Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 2014 35 Mikilvægt er að ákveða fyrst hvað við viljum að umbúðir geri fyrir sárið, t.d. veiti raka, hreinsi upp eða dragi í sig raka. spjald hrygg. Sumar tegundir eru með lím kanti en aðra þarf að festa með einhvers konar festibúnaði, til dæmis filmu eða plástri. Þörungar og trefjar Þörungar og trefjar eru tveir flokkar umbúða sem hafa svipaða eiginleika og eru notaðar við svipuð tilfelli. Þó er aðeins munur á þeim og getur annað hentað betur en hitt við sumar aðstæður. Trefjar (hýdrófíberumbúðir) eru þunnar grisjur gerðar úr karboxímetýlsellulósa sem er úr jurtatrefjum. Þær eru mjög raka drægar og henta þegar sárin eru mikið eða í meðallagi vessandi. Þær veita rakt umhverfi og hvetja til niðurbrots dauðra vefja en vernda jaframt húðina umhverfis sárið. Þegar trefjar blotna verða þær að nokkurs konar geli og falla mjög vel að sárabotninum. Þörungar (alginatar) eru gerðir úr brúnþörungum. Umbúðir úr þeim eru einnig mjög rakadrægar. Þær henta á mikið og í meðallagi vessandi sár og veita rakt sáraumhverfi. Þegar þörungar blotna verða þeir líka að geli en halda þó formi sínu mun betur en trefjarnar og getur það verið kostur í sumum tilfellum. Þörungar innihalda kalsíum og geta því dregið úr minni háttar blæðingum úr sárum. Það er sameiginlegt með trefjum og þörungum að þau henta ekki ef sárin eru of þurr. Ef sárin vessa ekki nógu mikið eða ef umbúðirnar ná að þorna þegar loft kemst að þeim eiga þær það til að festast í sárinu. Í slíkum tilfellum er betra að velja aðrar tegundir umbúða. Hægt er að fá trefjar og þörunga sem plötur í nokkum stærðum og sem tróð sem hægt er að nota í fistla eða göng í sárum. Alla jafna eiga þau að ná aðeins út fyrir sárabarmana, þó ekki of mikið, og er hægt að klippa plöturnar niður í hæfileg form. Ávallt verður að nota aðrar umbúðir eða festibúnað með þörungum og trefjum, oft filmur eða svampa. Rakagel Rakagel er gert úr vatni ásamt bindiefnum og getur hlutfall vatns verið allt frá 30% til 90%. Gel er notað í þurr eða lítið til í meðallagi vessandi sár. Það veitir þeim raka og ýtir undir niðurbrot dauðra vefja og fíbrinskána. Gel getur einnig dregið til sín raka úr sárinu að einhverju leyti en það er mismikið eftir tegundum. Flestar geltegundirnar eru í þykkfljótandi formi og er sprautað ofan í sárið en einnig er hægt að fá rakagel í plötuformi sem hægt er að klippa til svo að henti í grunn sár. Alltaf þarf að nota aðrar umbúðir með rakageli, til dæmis filmu, svamp eða köku. Kökur Kökur (hýdrókollóídar) er gerðir úr karboxí­ metýl sellulósa og ytra byrði úr filmu. Hægt er að nota þær á miðlungsvessandi til lítið vessandi sár. Þetta eru plötur sem eru nær alveg vatns­ og loftheldar. Þær draga í sig sára vessann, mynda gelpoll yfir sárinu og halda því þannig röku og mynda loft firrt umhverfi sem stuðlar að niður broti og húðþekju myndun. Kökur henta einnig vel til að vernda húð sem er undir miklu álagi, til dæmis byrjandi þrýstingssár. Hafa verður þó í huga að kökur draga ekki í sig mikinn vökva í einu. Þær henta því ekki á mikið vessandi sár og þær ætti alls ekki að nota á sykursýkissár. Hægt er að klippa niður kökur eftir þörfum og þær fást einnig í mörgum formum og þykktum sem hentar á mismunandi staði líkamanns. Filmur Filmur eru úr pólýúretani og límast á húðina í kringum sárið. Þær eru vatns­ heldar en hleypa út raka, mismikið eftir tegundum. Þær draga ekki í sig vessa og henta því einar og sér aðeins á lítið vessandi sár. Þær eru mikið notaðar sem festi búnaður með öðrum umbúðum, til dæmis svömpum, trefjum og þörungum. Snertilög Snertilög eru þunn net ýmist úr bómull, sílikoni eða öðrum efnum. Þau eru notuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.