Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201016 Eftirmynd af málverkinu hangir nú í Ljósmæðraskólanum. Við hliðina af Þórunni er annað málverk eftir Eggert Guðmundsson en það er af Guðrúnu Magnúsdóttur yfirljósmóður. Þetta fallega málverk fannst á skrifstofu Hovedstadens Sygehusfælleskab í Kaupmannahöfn. Verið var að undirbúa útgáfu bókarinnar „Sygeplejersken i kunsten“ en Dansk Sygeplejeråd gaf hana út 1999. Einhver benti þá á þetta málverk. Enginn vissi hver hefði málað það eða hver fyrirsætan var. En þegar nánar er að gáð sést að hún ber félagsmerki Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. MYNDASAGA Haft var samband við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og á fundi í öldunga­ deild tók ekki langan tíma að leysa gátuna. Fyrirsætan er Þórunn Þorsteins dóttir en hún var 26 ára þegar Eggert Guðmundsson listmálari málaði myndina 1936. Þórunn hafði þá hjúkrað konu Eggerts í einhvern tíma. Sagan segir að Þórunn hafi þurft að fá leyfi yfirlæknis til þess að fara í búningi út í bæ en vinnustofa Eggerts var í miðbæ Reykjavíkur. Þórunn Þorsteinsdóttir var fædd 1910 í Vestmannaeyjum og útskrifaðist úr Hjúkrunarkvennaskólanum 1933. Þegar myndin var máluð vann hún á hand­ lækninga deild á Landspítalanum en 1948 gerðist hún deildarhjúkrunarkona á kvensjúkdómadeild og starfaði þar allar götur síðan. Hún lést 1973. Árið 1976 málaði Eggert Guðmundsson myndina aftur eftir minni og hangir sú mynd nú á fjórðu hæð í Ljósmæðraskólanum. Upphaflega myndin er enn í Kaupmannahöfn. Þorgerður Ragnarsdóttir, þáverandi ritstjóri, skrifaði grein um málverkið í Tímarit hjúkrunar fræðinga 1997, sama ár og fyrirspurn um myndina barst frá Danmörku. Þar kemur einnig fram að Þórunn hefði lánað andlit sitt á styttu af íslenskri hjúkrunarkonu en hana gerði Guðmundur frá Miðdal fyrir 25 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 1944. Félagsmerki Félags íslenskra hjúkrunarkvenna kom útgefendum dönsku listabókarinnar á sporið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.