Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201024 1. Að sýna þurfi fram á að einstaklingnum stafi bráð hætta af að fá að fara sínu fram. 2. Að sýna þurfi fram á að allar leiðir til að leysa málið með öðrum aðferðum, svo sem samstarfi, umhverfisbreytingum o.fl., hafi verið reyndar. 3. Einnig er mikilvægt atriði í lögunum að beita ávallt minnstu mögulegu skerðingu á sjálfræði sem þarf til að einstaklingurinn fái þá hjálp sem hann þarf en vill ekki. Skerðingin á einnig að vara eins stutt og mögulegt er og skal endurskoðast reglulega. Í þeim tilvikum þar sem þarf að nauðungarvista fólk eru dönsku lögin mjög skýr. Það þarf að liggja fyrir læknisfræðilegt mat á að einstaklingurinn sé með verulega og varanlega skerta dómgreind vegna sjúkdóms og um framtíðarhorfur hans. Einnig þarf að liggja fyrir mat á því hvaða umönnunarþarfir viðkomandi hafi og sé líklegur til að hafa í framtíðinni og hvers vegna ekki sé hægt að uppfylla þær á eigin heimili. Þar á meðal þarf að gera grein fyrir því hvað hafi verið reynt til þessa svo sem umhverfisbreytingar á heimilinu, aðstoð, hvíldarinnlagnir og svo framvegis. Sá sem nauðungarvista á fær skipaðan lögmann og einnig fær hann skipaðan forráðamann hafi hann ekki fengið það þá þegar. Forráðamaður getur þó ekki samþykkt flutning fyrir hönd einstaklingsins. Það sem er athyglisverðast við þessa löggjöf – og að sögn Gove og Georges (2001) er löggjöf að þróast í sömu átt víða í Evrópu – er að hægt er að beita skerðingu á sjálfræði að hluta fremur en að svipta einstakling alfarið sjálfræði. Einnig er jákvætt að einstaklingurinn fái talsmann svo og að lögin gera skýra kröfu til að öll önnur úrræði hafi verið reynd. Í þessu samhengi verður að segja að íslensk löggjöf er afar almenn og ófullnægjandi og hvetur engan veginn til þess að starfsfólk í öldrunarþjónustu viti hvernig það á að taka á alls konar álitamálum. Ekki gefa lögin heldur gagnlega leiðsögn til aldraðra sjálfra eða aðstandenda þeirra um rétt þeirra ef þeim finnst á sér brotið, til dæmis í sambandi við búsetuákvarðanir eða frelsi á stofnun. Við leit á heimasíðum viðkomandi ráðuneyta fannst lítið til frekari leiðbeiningar eða stefnumótunar varðandi sjálfræði aldraðra, þó virðist vinna í þá átt hafa farið af stað í félagsmálaráðuneyti í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Í stefnuyfirlýsingu í málefnum aldraðra frá júlí 2008 segir meðal annars: „Réttur aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfsforræðis verði virtur“ og „Öldruðum standi til boða fjölbreytt val búsetuforma“. Síðar í sama skjali segir: „Greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar­ og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af“. Á heimasíðu félagsmálaráðuneytis er ekki að finna neina texta í framhaldi af þessu og má því miður telja líklegt að þessar áætlanir hafi fallið í skuggann fyrir hinum gífurlegu verkefnum sem bankahrunið skapaði. Vonandi kemur þó brátt röðin að því að leiða áfram þessi jákvæðu áform. Benda má á að hið auðmýkjandi vasapeningafyrirkomulag var lagt af í Danmörku um 1990. „Hið auðmýkjandi vasa­ peningafyrirkomulag var lagt af í Danmörku um 1990.“ Þróun búsetu aldraðra á Íslandi Fram yfir miðja tuttugustu öld var algengast að aldraðir einstaklingar byggju á eigin heimili og nytu þar umönnunar uppkominna barna sinna – sem hljómar vel en var sjálfsagt misjafnlega farsælt. Fyrstu nútímaelliheimilin voru stofnuð árið 1922 en öldrunarþjónusta, eins og við þekkjum hana í dag, fór fyrst að þróast á síðari hluta aldarinnar vegna vaxandi útivinnu kvenna, aukinnar þéttbýlismyndunar og fleiri þátta sem urðu til að draga úr þýðingu stórfjölskyldunnar (Jón Björnsson, 1996b; Sigríður Sigurðardóttir, 2009). Á þessum tíma var ríkjandi hugmyndafræði um öldrun og aldraða mest lituð af hugmyndum um „áhyggjulaust ævikvöld“ – hugmyndum sem einnig hafa verið tengdar svonefndri hlédrægnikenningu (Jón Björnsson, 1996a; Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, 2008). Samkvæmt þeim hugmyndum voru byggð dvalarheimili víða um land. Síðar, með hækkandi aldri og fjölgun langveikra aldraðra, komu hjúkrunarheimilin. Ríkjandi hugmyndafræði þróaðist í átt frá hlédrægnikenningunni og í stað hennar kom virknikenningin (Jón Björnsson, 1996a; Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, 2008) en henni fylgir sú stefna að aldraðir skuli búa sem lengst á eigin heimili. Því hefur dvalarrýmum mjög fækkað og þjónustuíbúðir að nokkru komið í þeirra stað. Á seinustu árum hefur hins vegar farið vaxandi krafa um að þjónusta við Virkir og sjálfráða öldungar að störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.