Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 25 aldraða þurfi að vera fjölbreytt og taka mið af þörfum einstaklingsins fremur en að einstaklingurinn þurfi að laga þarfir sínar að fyrirfram tilbúnu kerfi. Samhliða þessu hafa menn bent á að ekki sé hægt að búa til eina stóra kenningu um aldraða þar sem þeir séu jafn margvíslegir og allir aðrir hópar samfélagsins (Jón Björnsson, 1996a). Hjúkrunarheimili eru algengasta form stofnanadvalar aldraðra hér á landi en hvernig eru þau skilgreind? Fyrir skömmu var málaflokkurinn „málefni aldraðra“ sem heild fluttur úr heilbrigðisráðuneyti yfir í félags­ og tryggingamálaráðuneyti. Má líta á það sem lið í þeirri þróun að líta á öldrunarþjónustu sem félagslega aðstoð við tiltekinn samfélagshóp en ekki að öldrun sé skilgreind sem sjúkdómur í sjálfu sér. Hjúkrunarheimilin tilheyrðu hins vegar áfram heilbrigðisráðuneyti og voru þannig skilgreind sem sjúkrastofnanir. Nú áforma stjórnvöld að flytja einnig hjúkrunarheimilin undir það ráðuneyti sem fer með málefni aldraðra. Þetta hefur vakið upp talsverðar umræður og efasemdir og meðal annars verið mótmælt af stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. (Nú er verið að sameina heilbrigðis­ og félagsmálaráðuneyti en það leysir augljóslega hinn formlega vanda þessa máls.) Þetta bendir til þess að það sé nokkuð almennt viðhorf í samfélaginu að hjúkrunarrými eigi að vera sjúkrapláss fremur en búsetuúrræði. Rökin eru þá gjarnan að íbúar á hjúkrunarheimilum séu veikir og þróunin sé að þeir verði veikari. Það er alveg rétt en ekki virðist þó sjálfgefið að heilbrigðisþjónusta á hjúkrunarheimilum þurfi að versna við það að skilgreina þau sem búsetuúrræði, eins og til dæmis FÍH óttast. Færa má að því rök að það sé mikilvægt fyrir lífsgæði þeirra sem búa á hjúkrunarheimili, að það sé heimili þeirra fremur en stofnun og það að skilgreina það sem félagslegt búsetuúrræði sé skref í þá átt. Auk þess er það æskilegt að málefni aldraðra séu á einni hendi. Félagsmálaráðuneytið hefur raunar mótað þá stefnu að öll þjónusta við aldraða færist yfir til sveitarfélaga ekki síðar en 2012. Þetta er í samræmi við óskir til dæmis Landssambands eldri borgara (Margrét Margeirsdóttir, 2007). Sjálfræði á stofnunum Þær kannanir sem hafa verið gerðar um viðhorf aldraðra sýna að þeir óska yfirleitt að dvelja á eigin heimili til æviloka ef heilsa leyfir (Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason, 2004; Sigríður Jónsdóttir, 1997). Reynsla höfundar bendir til að nokkur hópur aldraðra óski fremur að dvelja í umhverfi þar sem nýtur sólarhringsþjónustu þótt þessir einstaklingar séu líkamlega færir til að dvelja heima. Helstu orsakir þess eru öryggisleysi og einmanaleiki. Sama sjónarmið hefur komið fram hjá Vistunarmatsnefnd höfuðborgarsvæðisins (Pálmi Jónsson o.fl., 2010). Hvernig sem þessu er varið er alltaf einhver hópur aldraðra sem þarf á vistun á dvalar­ eða hjúkrunarheimilum að halda. Slíkt skerðir frelsi en einnig geta komið til ýmsar reglur í þjónustuíbúðum eldri borgara sem skerða athafnafrelsi miðað við það sem gera má ráð fyrir í sjálfstæðri búsetu. Til dæmis er algengt að þar sé dýrahald bannað sem má virðast harkalegt þar sem margir telja gæludýrahald mikilvægt fyrir vellíðan aldraðra og fleiri með skerta færni. Í könnun Ástríðar Stefánsdóttur og Vilhjálms Árnasonar (2004) var unnið út frá því að sjálfræði fæli í sér að vera laus undan þvingunum, að þekkja valkosti sína og aðstæður og að breyta í samræmi við eigið gildismat. Jafnframt var sett fram sú tilgáta að þættir eins og skert færni, viðhorf til aldraðra og stofnanareglur gætu ógnað þessu sjálfræði aldraðra sem búa á stofnunum. Í könnuninni svara 40 einstaklingar sem búa í hjúkrunarrýmum á fimm öldrunarstofnunum spurningum sem lúta að þessu. Margt í svörunum endurspeglar það að öldruðum Íslendingum er ekki tamt að gera miklar kröfur, þannig segjast 63% aðspurðra ekki ráða baðtíma né hvort þau fari í kerbað eða sturtu en þegar spurt er hvort viðkomandi myndu vilja ráða meiru um þetta mjög svo persónulega atriði svara 86% því neitandi. Þarfir starfsmanna og stofnana Könnun þeirra Vilhjálms og Ástríðar sýnir að íbúarnir ráða ýmsu um þá þætti sem auðvelt er að sveigja að þörfum stofnunarinnar svo sem fótaferðartíma og svefntíma. Höfundi þessarar greinar finnst raunar líklegt að sjálfræði um þetta atriði hafi aukist mjög á seinni árum þar sem starfshættir í hjúkrun hafa færst í átt að einstaklingshæfðri umönnun í stað verkhæfðrar. Um 1980 var það ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.