Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2014, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 90. árg. 201436 sem millilag milli annarra umbúða og sjálfs sársins þegar botninn er sérstaklega viðkvæmur. Snertilagið verndar viðkvæman vefinn og kemur í veg fyrir að umbúðirnar festist í honum og rífi hann upp. Þau draga ekki í sig vessa heldur hleypa honum í gegnum sig og má nota þau á lítið til mikið vessandi sár. Umbúðir hafa oft aðra eiginleika en þá sem hér hafa verið taldir upp. Til dæmis geta þær haft bakteríuhamlandi eða bakteríudrepandi eiginleika. Hægt er að fá umbúðir meðal annars með joði, silfri, hunangi eða PHMB en öll þessi efni geta dregið úr vexti baktería án þess að hafa neikvæð áhrif á nýmyndun vefs eða auka sýklalyfjaónæmi. Þessi efni eru þá ýmist í svömpum, þörungum, trefjum, geli, kökum eða snertilögum. Samantekt Umbúðir þurfa að vera bæði einfaldar í notkun og hagkvæmar. Þegar notaðar eru umbúðir sem eru tiltölulega dýrar er mikilvægt að þær séu nýttar vel. Oft er óþarfi að skipta daglega á umbúðum ef þær eru ekki mettaðar af vessa og tolla vel. Sumar tegundir mega vera á sárinu í þrjá daga og aðrar í allt að viku. Umbúðir þurfa þó umfram allt að þjóna hagsmunum þess sem ber sárið. Þess vegna þurfa umbúðir að vera þægilegar og sveigjanlegar og gefa viðkomandi tækifæri til þess að lifa sínu daglega lífi með sem minnstum óþægindum. Eyrún Ósk Guðjónsdóttir er hjúkrunar­ fræðingur á sáramiðstöð á göngudeild skurð lækninga á Landspítala í Fossvogi. Heimildir: Abdelrahman, T., og Newton, H. (2011). Wound dressings: Principles and practice. Surgery, 29 (10), 491­495. Dumville, J.C., O’Meara S., og Bell­Syer S.E.M. (2013). Dressings for treating foot ulcers in people with diabetes: An overview of systematic reviews. Cochrane Database of Systematic Reviews, 4. Doi: 10.1002/14651858.CD010471. Flanagan, M. (2013). Principles of wound management. Í M. Flanagan (ritstj.), Wound Healing and Skin Integrity, Principles and Practice (bls. 66­83). Oxford: Wiley­Blackwell. Schultz, G.S., Sibbald, R.G., Falanga. V., Ayello, E.A., Dowsett, C., Harding, K., o. fl. (2003). Wound bed preparation: A systematic approach to wound management. Wound Repair and Regeneration, 11, S1­S28. Fer fyrir evrópskri rannsóknarstofnun Herdís Gunnarsdóttir, hjúkrunar fræðingur og viðskipta­ fræðingur, var í janúar 2014 kjörin formaður stjórnar nýrrar Evrópustofnunar um rannsóknir í hjúkrun (European Nursing Research Foundation, ENRF). Evrópusamtök hjúkrunarfélaga (EFN), þar sem Herdís situr nú í stjórn, samþykktu lög fyrir nýju rannsóknarstofnunina í maí 2013. Hjúkrunarfélög frá 34 Evrópulöndum eiga aðild að EFN og ENRF og er EFN málsvari ríflega 6 milljón hjúkrunarfræðinga í Evrópu. Tilgangur ENRF er að efla hjúkrun og hagnýtingu rannsókna í hjúkrun með það að markmiði að hafa áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum innan Evrópusambandsins. Enn fremur sækist ENRF eftir að stjórna verkefni á sviði samhæfðrar heilbrigðisþjónustu og meðferðar fyrir mismunandi sjúklingahópa. Verkefnin eru styrkt af rannsóknarsjóðum í Evrópu undir formerkjum Horizon 2020. Aðrir í stjórn ENRF eru Elizabeth Adams, framkvæmdastjóri faglegrar þróunar hjá írska hjúkrunarfélaginu, Peter Carter, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, og Paul De Raeve, framkvæmdastjóri EFN. Herdís Gunnarsdóttir, MSc, MBA, situr í stjórnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Evrópusamtaka hjúkrunarfræðinga. Dæmi um svampa, þörunga, trefjar og snertilag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.