Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 21 Ráðstefna sem þessi gefur gott yfirlit yfir rannsóknir í öldrun og þróunina innan öldrunarfræða og öldrunarþjónustu. Fyrirlestrarnir voru ýmist á sviði hjúkrunarfræði, læknisfræði, sjúkraþjálfunar, sálfræði, líffræði eða félagsþjónustunnar. Hægt var að velja úr rúmlega 200 fyrirlestrum þá þrjá daga sem ráðstefnan stóð og voru fyrirlesarar frá öllum greinum innan heilbrigðisþjónustu við aldraða. Sérstaklega var gaman að sjá að íslenskir fyrirlesarar voru áberandi og má meðal annara nefna læknana Aðalstein Guðmundsson, Jón Snædal og Pálma V. Jónsson. Íslenskir hjúkrunarfræðingar áttu líka fulltrúa meðal fyrirlesaranna og má þar meðal annars nefna Önnu Birnu Jensdóttur, Eygló Ingadóttur, Hlíf Guðmundsdóttur, Kristínu Björnsdóttur, Ingibjörgu Hjaltadóttur og Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur. Stjórn íslenskra öldrunarhjúkrunar fræðinga hefur undanfarið átt í ágætum tengslum við stjórnir dönsku, sænsku og norsku fagdeildanna. Því var ákveðið að bjóða stjórnarmönnum frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi til stutts kvöldverðarfundar á meðan ráðstefnan stæði yfir. Erfiðlega gekk að koma öllum saman en á endanum varð úr að fundurinn yrði á sunnudagskvöldinu eftir setningu ráðstefnunnar. Ingibjörg Þórisdóttir, formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga, og Sigríður Sigurðardóttir, gjaldkeri deildarinnar, voru fulltrúar fyrir Íslands hönd. Frá deild sænskra öldrunarhjúkrunarfræðinga komu Monica Berglund, Anna­Karin Edberg og Helle Wijk formaður sænsku fagdeildarinnar. Frá Danmörku komu Dora Fog formaður, Pia Pedersen, Irmgard Birkegaard, Laila Foged, Jette Pedersen og Elizabeth Rosted, ritstjóri dönsku deildarinnar. Fyrir hönd Noregs mætti Hilde Fryberg Eilertsen formaður norsku fagdeildarinnar. Stjórn íslensku fagdeildarinnar hefur gengið illa að hafa upp á fagdeildum öldrunarhjúkrunarfræðinga í Finnlandi og Færeyjum og ef einhverjir íslenskir hjúkrunarfræðingar geta komið með ábendingar þar að lútandi eru þær vel þegnar. Norrænu löndin eiga margt sameiginlegt, til dæmis það að íbúar þeirra ná háum aldri og öldruðum einstaklingum fjölgar stöðugt. Heilbrigðisþjónustan innan Norðurlandanna glímir við mörg lík viðfangsefni. Í mörgum tilfellum eru lausnirnar líkar en í öðrum tilfellum ólíkar. Það eitt hlýtur að vera góð ástæða til þess að öldrunarhjúkrunarfræðingar frá Norðurlöndunum hittist og styrki tengslin. Við getum líka lært mikið hver af annarri. Á þessum fundi fagdeildanna ræddum við hvaða áhrif alheimskreppan hefur haft á öldrunarþjónustuna innan Norðurlandanna. Einnig ræddum við töluvert um menntunarkröfur starfsmanna innan öldrunarþjónustunnar. Að lokum ræddum við um endurmenntun og þá styrki sem standa hjúkrunarfræðingum til boða til endurmenntunar, til dæmis starfsmenntasjóðina. Niðurstaða fundar okkar var að stjórnir fagdeildanna voru mjög áhugasamar um að halda áfram að hittast og efla samvinnuna enn frekar. Einhugur var um að hittast aftur í tengslum við ráðstefnuna í Kaupmannahöfn 2012 og hlökkum við mikið til að geta tekið þráðinn upp aftur. Sigríður Sigurðardóttir er hjúkrunarstjóri fræðslu- og gæðamála í Mörk – hjúkrunar heimili ásamt því að vera gjaldkeri fagdeildar öldrunar- hjúkrunarfræðinga. Hefur þú nýlega lesið fræðigrein í Tímariti hjúkrunarfræðinga og fjallaði greinin um þitt sérsvið? Þá hefur þú kannski áhuga á að skrifa grein um greinina. Í Tímariti hjúkrunarfræðinga er greinaröð sem við köllum Praxís. Í Praxís­greinum fjalla hjúkrunarfræðingar, sem starfa í klíník, um ákveðna ritrýnda fræðigrein sem hefur áður birst í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Áherslan er á hvernig rannsóknarniðurstöður og almenn umfjöllun greinarinnar tengjast starfi höfundar. Heppileg lengd Praxísgreinar er 1000–1500 orð en hugsanlegt er að birta lengri greinar ef efnið krefst þess. Best er að tala við ritstjóra áður en þú byrjar að skrifa – kannski er einhver nú þegar að skrifa grein um þetta efni. Lastu fræðigreinina? Gott er að hafa eftirfarandi í huga við skrif Praxís-greinar: 1. Hvað er nýtt fyrir mig í fræðigreininni og hvernig tengist það starfinu mínu? Ætti ég að breyta að einhverju leyti því hvernig ég starfa? Hvað væri hægt að nota strax, hvað þarf ég að fá samþykki fyrir, hvað þarf að ræða betur? 2. Hvað í greininni er ég alls ekki sammála um? Hefur þetta verið rætt á mínum vinnustað? 3. Hvað fjallar greinin ekki um? Höfum við sem störfum á þessu sviði hjúkrunar spurningar eða áhyggjur sem þurfti að rannsaka betur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.