Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201036 koltvísýringur auki loftmyndun í maga. Ekki er leyfilegt að nota tóbak eða tyggigúmmí síðustu tvær klukkustundirnar fyrir aðgerð þar sem notkun þess eykur vökvainnihald magans. Jafnframt er sjúklingum ráðlagt að fá sér auka bita og drykk kvöldið fyrir aðgerð til að minnka áhrif föstu á líkamann. Svæfingalæknir metur hvaða lyf eigi að taka að morgni aðgerðardags. Samantekt Sú vinnuregla að láta sjúklinga fasta, bæði á mat og drykk eftir miðnætti, aðfaranótt aðgerðadags er úreld og í engu samræmi við þá gagnreyndu þekkingu sem liggur fyrir. Ekki er stuðlað að aukinni magatæmingu með langvarandi föstu. Þvert á móti getur inntaka tærra vökva, allt að tveimur klukkustundum fyrir aðgerð, minnkað vökvainnihald magans þar sem inntaka örvar magarhreyfingar og þar með tæmingu magans. Styttri fasta skilar sér einnig í betri almennri líðan sjúklinga bæði meðan á föstu stendur sem og að aðgerð lokinni. Anna María Ólafsdóttir og Lilja Ásgeirsdóttir eru hjúkrunarfræðingar með diplómu í hjúkrun aðgerðarsjúklinga og starfa báðar á hjarta- og lungnaskurðdeild á Landspítala. Heimildir American Society of Anesthesiologists (1999). Practice guidelines for preoperative fasting and the use of pharmacologic agents to reduce the risk of pulmonary aspiration: Application to healthy patients undergoing elective proce­ dures. Anesthesiology, 90 (3), 896–905. Baril, P. og Portman, H. (2007). Preoperative fasting: Knowledge and perceptions. AORN Journal, 86 (4), 609–617. Castillo­Zamora, C., Castillo­Peralta, L.A. og Nava­Ocampo, A.A. (2005). Randomized trial comparing overnight preoperative fasting period vs. oral administration of apple juice at 06:00­06:30 am in pediatric orthopedic surgical patients. Pediatric Anesthesia, 15, 638–642. Crenshaw, J.T. og Winslow, E.H. (2006). Actual versus instructed fasting times and associ­ ated discomforts in women having scheduled cesarean birth. Journal of obstetric, gyneco- logic and neonatal nursing, 35 (2), 257–264. Klemetti, S. og Suominen, T. (2008). Fasting in paediatric ambulatory surgery. International Journal of Nursing Practice, 14, 47–56. Klemetti, S. og Suominen, T. (2008). Fasting in paediatric ambulatory surgery. International Journal of Nursing Practice, 14, 47–56. Levy, D.M. (2006). Pre­operative fasting­60 years on from Mendelson. Continuing Education in Anaesthesia, Critical Care & Pain, 6, (6), 216–218. Madsen, M., Brosnan, J. og Nagy, V.T. (1998). Periperative Thirst: A Patient Perspective. Journal of PeriAnesthesia Nursing, 13(4), 225–228. Maltby, J.R. (2006). Fasting from midnight­the history behind the dogma. Best Practice & Research Clinical Anaesthesiology, 20 (3), 363–378. Nicolson, S.C., Dorsey, A.T. og Schreiner, M. (1992). Shortened preanestaetic fasting interval in pediatric cardiac surgical patients. Anesthesia and Analgesia, 74, 694–697. Schreiner, M.S., Triebwasser, A. og Keon, T.P. (1990). Ingestion of liquids compared with preoperative fasting in pediatric outpatients. Anesthesiology, 72, 593–597. Shime, N., Ono, A., Chihara, E. og Tanaka, Y. (2005). Current practice of preoperative fast­ ing: a nationwide survey in Japanese anesthe­ sia­teaching hospitals. Journal of Anesthesia, 19, 187–192. Søreide, E., Eriksson, L.I., Hirlekar, G., Eriksson, H., Henneberg, S.W., Sandin, R. og Raeder, J. (2005). Pre­operative fasting guidelines: an update. Acta Anaesthesiologica Scandinavica, 49, 1041–1047. Søreide, E. og Ljungqvist, O. (2006). Modern preoperative fasting guidelines: A summary of the present recommendations and remaining questions. Best Practice & Research Clinical Anaesthesiology, 20 (3), 483–491. Mynd 2. Ábendingar fyrir starfsfólk varðandi nýjar verklagsreglur.Mynd 1. Fasta fyrir skurðaðgerð, leiðbeiningar fyrir sjúklinga. FASTA FYRIR SKURÐAÐGERÐ Leiðbeiningar fyrir sjúklinga Fasta er mikilvægur hluti af undirbúningi fyrir skurðaðgerð. Tilgangur föstu er að draga úr hættu á bakflæði magainnihalds ofan í lungu meðan á aðgerð stendur. Ráðlegt er að fá sér aukabita og drykk kvöldið fyrir aðgerð til að minnka áhrif föstu á líkamann. Ekki má borða mat síðustu 6 klukkustundirnar fyrir aðgerð.1 2 3 Svæfingalæknir metur hvaða lyf eigi að taka að morgni aðgerðardags. Drekka má tæra drykki (ekki þamba) þar til 2 klukkustundir eru til aðgerðar. Tær drykkur er agnalaus drykkur án fitu, t.d. vatn, tær ávaxtasafi, te og kaffi (án mjólkur). Ekki má nota tóbak eða tyggigúmmí síðustu 2 klukkustundirnar fyrir aðgerð. Fyrirhugaður aðgerðardagur er _________________________. Þar sem nákvæm tímasetning aðgerðar liggur ekki fyrir má ekki borða mat eftir kl 02 að nóttu og ekki drekka neitt eftir kl 06 að morgni aðgerðardags. Skurðlækningasvið LSH 2010 690939 1236705 FASTA FYRIR SKURÐAÐGERÐ Ábendingar fyrir starfsfólk varðandi nýjar verklagsreglur Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingum líður mun betur samhliða föstu ef þeir fá að drekka tæra vökva allt að tveimur klukkustundum fyrir aðgerð og slíkt getur dregið úr ógleði að aðgerð lokinni. Tærir drykkir eru t.d vatn, ávaxtasafi án aldinkjöts, kaffi og te án mjólkur, kolvetnisdrykkir án koffeins svo sem Gatorade, Aquarius eða Leppin. 1 2 3 Hvetjið fólk til þess að fá sér eitt glas af tærum drykk (180-200 ml) þegar vökvafastan hefst, þ.e. 2 klst. fyrir áætlaðan aðgerðartíma. Gosdrykkir teljast tærir, en ekki er mælt með drykkju þeirra því koltvísýringur eykur loftmyndun í maga. Skurðlækningasvið LSH 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.