Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201438 ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar og læknar gegna mikilvægu hlutverki í kjölfar hamfara og stórslysa en geta þó verið illa undirbúnir til slíkra starfa. Reynslubundin þekking er lítil og tækifæri til náms og þjálfunar því nauðsynleg. Íslenskar rannsóknir um efnið eru fáar ef nokkrar og því er mikilvægt að byggja upp fræði legan grunn þar sem horft er til íslenskra aðstæðna. Tilgangur rannsóknarinnar: Að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri til viðbragðsgetu stofnunarinnar í kjölfar stórslysa og hamfara, að lýsa sýn þeirra á eigið starfshlutverk og kanna viðhorf þeirra til teymisvinnu, þjálfunar og hæfni til starfa í kjölfar stórslysa og hamfara. Rannsóknaraðferð: Notuð var eigindleg aðferð með rýnihópum. Þátttakendum (n=17) var skipt í fjóra 3­5 manna rýnihópa sem valdir voru með tilgangsúrtaki úr hópi hjúkrunarfræðinga og lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viðtölin voru greind með eigindlegri innihaldsgreiningu. Helstu niðurstöður: Hjúkrunarfræðingar og læknar Sjúkrahússins á Akureyri hafa litla reynslu af störfum í kjölfar stórslysa og hamfara og æfingar eru fátíðar. Starfshlutverk eru ekki alltaf skýr en starfsmenn geta þurft að sinna störfum sem þeir gegna ekki venjulega. Skilgreina þarf betur hlutverk stjórnenda og þjálfa starfsmenn í það hlutverk. Hæfni til daglegra starfa nýtist til starfa í stórslysum og hamförum en nauðsynlegt er að bæta hæfni í stjórnun, samvinnu og til að vinna sérhæfð verk. Reglulegar æfingar eru mikilvægar, gjarnan í formi stórslysa­ eða verkþáttaæfinga. Ályktanir: Lítil sjúkrahús þurfa að taka tillit til stærðar sinnar við gerð viðbragðsáætlana og gera í þeim greinarmun á eðli og alvarleika atburða. Hlutverk starfsmanna þarf að skýra og skil­ greina og þá þarf að þjálfa. Góð almenn starfshæfni nýtist við störf í kjölfar stórslysa og hamfara en sértæka hæfni þarf að þjálfa. Þjálfun þarf að vera regluleg og hana má efla með því að tengja hana inn í daglegt starf. Sérstaka áherslu ætti að leggja á þjálfun stjórnenda sem og á þjálfun í teymisvinnu. Lykilorð: Stórslys, hamfarir, menntun, starfshæfni, starfshlutverk. INNGANGUR Starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hafa enn ekki þurft að takast á við meiri háttar stórslys eða hamfarir en samkvæmt nýlegri áhættuskoðun almannavarna blasa hætturnar víða við. Raunveruleg hætta er á stórslysum í tengslum við eldgos og snjóflóð en áþreifanlegasta hættan felst í stigvaxandi straumi ferðamanna um svæðið, hvort sem það er með flugi, skemmtiferðaskipum eða langferðabílum (Ríkislögreglustjórinn, 2011). Bakgrunnur Í íslensku talmáli er orðið hópslys yfirleitt notað jöfnum höndum um stórslys og hamfarir og því ágætt að byrja á því að skilgreina þessi hugtök. Stórslys er hér notað um bráða og ófyrirséða atburði sem Hulda Ringsted, Sjúkrahúsinu á Akureyri Árún K. Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri ERUM VIÐ TILBÚIN ÞEGAR Á REYNIR? VIÐBRÖGÐ Í KJÖLFAR HAMFARA OG STÓRSLYSA ENGLISH SUMMARY Ringsted, H., and Sigurdardottir, A.K. The Icelandic Journal of Nursing (2014), 90 (3), 38-45 ARE WE READY WHEN NEEDED? Background: Nurses and doctors play an important role after disasters and mass casualty incidents but they are often ill prepared for those roles. Experience­based knowledge is lacking but opportunities for education and training are needed. Few if any Icelandic studies on this topic exist and it is therefore important to build a knowledge base that takes into account the Icelandic environment. Purpose: To explore the views of nurses and doctors at Akureyri Hospital on the ability of the institution to respond to mass casualty incidents and disasters. Furthermore, to capture and describe their views, regarding their professional roles’, attitudes towards teamwork, training and competence, when dealing with such incidents. Method: A qualitative focus group method was used. The members (n=17), in four focus groups of three to five members, were chosen through purposive sampling of doctors and nurses at Akureyri Hospital. The interviews were analyzed according to qualitative content analysis. Results: Nurses and doctors at Akureyri Hospital have little experience working with mass casualty incidents and disasters and training is infrequent. The perception was that their professional roles were not always clear and staff members may have to work on tasks they have no experience with. The administrative role needs to be more clearly defined and the staff needs better training. Skills in daily routines are applicable in cases of mass casualty incidents and disasters but it is necessary to improve administrative skills and teamwork. The importance of regular training of mass casualty incidents and training of skills were emphasized. Conclusion: Small hospitals need to take into account their size when organizing emergency plans and discriminate between incidents according to type and seriousness. Professional roles need to be clarified, defined and trained. Good general practice skills are useful when working with disasters and mass casualties but specific skills need to be trained. Training should be regular and can be increased by linking the training into the daily work. Particular emphasis should be on administrative training and on teamwork training. Key words: Mass casualty incidents, disaster, education, professional competency, professional role Correspondance: huldari@fsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.