Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 49 og byggja upp dagdeildir á sviðinu en við þurftum að gera það vegna hagræðingar. Það hefur gengið ágætlega.“ Hún er sátt við að fá að komast aðeins út fyrir krabbameinsgeirann og fá að kynnast bæði nýju fólki og öðrum sérgreinum. „Fá að sjá hvað aðrir hjúkrunarfræðingar eru að vinna frábæra vinnu. Það er mjög gaman. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Nú er ég til dæmis komin á kaf í hjartahjúkrun. Svo er ég líka komin í vinnu við nýja spítalann, ég er í notendahóp og það verður ábyggilega mikil vinna næsta árið. Ég hef líka verið formaður stýrinefndar um skráningu hjúkrunar í tvö ár. Við höfum verið að innleiða rafræna skráningu og það hefur verið mjög spennandi starf. Svo ég hef meira en nóg að gera.“ Horft um öxl Kristín hefur nóg að gera líka utan vinnu­ tímans. „Ég á góða fjölskyldu og þrjú barna­ börn, er nýfarin að spila golf og hef gaman af gönguferðum. Þá hitti ég enn þá gömlu skátafélagana. Samkvæmt 95 ára reglunni get ég hætt að vinna eftir eitt og hálft ár. Ef það er nóg framboð af hjúkrunar fræðingum þá finnst mér það ekki spurning. Ég mun þá bara njóta þess að hætta. Ég verð auðvitað áfram í faginu og mun láta til mín taka á þeim vett vangi. Ég held að ég hætti aldrei að skipta mér af faginu. Innst inni verð ég alltaf krabba meinshjúkrunarfræðingur.“ Kristín segir að það sem stendur upp úr á starfsævinni sé stuðningurinn sem hún fékk þegar hún vildi bæta krabba­ meinshjúkrunina. „Þegar ég fór að tjá mig um að mig langaði til að læra meira um krabbameinshjúkrun og að ég vildi sinna þeim betur sem voru deyjandi á sjúkradeildunum þá var það Vigdís Magnúsdóttir sem ýtti undir og hafði trú á mér og á verkefninu. Það var alveg sama hvað ég minntist á, hún var alltaf tilbúin til þess að styðja mig. Ég hef lært það af henni hvað stuðningur stjórnenda hefur mikið að segja og reynt að tileinka mér þann stjórnunarstíl. Það er í raun það sem nú kallast þjónandi forysta en það er hugmyndafræði sem heillar mig,“ segir Kristín. Hún hefur tekið þátt í að útbreiða þessar hugmyndir á Íslandi ásamt Sigrúnu Gunnarsdóttur og með Vigdísi Magnúsdóttur þangað til að hún kvaddi okkur. „Að fá að mennta sig í því sem maður hefur áhuga á og fá að koma einhverju af því í verk sem maður lærði, það er ómetanlegt. Það mætti kannski hlusta betur á fólk og ýta undir óskir þeirra, það þarf ekki alltaf svo mikið til. Ég er viss um að þannig höfum við öðlast svona marga sérfræðinga í krabbameinshjúkrun.“ Kristín segist vera algerlega sátt við starfsferil sinn. „Mér finnst það svo mikil gæfa fyrir mig að hafa stigið þetta skref, bæði að fara í hjúkrun og sérhæfa mig í krabbameinshjúkrun. Það hefur aldrei liðið einn dagur þar sem ég hef ekki hlakkað til að fara í vinnuna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.