Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 39 Frá heilsuþinginu. krabbamein. Langtímarannsóknir sýna að meðalþyngd fólks fer vaxandi. Offita og aðrir lífsstílstengdir sjúkdómar eru að sliga samfélagið og heilbrigðiskerfi þjóða heims. Alþjóðasamtök hjúkrunarfélaga, ICN, benda á hversu hátt hlutfall dauðsfalla í heiminum eru afleiðingar lífsstílstengdra sjúkdóma. Árið 2004 dóu 17 milljónir manna úr hjarta­ og æðasjúkdómum, um 180 milljónir manna eru nú taldar hafa sykursýki, og áætlað er að 12 milljónir muni látast úr krabbameinum árið 2030. Mikinn hluta þessara sjúkdóma má fyrirbyggja með breyttu og bættu líferni, með heilsusamlegra mataræði, aukinni hreyfingu, og minni notkun á áfengi og tóbaki. Í bók sinni Notes on Nursing, sem fyrst var gefin út árið 1859, segir Florence Nightingale eiginlega allt sem segja þarf varðandi heilsueflingu. Til að halda heilsu þarf hreint loft, almennt hreinlæti, heilsusamlegt fæði, reglulega hreyfingu og nægan svefn og hvíld. Florence bendir einnig á mikilvægi þess að hugsa vel um heilsu þess sem annast þá sjúku og er það megininntak þessa heilsueflingarátaks Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Aldrei of seint að byrja Undanfarið hefur mikið verið rætt um heilsufar kvenna, sérstaklega kvenna af þeirri kynslóð sem oft hefur verið nefnd „Baby Boom“ kynslóðin. Það er fólk sem fætt er eftir síðari heimstyrjöldina eða á árabilinu 1946–1964 og er því á aldrinum 46–64 ára. Einkenni þessarar kynslóðar eru meðal annars að þeir sem henni tilheyra skilgreina sig gjarnan í gegnum starf sitt og raða því fremst í forgang, fram fyrir eigin þarfir og fjölskyldunnar. Þeir mæta í vinnuna sama á hverju gengur og eru tilbúnir til að vinna mikið. Yngri kynslóðir kalla þessa kynslóð gjarnan „vinnualka“ og er það oft réttnefni. Það má því segja að fólk af þessari kynslóð hafi unnið sér til húðar og er því nú að fást við heilsubrest af ýmsum toga. Meðalaldur hjúkrunarfræðinga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga er 47 ár. Fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga á þessum aldri er milli 60–70% félagsmanna. Þetta er stór hópur sem sérstaklega þarf að huga að og hvetja til að hugsa vel um eigin heilsu. Allt sem gert er skilar sér Sex hjúkrunarfræðingar héldu erindi þar sem þeir kynntu niðurstöður rannsókna hver á sínu sviði. Fyrirlestrarnir voru hver öðrum áhugaverðari. Þar kom fram að ábyrgð einstaklinga varðandi eigin heilsu er mikil og sá lífstíll sem hver og einn skapar sér skiptir sköpum varðandi heilsu og vellíðan. Allar rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, sem kynntar voru á áhrifum breytts lífstíls sýna að hversu lítið sem einstaklingur bætir lífsstíl sinn til dæmis með því að auka hreyfingu, bætir heilsu viðkomandi og dregur úr líkum á lífsstílssjúkdómum. Niðurstöður rannsókna Hjartaverndar sýna svo ekki verður um villst að fyrirbyggjandi aðgerðir hafa dregið úr dauðsföllum hér á landi af völdum kransæðasjúkdóma. Með því að efla forvarnarþjónustu gegn lífsstílssjúkdómum meðal almennings má fækka ótímabærum sjúkdómum, minnka lyfjanotkun, fækka innlögnum á sjúkrahús og stofnanir og stuðla að fyrirbyggingu ótímabærs dauða. Til þess að svo megi verða þarf að efla skilning stjórnvalda og vilja þeirra til að leggja fjármagn í fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu. Það þarf einnig að skapa rými fyrir nýsköpun og stórefla samstarf heilbrigðistétta og almennings um leiðir til úrbóta. Þátttakendur voru sammála um að hjúkrunarfræðingar ættu að sinna meira fyrirbyggjandi þáttum, þar með talið lífsstílsfræðslu úti í samfélaginu, á heilsugæslustöðvum og víðar. Mikið er til af alls kyns kennslu­ og fræðsluefni, bæði fyrir fagfólk og almenning, og allnokkur vefsvæði sem leiðbeina um lífsstílsbreytingar. Má þar benda á Lýðheilsustöð, Frjáls.is, Reyklaus.is og Ráðgjöf í reykbindindi. Að lokum Hjúkrunarfræðingar hafa sérfræðimenntun á heilbrigðissviði og vinna með fólki víðs vegar í samfélaginu. Þeir eru fjölmennasta stétt heilbrigðisstarfsfólks sem að mati félagsins eru í lykilaðstöðu til að sinna fyrirbyggjandi þáttum og auka á skilning og vilja skjólstæðinga sinna til að auka eigin heilsueflingu og lífsgæði. Allt frá stofnun Hjúkrunarfélagsins Líknar árið 1915 hafa hjúkrunarfræðingar verið í fararbroddi við innleiðingu heilsuverndar á Íslandi. Því er mikilvægt að þeir sýni gott fordæmi og samfélagslega ábyrgð og efli eigin heilsu svo að þeir geti eftir sem áður hjúkrað, leiðbeint, ráðlagt og stutt skjólstæðinga sína til betri heilsu. Aðalbjörg Finnbogadóttir er sviðsstjóri fagsviðs á skrifstofu FÍH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.