Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201010 TVÆR KONUR 2 JÁKVÆÐARNÝJUNGAR Ráðlagt af meltingarlæknum og heilsusérfræðingum Detox Sykurveiðarinn Suco Bloc. 180 töflur. Hentar öllum, stöðvar sykurinn áður en hann verður að fitu. STÖÐVIÐ SYKUR OG KOLVETNI NÝJUNG! BRENNIÐ FITU 30 Days 120 töflur ásamt samnefndu kremi vinnur á appelsínuhúð. 30 Days (120 töflur)ásamt OxyTarm (60 eða 150)töflur gegn kviðfitu gefur 35% meiri virkni. Valin heils uvara ársin s 2008 & B e t r i a p ó t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s Panama og víðar, eldgos í Indónesíu. Það eru rétt átta mánuðir liðnir af árinu og allar þessar hamfarir. Ég hvet alla til að snúa sér til Rauða krossins og taka þátt í þessu starfi, hvort sem það er með vinnu eða fjárstuðningi. Það má ekki gleymast að hörmungar halda lengi áfram að hrjá fólk þar sem hamfarir hafa dunið yfir og löngu eftir að fjölmiðlar hafa hætt að fjalla um þær. Fjárstuðningur skiptir öllu til að halda starfinu áfram,“ segir hún. Ekki hefðbundin leið Margrét, sem er fædd árið 1962, fór ekki hefðbundna leið í hjúkrun. Hún sótti um í gamla Hjúkrunarskólanum þegar hún var nítján ára. Þorbjörg Jónsdóttir, þáverandi skólastjóri, neitaði henni um inngöngu á þeim forsendum að eitthvað vantaði upp á eðlis­ eða efnafræðikunnáttu. „Henni fannst að ég þyrfti að taka einn áfanga til viðbótar. Það var til þess að tíu ára hlé varð á náminu. Ég tók sjúkraliðanám meðfram fjölbrautanámi, eins og algengt er. Þá vann ég sem sjúkraliði á Landspítalanum á gigtar­ og nýrnadeildinni en flutti síðan til Danmerkur og starfaði við fagið þar. Ég byrjaði raunar fyrst að vinna við umönnun í Danmörku þegar ég var sextán ára en ég fór út á hverju sumri og vann í skólafríum á hjúkrunarheimili.“ Margrét bjó á grísku eyjunni Ródos í fimm ár. Hún giftist Grikkja árið 1985 og starfaði sem fararstjóri fyrir Samvinnuferðir – Landsýn í Grikklandi. Hjónabandið entist ekki og Margrét flutti heim. „Mér líkaði vel að búa á Grikklandi. Grikkir eru hlýir og skemmtilegir. Ég lærði að búa til grískan mat hjá tengdamóður minni og ýmsir þeir réttir eru enn ómissandi af matseðlinum heima hjá mér.“ segir Margrét. Margrét á vinkonur á Grikklandi en hún hefur ekki mikið samband við landið nema í gegnum tengdafólk sitt þar. Hún stefnir þó á að fara þangað næsta sumar með dóttur sinni. Frá börnum til aldraðra „Ég var þrítug þegar ég hóf nám í hjúkrun við Háskóla Íslands. Ég útskrifaðist árið 1996 og fór þá að vinna við ungbarnaeftirlit á Heilsuverndarstöðinni en þar hafði ég verið í verknámi. Það var ómetanleg reynsla. Síðan fór ég að vinna sem deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar starfaði ég í tvö ár. Það var góður tími. Mér finnst gott að vera innan um gamalt fólk. Ég starfaði á svokölluðum Frúargangi þar sem einungis voru konur. Gangurinn var nefndur eftir frú Helgu, eiginkonu Gísla Sigurbjörnssonar og móður Guðrúnar, núverandi forstjóra. Mér líkaði vel við heimilisbraginn sem þar ríkti en fannst svo vera kominn tími til að sinna bráðahjúkrun og hóf þá störf á slysa­ og bráðamóttökunni á LSH í Fossvoginum. Eftir eitt ár þar var mér boðið að koma aftur á Grund og taka við stöðu framkvæmdarstjóra hjúkrunar sem ég þáði. Í því starfi var ég í þrjú ár og á sama tíma tók ég diplómanámið í Stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu í Endumenntun HÍ. Þá fór ég aftur á slysadeildina og var þar þangað til ég fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna,“ segir Margrét. Hún fór til Bandaríkjanna árið 2003 í meistaranám í Health Systems Administration við Georgetown háskólann í Washingtonborg. Eftir námið sótti hún um stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þar starfaði hún í tvö ár sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð. „Þá fór ég að huga að heimferð og þá kom starfið á taugalækningadeildinni upp í hendurnar á mér. Þetta er mjög krefjandi en jafnframt ánægjulegt starf. Starfsemin á spítalanum er að breytast mikið þannig að einungis veikustu einstaklingarnir eru lagðir inn. Dag­ og göngudeildir eru nýttar fyrir fólk sem á árum áður hefði verið í innlögn. Við erum með dagdeild taugalækninga sem við höfum verið að efla mikið og flytur í betra húsnæði í næsta mánuði. Sú aðstaða mun bæta þjónustu við skjólstæðinga okkar afar mikið. Sjúklingar, sem koma til okkar, eru með heilaslag, flogaveiki, MS, MND, parkinsonssjúkdóm, úttaugamein og fleiri sjúkdóma frá heila­ og taugakerfi. Þetta eru flóknir sjúkdómar sem þarnast mikillar sérhæfingar í meðferð og hjúkrun. Á deildinni vinnur sterkur og samhentur hópur. Góður kjarni af hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og læknum. Teymisvinnan er mikilvæg þar sem ýmsar fagstéttir koma að meðferðinni. Það sést vel á teymisfundunum okkar sem eru tvisvar í viku en þá bætast við áðurnefndan hóp sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi, talmeinafræðingur, næringarfræðingur og félagsráðgjafi. Það er mjög mikilvægt fyrir sjúklinga okkar að fá endurhæfingu frá fyrsta degi og við leggjum mikla áherslu á hana. Mér finnst mjög gefandi að vinna með þessu góða fagfólki og allir eru tilbúnir til að leggja sig fram um að bæta lífskjör þessara sjúklinga,“ segir Margrét Rögn Hafsteinsdóttir. Tjaldsjúkrahúsið í Port Au Prince.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.