Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201044 á meðferðarferlinu, úttekt á skráningu og fræðslu til starfsfólks um meðferðarferlið. Innleiðing var gerð á þremur deildum LSH. Eftir notkun 20 meðferðarferla var úttekt gerð á skráningu í þau ferli. Á heildina litið hefur skráning batnað. Flestum finnst meðferðarferlið vera góður rammi eða skapalón um bestu mögulegu umönnun og meðferð sem veitt er deyjandi sjúklingum og aðstandendum þeirra og hefur ferlið hjálpað starfsfólki að samræma vinnubrögð. „Með notkun ferlisins verður umönnun og meðferð við lífslok mælanlegur þáttur.“ Í ljósi þess hve notkun meðferðarferlis fyrir deyjandi hefur bætt skráningu á þeim deildum, sem þátt tóku í verkefninu og hve jákvæð viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna hafa verið, er mikilvægt að halda áfram að innleiða meðferðarferlið á fleiri deildir og stofnanir. Með aukinni notkun meðferðarferlis fyrir deyjandi sjúklinga má búast við að umfjöllun og þekking starfsmanna á um önnun og meðferð deyjandi sjúklinga aukist og að starfsfólk verði enn hæfara til að sinna þeim og aðstandendum þeirra. Þannig má búast við bættri þjónustu við stóran og viðkvæman sjúklingahóp. Með notkun ferlisins verður umönnun og meðferð við lífslok mælanlegur þáttur. Hægt verður að setja ákveðna gæðastaðla og gera reglulega úttektir á þeirri umönnun og meðferð sem veitt er og skráð er í meðferðarferlið. Með frekari innleiðingu meðferðarferlisins er þess vænst að aukin umræða skapist um mikilvægi góðrar lífslokameðferðar, bætt skráning verði á umönnun og meðferð við lok lífs og þörfum deyjandi sjúklinga verði betur mætt. Einnig er vonast til þess að bætt þjónusta verði við aðstandendur, starfsfólk verði meðvitaðra um mikilvægi þess að veita góða umönnun og meðferð við lok lífs og hæfara að takast á við aðstæður sem þeim þótti jafnvel erfiðar áður. Heimildir: Ásta B. Pétursdóttir (2009). Eflir faglega vitund: Upplifun og reynsla hjúkrunarfræðinga af því að nota meðferðarferlið „Liverpool Care Pathway“ í störfum sínum á líknardeild. Óbirt rannsókn, Háskólinn á Akureyri, heilbrigðis­ vísindadeild. Cull, A., Sprangers, M., Bjordal, K., Aaronson, N., West, K. og Bottomley, A. (2002). EORTC quality of life group translation procedure. Brussels: European Organisation for Research and Treatment of Cancer. Ellershaw, J. (2007). Editorial – Care of the dying. What a difference an LCP makes! Palliative Medicine 21, 365–386. Ellershaw, J. og Wilkinson, S. (2003). Care of the dying: A pathway to excellence. Oxford: Oxford University Press. Gambles, M., Stirzaker, S., Jack, B., og Ellershaw, J. (2006). The Liverpool Care Pathway in hospices: an exploratory study of doctor and nurse perceptions, International Journal of Palliative Nursing, 12 (9), bls. 414–421. Gibbins, J., McCoubrie, R., Alexander, N., Kinzel, C. og Forbes, K. (2009). Diagnosing dying in the acute hospital setting­are we too late? Clinical Medicine, 9 (2),116–119. Jack, B., Gambles, M., Murphy, D., og Ellershaw, J. (2003). Nurses´ perceptions of the Liverpool Care Pathway for the dying patient in the acute hospital setting, International Journal of Palliative Nursing, 9 (9), bls. 375–381. Marie Curie Palliative Care Institute og Royal College of Physicians (2007). National Care of the dying audit­hospitals. Generic report 2006/2007. Sótt 12. janúar 2008 á http:// www.mcpcil.org.uk. Marie Curie Palliative Care Institute og Royal College of Physicians (2009). National Care of the dying audit­hospitals. Generic report 2008/2009. Sótt 6. september 2009 á http:// www.mcpcil.org.uk. McNicholl, M., Dunne, K., Garvey, A., Sharkey, R. og Bradley, A. (2006). Using the Liverpool Care Pathway for a dying patient. Nursing Standard, 20 (38), 46–50. Mullick, A., Beynon, B., Colvin, M., Morris, M., Shepherd, L., Cave, L., Lowell, J., Asmall, N. og Carey, I. (2009). Letter to the edi­ tor – Liverpoool Care pathway carers survey. Palliative Medicine, 23, 571–572. Murphy, D., Bolger, M. og Agar, R. (2007). Best practice for care in the last days of life. Working With Older People, 11 (3), 25–28. Paterson, B., Duncan, R., Conway, R., Paterson, F. , Napier, P. og Raitt, M. (2009). Introduction of the Liverpool Care Patway for end of life care to emergency medicine. Emergency Medicine Journal, 777–779. Sótt 9. nóvember á http://www.emj.bmj.com. Svandís Íris Hálfdánardóttir og Valgerður Sigurðardóttir (2009). Meðferðarferli fyrir dey- jandi – Liverpool Care Pathway. Gæðaverkefni á Landspítala 2006-2009. Óbirt skýrsla. Landspítali. Taylor, A. (2005). Improving practice with the Liverpool Care Pathway, Nursing Times.net, 101 (35), 36. Veerbeek, L., van Zuylen, L., Swart, S., de Vogel­ Voogt, E., van der Rijt, C. og van der Heide, A. (2008). The effect of the Liverpool Care Pathway for the dying: a multi­centre study, Palliative Medicine, 22, 141–155. Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Tími viðskiptavina okkar er dýrmætur. Samkvæmt mælingum í ágúst svaraði þjónustuver MP banka 58% símtala á innan við 5 sekúndum. Svarar bankinn þinn þér á fimm sekúndum? Dagbjört Margrét Pálsdóttir viðskiptastjóri Borgartúni Hafðu samband í síma 540 3200 og skiptu yfir í betri bankaþjónustu. – eins og banki á að vera

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.