Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Page 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Page 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201048 ár til viðbótar. Vigdís Magnús dóttir vissi af þessu og studdi mig dyggilega í því sem ég var að gera. Það var hún sem gerði mér kleift að efla krabba meinshjúkrun. Þegar ég kom heim var ég ráðin sem deildarstjóri á göngudeild krabbameinslækninga. Síðan hefur bara verið endalaus þróun í krabbameinshjúkrun.“ Margar nýjar deildir opnaðar Göngudeild krabbameinslækninga var fyrsta krabbameinsdeildin á Land spítalan­ um en geisladeildin var í sama hús næði. „Fyrsti útsogsskápurinn þar sem við blönduðum krabbameinslyfin var settur upp á þessari deild. Þetta breytti miklu í allri umgengni við krabbameinslyfin. Fljót lega fóru hjúkrunarfræðingar að gefa þau en áður hafði það verið verk lækna. Það komu heilmargar nýjungar frá Kaupmannahöfn og við vorum í góðu sambandi við hjúkrunarfræðinga á Finsen,“ segir Kristín. Í framhaldinu var ákveðið að opna krabba­ meinsdeild kvenna og Kristín tók að sér að gegna þar deildar stjórastarfinu í nokkur ár þangað til að deildarstarfið var komið í fastar skorðir. Árið 1988 var svo ákveðið að opna krabbameinslækningadeild 11E. „Þetta fannst mér helst standa upp úr á starfsferlinum, að fá að opna sér legudeild fyrir krabbameinssjúklinga þar sem var öðruvísi hjúkrun að okkur fannst. Það voru ekki allir ánægðir með þetta. Margir, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar, börðust á móti og fannst að það ætti ekki að hafa krabbameinssjúklinga saman á deild. En Vigdís hafði trú á þessu verkefni. Þegar taugadeildin flutti þá fengum við að opna þessa deild og ég varð deildarstjóri. Ég þurfti að byrja á að tæma deildina, hún var gerð upp og reynt var að hafa umhverfið þannig að það hentaði krabbameinssjúklingum og aðstandendum þeirra. Skipulagið var byggt á teymisvinnu sem var ekki algengt þá.“ Þessi deild hefur að sögn Kristínar haft mikil áhrif á þróun krabbameinshjúkrunar. Það má segja að deildin hafi verið uppeldisstöð margra hjúkrunarfræðinga sem hafa síðan sérhæft sig í krabbameinshjúkrun. Líknarteymið var stofnað á Landspítala n­ um 1997 og tveimur árum seinna opnaði líknardeildin í Kópavogi. Þar komu mikið við sögu Nanna Friðriksdóttir sérfræðingur í hjúkrun og Erna Haraldsdóttir. Nanna hefur verið helsta samstarfskona Kristínar í gegnum tíðina og Erna er nú doktor í líknandi hjúkrun í Skotlandi. „Við fórum á fjölda funda hjá Oddfellows til að kynna hospice­hugmyndina og það skilaði sér svo í stuðningi þeirra,“ segir Kristín. Alla tíð hafði verið mikil samvinna við hjúkrunarfræðinga í heimahlynningu en hún flutti svo í Kópavog 2006 og varð þá hluti af Landspítala. Mikil gerjun í krabbameinshjúkrun Stefna Kristínar að styðja við menntun starfsfólksins og leyfa því að gera það sem það langar til hefur borið ríkulegan ávöxt. Sérfræðingar í krabbameinshjúkrun eru nú orðnir fimm og umbótaverkefnin í krabbameinshjúkrun ærin. Mörg af þeim verkefnum, sem nú er unnið að á Landspítala í heild, hafa haft uppruna sinn á krabbameinssviðinu. Má þar nefna fjölskylduhjúkrun, fagráð hjúkrunar og líknarmeðferð. Eins og kemur fram í annarri grein í þessu tölublaði hefur einnig verið ákveðið að innleiða meðferðarferli fyrir deyjandi á öllum deildum spítalans. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem hafa sprottið upp úr áhuga starfsfólksins. Það byrjaði þannig að Svandís Íris Hálfdánardóttir kemur og segir við mig að þetta langar mig til að gera. Mér hefur lánast að styðja við verkefni sem hafa síðan verið tekin upp á Landspítala í heild,“ segir Kristín. Mörg önnur verkefni hafa verið unnin á þessum árum síðan fyrsta krabbameins­ deildin var opnuð. Sum þeirra eru enn hluti af daglegu starfi, önnur hafa breyst eða lagst af en sum eru tiltölulega ný. „Að lifa með krabbamein voru mjög vinsæl átta vikna námskeið sem við héldum í samvinnu við Krabbameinsfélagið. Þar fengu krabbameinssjúklingar að hitta fagmenn og ræða ýmis mál tengd krabbameininu. Þessi námskeið voru haldin í mörg ár þangað til Ljósið og ráðgjafarmiðstöð Krabbameinsfélagsins opnuðu og tóku við,“ segir Kristín. Krabbameinsdagbókin hefur nú verið til í fjölda ár og er reglulega endurbætt. Það er bók sem allir krabbameinssjúklingar fá og eru í henni hagnýtar upplýsingar og pláss til þess að skrá meðferð og líðan. Fyrir nokkrum árum var tekin upp stofnfrumumeðferð á Landspítala og er hjúkrunarfræðingur í fullu starfi við að fylgja þessum sjúklingum eftir. Eins er nú hjúkrunarfræðingur sem sinnir móttöku fyrir konur sem eru nýgreindar með brjóstakrabbamein og fylgir þeim eftir þangað til meðferð hefst. Þetta var gert í samvinnu við Samhjálp kvenna. Kristín hefur lagt mikla áherslu á að ýta undir sérhæfingu krabbameinshjúkrunar­ fræðinga en undir þessa sérgrein heyra krabbamein, blóðsjúkdómar, geisla meðferð og líkn. Hún hefur einnig reynt að styrkja fræðimennskuna. „Við höfum alltaf verið meðvituð um að við þurfum að byggja starfið á rannsóknum og það hefur verið vaxandi þáttur í starfinu. Hér skiptir miklu að hafa sérfræðinga í hjúkrun og ég tali ekki um þegar við fengum fyrsta doktorinn í krabbameinshjúkrun, Sigríði Gunnarsdóttur, sem er nú forstöðumaður fræðasviðs krabbameinshjúkrunar,“ segir Kristín. Nýtt starf á nýju sviði Kristín er nú verkefnastjóri á lyflækninga sviði og sinnir verkefnum innan hjúkrunar. Hún situr þó enn í fagráði krabba meins hjúkrunar. „Þó að ég sitji áfram í fagráðinu eru það aðrir sem ráða ferðinni. Ég er fyrst og fremst til stuðnings. Það má segja að ég sé eins konar ráðgjafi. Ég hef alltaf verið stjórnandi og mér finnst mjög gaman að fá tækifæri til þess nú að gefa ráð og þurfa ekki að sitja fyrir svörum varðandi reksturinn.“ Vegna veikinda hefur Kristín einnig tekið að sér að vera mannauðsstjóri tímabundið. „Ég bara vinn þau verkefni sem þarf og sem ég er beðin um. Síðastliðið haust var ég fengin til að aðstoða við að fækka rúmum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.