Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 39 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER krefjast skjótra viðbragða en hægt er að ráða fram úr vandanum með þeim mannafla, tækjum og búnaði sem sjúkrahús hefur yfir að ráða (Gebbie og Qureshi, 2002). Í kjölfar stórslysa þarf yfirleitt að kalla til fleira starfsfólk en venjulega og fjöldi slasaðra sem kemur á sjúkrahúsið á stuttum tíma er það mikill að öll venjuleg starfsemi raskast (De Jong o.fl., 2010; Roccaforte og Cushman, 2007). Hamfarir má hins vegar skilgreina sem ófyrirséðan atburð sem felur í sér svo alvarlega ógn að öll starfsemi sjúkrahússins raskast. Starfsmenn geta ekki leyst úr vandanum án utanaðkomandi aðstoðar og því reynir á almannavarnakerfi landsins og samskipti við aðra viðbragðsaðila. Hamfarir geta meðal annars haft áhrif á samgöngur og fjarskipti sem og á allt heilbrigðiskerfið (Gebbie og Qureshi, 2002; Duong, 2009; Roccaforte og Cushman, 2007). Almannavarnir eru samnefnari viðbragða og úrræða þegar hættu­ og neyðarástand skapast í íslensku samfélagi. Almanna­ varnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út sniðmát sem viðbragðsaðilar eins og sjúkrahús eiga að vinna viðbragðs­ áætlanir sínar eftir (ríkislögreglustjórinn, e.d.). Viðbragðsáætlun er verkáætlun sem unnið er eftir þegar sjúkrahús eða heilbrigðisstofnun þarf að taka á móti fjölda slasaðra eða sjúkra á stuttum tíma. Í viðbragðsáætlun er yfirleitt vandlega útlistað stjórnskipulag, verkaskipting, samskipti og fjarskipti, ásamt útskýringum á hlutverkum hverrar einingar innan stofnunar. Þar er einnig gerð grein fyrir móttökugetu sjúkrahússins en sú geta samsvarar í raun þeim fjölda sjúklinga sem sjúkrahúsið getur sinnt með þeim búnaði og mannafla sem er tiltækur á hverjum tíma (Roccaforte og Cushman, 2007). Afar sjaldgæft er að atburðir séu þrepaskiptir í viðbragðsáætlunum, þ.e. að tekið sé tillit til þess að atburðir geti verið misstórir og misalvarlegir (Manley o.fl., 2006), en samkvæmt Roccaforte og Cushman (2007) er gagnlegt að huga að móttökugetu í samhengi við eðli og umfang atburða. Algengt er að höfuðáhersla sé lögð á gerð viðbragðsáætlana ásamt skráningu á viðbragðsgetu en lítil áhersla lögð á að undirbúa starfsfólk með kennslu og þjálfun (Duong, 2009). Sjúkrahúsið á Akureyri er með viðbragðsáætlun sem var endurskoðuð samkvæmt sniðmáti frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra árið 2011. Í viðbragðsáætluninni er fjallað um þrjú mismunandi háskastig og lýsingar eru á aðgerðum fyrir hvert þeirra en ekki er skýrt tilgreint hversu stór atburður þarf að vera til þess að áætlunin sé virkjuð. Fram kemur þó að sjúkrahúsið telur sig geta tekið við tveim mjög alvarlega slösuðum einstaklingum, fimm til sex alvarlega slösuðum auk fjölda lítið slasaðra (Sjúkrahúsið á Akureyri, 2011). Í ljósi smæðar Sjúkrahússins á Akureyri má gera ráð fyrir því að ekki þurfi mjög stóran atburð til þess að hann verði stofnuninni ofviða. Á þeim tíma sem rannsóknin var gerð höfðu fáar æfingar á viðbragðsáætlun verið haldnar en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hélt síðast stórslysaæfingu á Akureyri vorið 2005. Sjúkrahúsið var þó þátttakandi í sænskri stórslysaæfingu sem fór fram á Akureyri haustið 2009. Helstu vankantar þeirrar æfingar voru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem hafa sýnt að samskiptum og samhæfingu sé verulega ábótavant í stórslysum og hamförum og að þeim þætti þurfi að gefa sérstakan gaum í kennslu og þjálfun (De Jong, o.fl., 2010; Kaji, Langford og Lewis, 2008; Manley o.fl., 2006). Heilbrigðisstarfsmenn verða að vera undir það búnir að taka þátt í móttöku og meðferð fjölda slasaðra eða bráðveikra í kjölfar stórslysa eða hamfara. Reynslu skortir þó yfirleitt á þessu sviði og heilbrigðisstarfsmenn verða því að fá tækifæri til náms og þjálfunar. Þjálfun leiðir til betri skilnings á eigin hlutverki, eflir sjálfsöryggi og eykur þar með getu heilbrigðisstarfsmanna til starfa við erfiðar og óvæntar aðstæður (Duong, 2009; Hammad, Arbon og Gebbie, 2011). Séu starfsmenn vel þjálfaðir til daglegra starfa nýtist hæfni þeirra til starfa í kjölfar stórslysa og hamfara (Duong, 2009; Riba og Reches, 2002). Skipulag í daglegu starfi þarf að vera einfalt og skýrt en jafnframt sveigjanlegt þannig að hægt sé á einfaldan máta að útfæra það við stórslys og hamfarir (Burstein, 2006). Í stórslysum og hamförum ætti verksvið starfsmanna að vera sem líkast því sem það er venjulega, að starfsmenn séu í hlutverkum sem þeir þekkja og eru vanir (De Jong o.fl., 2010; Kim o.fl., 2000; Riba og Reches, 2002). Síðustu ár hafa verið settar fram ýmsar kenningar um það hvaða hæfni heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa til að geta starfað í kjölfar stórslysa eða hamfara (Gebbie og Qureshi, 2002; Hsu o.fl., 2006; Subbarao o.fl., 2008). Yfirleitt eru þessar hæfniskröfur miðaðar við ákveðna starfshópa eða ákveðið umhverfi eða stofnun og skortir þverfaglegan sveigjanleika. Hæfniskröfur fyrir stjórnendur skortir tilfinnanlega (Subbarao o.fl., 2008). Rannsóknir hafa sýnt að þegar samvinna í teymum er þjálfuð fækkar mistökum, sérstaklega í streituvaldandi aðstæðum (Kaji o.fl., 2008). Samvinna og samskipti eru lykilatriði í vel heppnuðu viðbragði í kjölfar stórslysa og hamfara og má því ætla að þjálfun starfsmanna í samvinnu og samskiptum innan teymis sé mjög mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir slíkt. Stórslys og hamfarir eru sem betur fer fátíð á Íslandi og tækifæri til þjálfunar við raunverulegar aðstæður því ekki mörg. Sú staðreynd gerir það enn mikilvægara fyrir okkur að finna árangursríkar leiðir til þjálfunar og kennslu. Fáar ef nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um hæfni og þjálfun til starfa í kjölfar hamfara og stórslysa. Mikilvægt er að byggja upp fræðilegan grunn þar sem horft er til íslenskra aðstæðna. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi vildu rannsakendur kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri til viðbragðsgetu stofnunarinnar í kjölfar stórslysa og hamfara. Í öðru lagi var tilgangurinn að lýsa sýn þeirra á eigið starfshlutverk ásamt því að kanna viðhorf þeirra til teymisvinnu, þjálfunar og hæfni til starfa í kjölfar stórslysa og hamfara. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: • Hvaða sýn hafa hjúkrunarfræðingar og læknar á SAk á viðbragðsgetu stofnunarinnar í kjölfar stórslysa og hamfara?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.