Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 35 breytt vinnulag í sessi. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á sjúkrahúsum erlendis, sýna að erfiðlega hefur gengið að breyta verklagi heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að föstu sjúklinga fyrir skurðaðgerðir. Sjúklingar voru látnir fasta mun lengur á vökva og fasta fæðu en vinnuleiðbeiningar ASA segja til um og algengt var að fasta stæði yfir í 11–14 klukkustundir (Crenshaw og Winslow, 2006; Baril og Portman, 2007; Madsen o.fl.,1998; Shime o.fl., 2005). Löng fasta fyrir skurðaðgerð er gjarnan réttlætt af heilbrigðisstarfsfólki á þá leið að breytingar geti orðið á aðgerðaáætlun og því sé öruggara að láta sjúklinga fasta lengur en skemur. Einnig er hræðsla við að aukin hætta sé á bakflæði samhliða styttri föstu og að fresta þurfi aðgerð fasti sjúklingur í styttri tíma. Vanþekking heilbrigðisstarfsfólks á vinnuleiðbeiningum ASA kemur jafnframt í veg fyrir að unnið sé eftir þeim og erfitt er að fá heilbrigðisstarfsfólk til að breyta verklagi sem á sér langa hefð og virðist skaðlaust fyrir sjúklinginn. Árið 2006 voru unnar verklagsreglur á Landspítala sem byggðust á vinnuleiðbeiningum ASA þar sem mælt var með styttri föstu bæði á fasta fæðu og vökva. Verklagsreglur þessar voru hins vegar ekki innleiddar markvisst og því almennt ekki unnið eftir þeim. Könnun á legudeild Landspítala Vorið 2009 var gerð könnun á því hversu lengi 44 sjúklingar á einni skurðdeild Landspítala föstuðu fyrir aðgerð. Jafnframt var líðan þeirra að aðgerð lokinni könnuð. Í ljós kom að raunveruleg tímalengd föstu fyrir skurðaðgerð var mun lengri en ráðlagt er. Að meðaltali voru sjúklingarnir fastandi, bæði á fasta fæðu og vökva, í 12,3 klukkustundir. Meirihluti þeirra (89%) fastaði í 10 klukkustundir eða meira en fastan var allt frá 8,5 til 19,5 klukkustundar. Að aðgerð lokinni voru sjúklingar spurðir hvernig þeim leið á meðan þeir voru fastandi og var algengast að þeir fyndu fyrir þorsta eða munnþurrki. Niðurstöður könnunarinnar komu ekki á óvart og staðfestu grun okkar um að langvarandi fasta væri algeng á vinnustað okkar. Sú venja að hafa sjúklinga fastandi frá miðnætti, aðfaranótt aðgerðardags, er mjög rótgróin og tekur ekki mið af áætluðum aðgerðartíma sjúklings. Ekki var óalgengt að sjúklingur, sem áætlaður var í aðgerð á hádegi, hefði verið fastandi frá miðnætti kvöldið áður og jafnvel lengur. Það var því ljóst að breytinga væri þörf svo að samræmi væri milli gagnreyndrar þekkingar og verklags á deildinni. Breytt verklag Eftir ofangreinda könnun og athugun á verklagi á skurðlækningasviði Land spítala var ljóst að sjúklingar voru langoftast látnir fasta að minnsta kosti frá miðnætti aðfaranótt aðgerðardags. Vinnulag byggðist á gamalli hefð, vinnu leiðbeiningar ASA voru almennt ekki kynntar innan spítalans og því var ef til vill ekki almenn vitneskja innan hans um að það væri í lagi og betra fyrir sjúkling að fasta í styttri tíma. Þekking var til staðar en henni hafði fram að þessu ekki verið miðlað til starfsmanna og sjúklinga. Greinarhöfundar, undir handleiðslu sérfræðings í hjúkrun á skurðsviði, hófust handa við að breyta vinnuleiðbeiningum varðandi föstu fyrir skurðaðgerð. Í samstarfi við starfsfólk dagdeildar skurðlækninga á Hringbraut og svæfingalækna voru skriflegar leiðbeiningar útbúnar fyrir sjúklinga sem þeir skyldu fá afhentar við undirbúning aðgerðar. Jafnframt voru útbúnar leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sendar voru upplýsingar og bréf til deildarstjóra og yfirlækna, sviðsstjóra og framkvæmdastjóra þar sem leitað var eftir athugasemdum og samþykki þeirra og samráðsfundir haldnir með hjúkrunarfræðingum á innskriftarmiðstöðvum. Leiðbeiningarnar hafa verið kynntar fyrir framkvæmdastjórn, yfirlæknum og deildarstjórum, á málþingi fagráðs hjúkrunar á skurðlækningasviði og víðar og verið samþykktar af framkvæmdastjóra lækninga. Leiðbeiningar fyrir sjúklinga og starfsfólk Í leiðbeiningunum kemur fram að sjúklingar þurfa að fasta á mat í sex klukkustundir fyrir aðgerð en leyfilegt er að drekka tæra drykki (ekki þamba) þar til tvær klukkustundir eru til aðgerðar. Tær drykkur er agnalaus drykkur án fitu, til dæmis vatn, tær ávaxtasafi, te og kaffi (án mjólkur). Gosdrykkir teljast tærir en ekki er mælt með drykkju þeirra því talið er að Tafla 2. Líðan fastandi sjúklinga. Líðan Hlutfall (%) Þorsti/munnþurrkur 39% Svengd 14% Ógleði 20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.