Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201422 Bronagh Blackwood er írskur hjúkrunarfræðingur og fræðimaður við Háskóla drottningarinnar í Belfast á Norður­Írlandi. Í maí sl. var hún kosin formaður Evrópusamtaka gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Bronagh er mikill áhugamaður um evrópusamstarf gjörgæsluhjúkrunar­ fræðinga og fékk Tímarit hjúkrunar­ fræðinga nýlega tækifæri til þess að spyrja um áherslur hennar í félags­ starfinu. Fráfarandi formaður er Rósa Þorsteinsdóttir en hún hefur tekið þátt í Evrópusamstarfinu frá því fyrir alda­ mót. Bronagh kom inn í stjórn samtaka gjörgæsluhjúkrunarfræðinga 2008 og hafa þær Rósa og Bronagh orðið miklar vinkonur. Nú er Rósa hætt í stjórn en Christer Magnusson, christer@hjukrun.is heldur áfram í vinnuhópi um næstu vísindaráðstefnu sem verður í Valencia 2015. Bronagh lærði hjúkrun á gamla mátann með því að vinna á sjúkrahúsi í þrjú ár. Eftir útskrift vann hún á skurðstofu og á hjartadeild, lengst af í Þýskalandi. Þar lærði hún gjörgæsluhjúkrun og vann við hana í einhvern tíma. Hún sneri svo aftur heim til þess að taka BS­gráðu og lauk kennaranámi í framhaldi af því. Fyrstu árin sinnti hún klínískri kennslu í gjörgæslu­ og hjartahjúkrun og einnig bóklegri kennslu í grunnnámi. „Á þeim tíma var byrjað að tala um að sameina hjúkrunarskólana fimm á Norður­Írlandi og færa upp á háskólastig. Fólk var hvatt til þess að fara í meistaranám svo að ég gerði það og varð eftir námið ein af þeim fyrstu sem fór að vinna í háskólanum. Við vorum þá fjórir eða fimm starfsmenn í hjúkrunardeildinni. Nokkrum árum seinna voru allir hjúkrunarkennarar færðir yfir FRÆÐIMAÐUR OG FORMAÐUR FRÁ NORÐUR­ÍRLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.