Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 17 einkenna sjúklinga því að öllu nærumhverfi þeirra, fjölskyldu og vinum er veitt meðferð eftir því sem við á. Þegar sjúklingar búa við lífsógnandi eða versnandi langvinna sjúkdóma er mikilvægt að meta þarfir sjúklinga og fjölskyldu þeirra og veita almenna líknarmeðferð. Þegar um er að ræða vandamál sem eru illviðráðanleg, svo sem verki eða sálræn vandamál, er haft samband við sérfræðinga í líknarmeðferð, ýmist til ráðgjafar eða meðhöndlunar sjúklings eða einstaka vandamáls. Ég er ekki sérfræðingur í líknarmeðferð en ég hef kynnt mér líknarmeðferð og lesið mér til um árangur meðferðarinnar fyrir ýmsa sjúklingahópa, einkum hjartabilaða. Ég tel líknarmeðferð vera vanmetna í hjúkrun sjúklinga með hjartasjúkdóma á við hjartabilun og langvinna hjartaöng. Á þeim árum, sem ég hef lesið mér til um líknarmeðferð, hef ég margoft spurt sjálfa mig hver munurinn sé á almennri líknarmeðferð og góðri hjúkrun almennt. Munurinn er í raun enginn. Hvers vegna er þá verið að tala um almenna líknarmeðferð þegar innihald Árið 2002 setti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fram þá skilgreiningu að með líknarmeðferð sé ætlunin að bæta lífsgæði sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin eigi jafnframt við snemma á sjúkdómsferlinu, samhliða lífslengjandi meðferð. Skilgreining WHO er höfð að leiðarljósi í nýjum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð en þær voru settar fram í desember 2009. Ég leyfi mér að fullyrða að fyrir marga sjúklingahópa er líknarmeðferð stórlega vannýtt meðferð í íslensku heilbrigðiskerfinu. Í umfjöllun um líknarmeðferð er mikilvægt að gera grein fyrir mismunandi hugtökum innan hennar. Lífslokameðferð á við þegar andlát er talið vera yfirvofandi og meðferðartakmarkanir hafa verið ákveðnar. Líknarmeðferð er mikilvæg í lífslokameðferð og getur verið almenn eða sérhæfð líknarmeðferð. Þegar talað er um sérhæfða líknarmeðferð er átt við meðferð veitta af sérfræðingum í líknarmeðferð á hvaða vettvangi sem er. Almenna líknarmeðferð er einnig hægt að veita á hvaða vettvangi sem er en af hverjum þeim sem koma að umönnun og meðferð sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Í líknarmeðferð er áhersla lögð á heildræna umönnun. Meðferðin tekur til líkamlegra einkenna, menningarlegra, sálrænna og félagslegra þátta, andlegra, trúarlegra og tilvistarlegra þátta og siðferðilegra og lagalegra þátta. Líknarmeðferð byggist á stöðugu mati á ofangreindum þáttum, greiningu vandamála og öflugri meðhöndlun þeirra. Það mætti segja að líknarmeðferð sé gjörgæsla einkenna og vandamála í erfiðum veikindum. Þegar hugmyndafræði líknarmeðferðar er höfð að leiðarljósi er ekki einungis verið að horfa til vandamála og Guðríður Kristín Þórðardóttir, gudridk@landspitali.i meðferðarinnar er sú sama og sjálfsögð þykir í hjúkrun mikið veikra sjúklinga? Ég gef mér að fleiri spyrji þessarar spurningar. Svarið er að finna í mikilvægi gagnreyndrar hjúkrunar. Innan líknarmeðferðar hafa verið gerðar ótal rannsóknir víða um heim og á ólíkum sjúklingahópum. Hugmyndafræði eins og líknarmeðferð gefur ákveðna fyrirmynd að starfsháttum, markmiðum og verklagsreglum. Hún rammar inn ýmiss konar hugmyndafræði sem hafa borið árangur og lögð er áhersla á öguð og árangursrík vinnubrögð. Af sömu ástæðu hefur verið mikið haft fyrir innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á Landspítala þó svo að umhyggja fyrir nánustu aðstandendum og hjúkrun þeirra þyki sjálfsögð. Jafnframt hafa flokkunarkerfin NANDA, NIC og NOC verið notuð í upplýsingasöfnun og skipulagi hjúkrunar víða um heim um margra ára bil til að samræma vinnubrögð og tryggja gagnreynda hjúkrun. Öll finnum við okkur ákveðnar fyrirmyndir til að þróa starfshætti okkar og sú sérfræðiþekking og reynsla, sem hefur orðið til innan sviðs líknarmeðferðar, er góð fyrirmynd að öflugri og heildrænni hjúkrun. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst styrkleikum líknarmeðferðar í hjúkrun mikið veikra sjúklinga og hef hug á að efla almenna líknarmeðferð í hjúkrun hjartasjúklinga. Ég vona að fyrirlestrum, námskeiðum, ráðstefnum og vinnusmiðjum í líknarmeðferð muni fjölga innan stofnana í komandi framtíð. Enn fremur vona ég að sem flestar fagstéttir sjái hag í að sækja í slíka þekkingu til að bæta þjónustu við sjúklingahóp sinn. Ég skora á Ínu Rós Jóhannesdóttur geð­ hjúkrunarfræðing að skrifa næsta þankastrik. ÞANKASTRIK ALMENN LÍKNARMEÐFERÐ Í HJÚKRUN MIKIÐ VEIKRA SJÚKLINGA Líknarmeðferð hefur verið í þróun á Íslandi síðastliðna áratugi eins og víða annars staðar í heiminum. Í upphafi var líknarmeðferð einungis fyrir sjúklinga sem voru með ólæknandi krabbamein og höfðu verki sem erfitt var að ráða við. Nú hefur skilgreiningin fengið víðari merkingu vegna aukinnar reynslu og þekkingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, hjúkrunar­ fræðingur M.Sc., er formaður fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.