Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 3 Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkr­ unar fræðinga við flesta viðsemjendur hafa nú verið lausir í rúma 18 mánuði. Sumarið 2008 skrifaði félagið síðast undir samning við ríkið og aðra viðsemjendur í fram haldinu. Þeir samningar náðust á elleftu stundu, kvöldið áður en fyrsta yfir vinnu bann hjúkrunar fræðinga átti að hefjast. Samningurinn var aðeins gerður til níu mánaða en ákvæði hans halda gildi sínu á meðan nýr samningur er ekki undir ritaður og samþykktur af félags­ mönnum. Í umræddum samningi voru gerðar nokkrar breytingar, sú veiga­ mesta að yfirvinnu taxti lækkaði úr 1,0385% af mánaðarlaunum í 0,95% af mánaðarlaunum. Á móti kom að dagvinnulaun hækkuðu að meðaltali um rúm 14% sem fullyrða má að sé einstök hækkun í kjara samningi með svo stuttum gildistíma. Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á vinnutíma hjúkrunarfræðinga frá því samningurinn var gerður, að nú er yfirvinna víða nánast óþekkt, var þessi hækkun dagvinnulauna mikil kjarabót og langt umfram það sem aðrar stéttir fengu sem sömdu um líkt leyti. Öllum ætti að vera ljóst að gerð kjarasamninga við þær aðstæður, sem nú eru uppi hér á landi, verða snúnir. Kaupmáttur launa hefur lækkað verulega, öll útgjöld heimilanna hafa hækkað hvort heldur er vegna afborgana af lánum eða kaupa á nauðsynjavöru, skattar hafa hækkað og áfram mætti telja. Vinnuálag hjúkrunarfræðinga hefur enn aukist í þeirri miklu hagræðingu sem gengið hefur yfir heilbrigðisþjónustuna. Í launakönnun, sem SFR stéttarfélag í almannaþágu gerði nýverið, kemur fram að launamunur milli þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði og þeirra sem starfa í almannaþjónustu hefur aukist og er nú 18% starfsmönnum í almannaþjónustu í óhag. Könnunin leiðir jafnframt í ljós að heildarlaun VR félaga hækkuðu um 4,6% á síðasta ári samanborið við 1,6% hjá SFR. Ofan á þetta allt bætist að stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekkert svigrúm sé til launahækkana og að stjórnendum heilbrigðisstofnana og annarra opinberra stofnana verði gert að hagræða um 5–10% á næsta ári. Eftir margra ára hagræðingu í heilbrigðiskerfinu, þar sem búið er að skera af allt sem hægt er að skera og þar sem laun eru alla jafna um 70% af rekstrarkostnaði, er ljóst að enn meiri hagræðing næst ekki nema með uppsögnum starfsmanna. Það er því ekki að undra að flestir þeirra sem nú standa frammi fyrir því að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna stéttarfélaga telja að fram undan séu einir erfiðustu samningar sem lengi hafa verið gerðir. Það þýðir hins vegar ekkert að láta hugfallast. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmenn og öflug stétt sem með samstöðu getur náð langt. Þegar þetta er skrifað hefur samninganefnd félagsins átt einn fund með Samninganefnd ríkisins. Gildistími verðandi kjarasamnings ræður miklu um áherslur í kröfugerð félagsins. Trúnaðarmenn og stjórnir svæðis­ deilda hafa þegar safnað fjölda hug­ mynda og ábendinga sem munu nýtast samninganefnd félagsins vel. Það er mikill ávinningur af því að sem flestir félagsmenn taki þátt í undirbúningi kjarasamninga og komi hugmyndum og tillögum á framfæri við trúnaðarmenn á hverjum stað. Kjarasamningar félagsins þurfa að taka mið af því hversu fjölbreyttur og á ýmsan hátt ólíkur starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga er. Því betri og almennari sem þátttaka félagsmanna er í mótun kröfugerðar félagsins og því meiri stuðningur sem samninganefndin fær því meiri líkur eru á góðum árangri sem sæmileg sátt getur ríkt um. Einn þátturinn í undirbúningi kjara samn­ inganna er gerð kjarakönnunar meðal hjúkrunar fræðinga. Könnunin verður gerð á vefsvæði félagsins í byrjun nóvember. Um sam bærilega könnun verður að ræða og gerð var í fyrra haust. Þannig fást meðal annars upplýsingar um breytingar á launakjörum hjúkrunarfræðinga milli ára. Því miður var þátttaka í launakönnuninni í fyrra ekki nógu góð og því skora ég á félagsmenn að gera betur nú. Við berum sameiginlega ábyrgð á kjörum stéttarinnar og því verða allir að leggja sitt af mörkum til að sem bestur árangur náist í kjarasamningunum. Það verður aldrei ítrekað nógsamlega hversu mikilvægt það er að hver og einn félagsmaður þekki kjarasamning félagsins vel og þann stofnanasamning sem unnið er eftir á vinnustað viðkomandi. Hver og einn hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á að sækja sér þær kjarabætur sem mögulegar eru í stofnanasamningum og að um hver mánaðamót séu greidd laun í samræmi við vinnuframlag og kjarasamninga. Þetta á ekki hvað síst við þegar reynt er að halda útgjöldum heilbrigðisstofnana í algjöru lágmarki. Hjúkrunarfræðingar þurfa að gaumgæfa hvern launaseðil svo tryggt sé að greitt sé í samræmi við vinnutíma, að frítökuréttar sé gætt og þar sem við á að vinnuskyldubanki sé réttur hverju sinni. Þær breytingar voru gerðar á aðalfundi FÍH síðastliðið vor að sviðstjóri kjara­ og réttindasviðs félagsins er nú formaður samninganefndar. Formaður og stjórn félagsins með fulltrúum fag­ og svæðis­ deilda sitja í samninganefndinni, auk fimm fulltrúa úr hópi félagsmanna með fulla aðild. Virkni og þátttaka félagsmanna og stuðningur við samninganefndina er það afl sem getur skilað okkur bestum árangri í komandi kjaraviðræðum. Sameinaðir stöndum vér – sundraðir föllum vér. KJARASAMNINGAR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.