Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 61
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 57 Ritrýnd fræðigrein upp í tvo hópa eftir fæðingarþyngd: 44 börn voru með fæðingarþyngd 2500 g og yfir og 16 börn með fæðingarþyngd undir 2500 g. Töluverður munur var milli hópanna varðandi lengd meðgöngu og dvalar á nýburagjörgæsludeild og höfðu léttari börnin marktækt styttri meðgöngulengd (p<0,05) og marktækt lengri dvöl á nýburagjörgæsludeild (p<0,05). Búseta og hjúskaparstaða foreldra höfðu ekki marktæk áhrif á brjóstagjöf barnanna hvorki við heimferð né við fjögurra mánaða aldur (p>0,05). Eins og kemur fram í töflu 3 er lengd dvalar á sjúkrahúsi mjög misjöfn milli þátttakenda, eða 1–98 dagar, sem endurspeglar vel dreifingu legudaga á nýburagjörgæsludeild LSH sem var 1–95 dagar árið 2008 (Kristlaug H. Jónsdóttir, 2009). Meðallegutíminn (12 dagar) er sambærilegur meðallegutíma á nýburagjörgæsludeild LSH árið 2004 þegar rannsóknin var framkvæmd eða 12,15 dagar og 12,17 dagar árið 2008 (Kristlaug H. Jónsdóttir, 2009). Brjóstamjólkurgjöf við heimferð Við heimferð nærðust 36 börn (58%) alltaf eða nær alltaf af brjósti og 16 börn, eða 26% til viðbótar, nærðust af blöndu af brjóstagjöf og pelagjöf (tafla 4). Samanlagt voru því 52 börn (84%) sem nærðust að hluta til eða alfarið af brjósti. Fleiri börn fengu þó brjóstamjólk þar sem sum börnin fengu brjóstamjólkina meira og minna úr pela. Í töflu 4 má sjá að 47 börn (76%) nærðust að öllu leyti á brjóstamjólk við heimferð og 16% til viðbótar nærðust að hluta á brjóstamjólk. Þar af leiðir að 92% barnanna nærðust að hluta til eða alfarið á brjóstamjólk við heimferð. Eingöngu fimm börn (8%) nærðust ekkert á brjóstamjólk við heimferð af nýburagjörgæslu. Áhrif fæðingarþyngdar á næringu Ef skoðuð eru áhrif fæðingarþyngdar á næringu sést að 31 barn (70%) af þeim 44 börnum sem höfðu fæðingarþyngd 2500 g eða yfir nærðist alltaf eða nær alltaf af brjósti við heimferð og sex börn til viðbótar nærðust af blöndu af brjóstagjöf og pelagjöf. Á heildina litið voru því 37 af 44 börnum (84%) í þyngri hópnum sem nærðust af brjósti við heimferð. Í hópi barnanna undir 2500 g í fæðingarþyngd voru fimm börn (31%) sem nærðust alltaf eða nær alltaf af brjósti við heimferð auk átta barna sem fengu blöndu af brjóstagjöf/pelagjöf og því voru 13 börn (81%) sem nærðust af brjósti. Þetta sýnir að hlutfallslega fleiri börn með fæðingarþyngd 2500g eða yfir nærðust alltaf eða nær alltaf af brjósti við heimferð heldur en börn með lægri fæðingarþyngd. Munurinn er tölfræðilega marktækur (χ2=9,7; p<0,01). Ef skoðaður er munurinn á brjóstamjólkurgjöf eftir fæðingarþyngd (tafla 4) kemur í ljós að 35 börn (80%) með fæðingarþyngd 2500 g eða yfir nærðust eingöngu á brjóstamjólk og til viðbótar nærðust fimm börn að hluta á brjóstamjólk. Þannig má sjá að 91% þyngri barnanna nærðist að einhverju leyti á brjóstamjólk við heimferð. 11 af léttari börnunum (69%) nærðust eingöngu á brjóstamjólk og 4 börn til viðbótar að hluta og því voru 94% barnanna sem nærðust eingöngu eða að hluta á brjóstamjólk við heimferð. Munurinn á brjóstamjólkurgjöf við heimferð eftir fæðingarþyngd var ekki marktækur (χ2=1,8; p>0,05). Brjóstagjöf/brjóstamjólkurgjöf við fjögurra mánaða aldur Skoðuð var brjóstagjöf barnanna á þeim tímapunkti sem gagnasöfnun fór fram en þá voru börnin að meðaltali 15 vikna gömul (S=±4.1). Þá nærðust 38 af 72 börnum (61%) eingöngu af brjósti og 3 til viðbótar fengu brjóstamjólk að hluta (sjá töflu 5). Öll börnin sem fengu brjóstamjólk á þessum tímapunkti, að þremur undanskildum, komu úr hópi barnanna sem fengu brjóstamjólk alltaf eða nær alltaf af brjósti við heimferð. Þessi þrjú komu úr þeim hópi sem fengu blöndu af brjóstagjöf/ pelagjöf við heimferð. Ekkert barnanna, sem hafði fengið brjóstamjólk eingöngu af pela við heimferð, fékk brjóstamjólk á þessum tíma. Áhrif fæðingarþyngdar á næringu Eins og sjá má í töflu 5 nærast hlutfallslega fleiri börn með fæðingarþyngd 2500 g eða yfir eingöngu af brjósti við fjögurra mánaða aldur en færri hinna léttari barna (68% á móti 44%). Þó er munurinn ekki tölfræðilega marktækur (χ2=3,0; p>0,05). Helmingur léttari barnanna nærðist ekkert á brjóstamjólk við fjögurra mánaða aldur. Ekkert barnanna fékk brjóstamjólk úr Tafla 2. Lýðfræðilegar upplýsingar fjölskyldunnar N Meðaltal (bil) Aldur móður (ár) 62 31 (21­43) Aldur föður (ár) 59 33 (26­48) Systkini (fjöldi) 60 1 (0­4) Hjúskaparstaða mæðra Gift/sambúð 57 92 Einstæð 5 8 Búseta Höfuðborgarsvæðið 50 81 Annars staðar 12 19 < 2500 g ≥ 2500 g Allir (n=16) (n=44) (N=60) n (%) n (%) n (%) Drengir 6 30 (68) 36(60) Fjölburar 6 5 (12) 11 (19) Meðgöngulengd (vikur) 34 39 38 (bil) (28­39) (34­42) (28­43) Meðgöngulengd við 37 40 39 útskrift (vikur) (bil) (35­42) (35­43) (35­43) Aldur við svörun (vikur) 17 15 15 (bil) (9­27) (8­21) (8­27) Fæðingarþyngd (g) 1886 3462 3042 (bil) (824­2485) (2506­4750) (824­4750) Þyngd við svörun (g) 4884 6190 5827 (bil) (3370­7000) (3980­7800) (3370­7800) Lengd dvalar 27 6 12 á sjúkrahúsi (dagar) (bil) (1­98) (1­18) (1­98) Tafla 3. Einkenni barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.