Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 15 Á síðasta ári gáfu Alþjóðasamtök hjúkrunar fræðinga (ICN) út handbók fyrir þá er sinna sjúkum í heimahúsum. Bókin er byggð á bók Florence Nightingale, Notes on nursing: What it is and what it is not. Eins og fram kemur í titli bókarinnar er hún ekki ætluð hjúkrunarfræðingum heldur er hún frekar stíluð á ófaglærða umönnunaraðila sem annast sjúklinga í heimahúsum. Í aðfaraorðum bókarinnar kemur fram að í bókinni er að finna gagnlegar upplýsingar um hvernig hægt er að sinna daglegum þörfum sjúklinga og styðja þá til frekari sjálfsbjargar. Upphaflega bók Florence Nightingale, Notes on nursing, kom fyrst út árið 1859. Hún var fyrst og fremst skrifuð til upplýsinga fyrir þá sem sinntu sjúkum í heimahúsum. Florence vildi koma þekkingu sinni í hjúkrun til sem flestra sem önnuðust sjúklinga en á þeim tíma var algengast að þeim væri sinnt heima. Í flestum tilfellum voru það konur í fjölskyldunum sem tóku að sér að hjúkra hinum sjúku og því vildi Florence ná til þeirra með ráðleggingar sínar og leiðbeiningar varðandi almenna hjúkrun og umönnun sjúklinganna. Formaður ICN, Hiroko Minami, ritar formála að nýju bókinni. Þar bendir hún á að mikilvægi umönnunaraðila inni á heimilum sjúkra eigi eftir að aukast á Vesturlöndum með fjölgun aldraðra. Gert er ráð fyrir að yfir 25% þjóðfélagsþegna svokallaðra ríkra landa verði eldri en 65 ára árið 2050 en í dag er þessi tala 15%. Sama þróun mun eiga sér stað í Kína og Indlandi. Hún bendir einnig á að víða í veröldinni hafi almenningur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og í þróunarlöndum séu hópar sjúklinga með alnæmi sem ekki fái neina læknis­ eða hjúkrunarþjónustu heldur sé umönnun þeirra fyrst og fremst á hendi ættingja, þá sérstaklega kvenna. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að í Suður­Afríku eru um tveir þriðju hlutar umönnunaraðila konur og nærri fjórðungur þeirra yfir 60 ára að aldri. Því er það skoðun ICN að þessi uppfærða bók, sem byggð er á bók Florence Nightingale, geti komið til góða umönnunaraðilum víða um heim sem sinna sjúkum ástvinum og fjölskyldumeðlimum. Bókin er skemmtilega sett upp. Henni er skipt upp í tíu kafla. Hver kafli hefst á hluta úr kafla bókar Florence, Notes on nursing. Það er gert til að halda á lofti skrifum hennar sem enn þann dag í dag eru í fullu gildi fyrir þá er sinna sjúkum. Þrátt fyrir miklar breytingar í heilbrigðisþjónustu og öllu er lýtur að þekkingu á heilbrigðis­ og sjúkdómafræðum eiga ráðleggingar hennar og þekking á hjúkrun enn við. Þar sem ICN eru alheimssamtök hjúkrunarfræðinga eru innan vébanda þeirra hjúkrunarfræðingar starfandi í löndum þar sem finna má aðstæður ekki ósvipaðar þeim sem uppi voru á tímum Florence Nightingale. Enn er víða erfitt að fá hreint vatn, fullnægjandi skolpræsikerfi, Notes on nursing. A guide for today´s caregivers. Útgefandi: International Council of Nurses, 2009. ISBN: 978­ 0­7020­3423­7. Bókin er 182 bls. heilsusamleg húsakynni, rafmagn, fæði og aðgengi að heilbrigðisþjónustu erfitt ef þá eitthvert svo að eitthvað sé nefnt. Eftir skrif Florence um efnið kemur síðan texti ICN sem ætlað er að uppfæra efnið og bæta inn nýrri þekkingu eins og um eðli sýkinga og meðferð við þeim sem ekki var þekkt á hennar tímum. Í köflunum tíu er fjallað um grunnatriði almennrar hjúkrunar, bæði líkamlega og andlega þætti, og einnig er farið inn á mikilvægi góðrar stjórnunar og skipulag umönnunar. Lögð er áhersla á eftirlit með sjúklingum og hverju þarf að fylgjast með til að geta greint ástand hans. Lögð er áhersla á að umönnunaraðili geti aldrei komið í stað hjúkrunarfræðings eða læknis en hann sé mikilvægur þátttakandi í því hópstarfi sem fagaðilar, umönnunaraðilar og sjúklingur mynda til að geta sinnt þörfum hans og komið honum til heilsu á ný eða veitt honum friðsælan dauðdaga. Í níunda kafla er sérstaklega fjallað um umönnum þeirra sem annast hina sjúku. Þar bendir Florence Nightingale á að þó aðaláherslan í bók sinni sé á sjúklinginn og hvernig eigi að annast hann megi ekki gleyma umönnunaraðilanum. Að fenginni reynslu bendir hún á að álag og streita geti haft slæm áhrif á þann sem sinnir hinum sjúka og því sé nauðsynlegt að viðkomandi hugi að eigin heilsu, annað gæti bitnað bæði á honum sjálfum og sjúklingum. Þessi varnaðarorð eiga ekki síður við í dag. Þessi bók er fyrst og fremst skrifuð fyrir ófaglærða umönnunaraðila sem taka að sér að sinna sjúkum í heimahúsum, þá oftast ættingjum eða vinum. Hún er skemmtileg aflestrar og er einkum gaman að rifja upp hversu Florence Nightingale var mikill og merkilegur fræðimaður og framsýn um allt er varðar heilsuvernd, heilsueflingu og hjúkrun einstaklinga. Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is BÓKARKYNNING SÍGILD BÓK Í NÝRRI KÁPU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.