Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 19 Nú klæðum við áleggið okkar í gull ...því það á það svo sannarlega skilið frumu meðferð á Land spítala. Hún var í hópi þeirra sem stofnaðu fag deild krabba meinshjúkrunarfræðinga og var um tíma formaður hennar. Þá er Þórunn félagi í evrópskum og norrænum samtökum hjúkrunarfræðinga sem starfa við blóð­ og beinmergsígræðslur og á sæti i vísindanefnd evrópsku samtakanna. Hún á tvö uppkomin börn. „Áhugamál mín utan vinnu eru líkamsrækt eða bara öll hreyfing, argentískur tangó, ítölsk menning og matargerð,“ segir hún. „Ég hef áhuga á að efla sérgreinina, jafnt í klíník og hvað varðar menntun hjúkrunarfræðinga,“ segir Þórunn. „Sjúklinga hópurinn er stækkandi og það vantar fleiri hjúkrunarfræðinga með sérhæfða þekkingu í krabba­ meinshjúkrun. Skortur á hjúkrunarfræðingum er áhyggju efni.“ Staða sérfræðinga í hjúkrun er henni hugleikin. „Félagið þarf að styðja við þróun sérgreina og einnig styðja við sérfræðiþekkingu og eflingu sérfræðinga í hjúkrun og vísindastarfa þeirra.“ Staða heilbrigðismála í heild, niðurskurður og öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar er einnig mikið áhyggjuefni eins og aukin kostnaðarþátttaka sjúklinga. „Víða er fjárhagur fjölskyldna orðinn það aðþrengdur að hætt er við að fólk þurfi að fara að velja hvort það hafi efni á heilbrigðisþjónustu,“ segir Þórunn að lokum. Nú er um eitt og hálft ár síðan 18 manna stjórn tók fyrst til starfa. Elsa B. Friðfinns dóttir, formaður félagsins, segir að í raun hafi fyrsta starfsárið farið í að aðlagast þessum breytingum. Stjórnin er nú tvöfalt stærri en hún var, fundir eru mun sjaldnar og verkefnin eru önnur. Megin breytingin er sú að nú eru nær allir stjórnarmenn fulltrúar ákveðinna hópa, það er svæðisdeilda eða fagdeilda. Þessir fulltrúar hafa komið sér upp samstarfs­ og samráðsvettvangi við stjórnir deildanna sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þannig ættu boðleiðir milli félagsmanna og stjórnar að hafa styst. Elsa nefnir einnig að nú afgreiði framkvæmdaráð öll smærri erindi þannig að stjórnin geti einbeitt sér að stærri málum sem eru á einhvern hátt stefnumarkandi. Hún vonar að með fulltrúum deilda félagsins í stjórn finni hver og einn félagsmaður fyrir því að hann geti haft meiri áhrif en áður var á stefnu og störf félagsins. Þórunn Sævarsdóttir   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.