allir starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri þurfa að hafa grunnþekkingu á eigin hlutverki samkvæmt viðbragðsáætlun, þekkja það verklag sem viðhaft er og geta starfað samkvæmt áætluninni. Þjálfun í teymisvinnu þykir góð leið til þess að þjálfa bæði hinn almenna starfsmann og stjórnendur. Nauðsynlegt er að sammælast um þjálfunar­ og hæfniskröfur til stjórnenda og tryggja þjálfun við hæfi. Þjálfun starfsmanna sem þurfa að vera sérhæfðir til starfa í kjölfar stórslysa og hamfara verður líklega aldrei raunhæf á minni sjúkrahúsum þar sem slíkir viðburðir eru ekki hluti af þeirra daglega vinnuumhverfi. Kennsla og þjálfun verður því að verða þáttur í daglegu starfi ásamt því að æfa einstaka verkþætti með skrifborðsæfingum eða einföldum hermiæfingum. Gagnlegt væri að laga viðbragðsáætlunina að smæð og viðbragðsgetu Sjúkrahússins á Akureyri með því að gera í henni ráð fyrir sértækum aðgerðum við stærri slys án þess þó að yfirstjórn og almannavarnir þurfi að hafa afskipti af málinu. Ákveðið ferli færi þannig í gang ef fjöldi slasaðra fer yfir ákveðið viðmið og unnið væri eftir sambærilegu kerfi og ef um stærri atburði væri að ræða. Viðbragð við stórslysi yrði þannig þekkt og auðveldara yrði að skipta yfir í hamfaraviðbragð sköpuðust aðstæður til þess. LOKAORÐ Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir stóru hlutverki í almannavörnum sem annað aðalsjúkrahús landsins. Atburður þarf ekki að vera stór til þess að hann verði sjúkrahúsinu ofviða og því er áríðandi að bæði stjórnendur og almennir starfsmenn skilji og þekki eigið starfshlutverk. Nauðsynlegt er að stofnunin skilgreini lykilhlutverk starfsmanna og nauðsynlega hæfni ásamt því að velja þjálfunar­ og kennsluleiðir sem henta tilefni og aðstæðum. Þjálfun má ekki einskorðast við viðamiklar stórslysaæfingar á margra ára fresti. Kennsla og þjálfun til starfa í kjölfar stórslysa og hamfara þarf að verða hluti af daglegu starfi með skipulögðum hætti til þess að starfsmenn verði tilbúnir þegar á reynir. HEIMILDIR Burstein, J. (2006). The myths of disaster education. Annals of Emergency Medicine, 47 (1), 50­52. Chapman, K., og Arbon, P.A. (2008). Are nurses ready? Disaster preparedness in acute settings. Australasian Emergency Nursing Journal, 11 (3) 135­144. Conlon, L., og Wiechula, R. (2011). Preparing nurses for future disaster ­ the Sichuan experience. Australasian Emergency Nursing Journal, 14 (4), 246­250.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.