Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 20108 Rauði krossinn höfðu reist eftir skjálftann á íþróttaleikvangi í úthverfi Port Au Prince. „Þetta var frekar erfiður tími fyrir mig til að fara burt þar sem til stóð að sameina taugadeildina lungnadeildinni í lok júní en það var hluti af sumarlokunum Landspítalans. Það var heilmikill undir­ búningur fyrir þessa lokun og því var þetta viðkvæmur tími til að fara í burtu. Ég ræddi við aðstoðardeildarstjórann hér á taugadeildinni og síðan minn yfirmann og eftir þau samtöl ákvað ég að slá til. Á Haíti var ég síðan beðin um að vera lengur en gat það ekki vegna anna hér heima. Það hefði þó verið ákjósanlegt að halda áfram því starfi sem ég var að vinna að þarna úti. Sex vikur eru of stuttur tími að mínu áliti.“ Hvað blasti við þér þegar þú komst til Haítí? „Ég hafði reynt að undirbúa mig fyrir þessa ferð og velt því fyrir mér hvað myndi taka við. Ég kveið því hvað yrði á vegi mínum frá flugvellinum og að tjaldbúðunum. Ég átti von á að sjá miklar hörmungar og vissi ekki hvernig viðbrögð mín yrðu við slíkum hörmungum. Þegar ég kom út voru 4 mánuðir liðnir frá skjálftanum. Mikil eyði legging blasti við, fólk bjó í skýlum og tjöldum. Það var jafnvel búið að reisa tjöld á umferðareyjum. Á tjaldsjúkrahúsinu sjálfu voru betri aðstæður en ég átti von á,“ segir Margrét enn fremur. Hjálparstarf á íþróttaleikvangi „Tjaldbúðirnar voru á íþróttaleikvangi sem borgarstjórinn í Carrefour hafði eftirlátið Rauða krossinum. Þetta var lokað svæði og var vellinum skipt í tvennt þar sem annars vegar voru tjöld erlendu starfsmannanna, vörulager, eldhús, kamrar og sturtur og hins vegar sjúkratjöld, rannsókn, myndgreiningar og skrifstofur. Þar var meðal annars „public health“­tjald þar sem fólk kom í bólusetningar, mæður komu með nýfædd börn í skoðun og þar fór fram ýmis fræðsla svo sem um hreinlæti og malaríuvarnir. Innfæddir heilbrigðisstarfsmenn sáu um þessa þjónustu. Við hliðina var aðstaða fyrir sálfræðinga sem voru með ráðgjöf, viðtöl og áfallahjálp. Einnig var aðstaða þar sem komið var með skólabörn en þar fór fram fræðsla til að hjálpa þeim að vinna úr því áfalli sem þau höfðu orðið fyrir. Þau fengu líka fræðslu gegnum leik og söng til að læra mikilvægi hreinlætis og um malaríuvarnir. Við innganginn á sjúkrahúsinu var móttökutjald og var þar yfirleitt löng biðröð á hverjum morgni. Þar voru hjúkrunarfræðingar sem mátu hvern einstakling eftir sérstöku kerfi. Sumir þurftu eingöngu á einfaldri ráðgjöf að halda og oft hægt að afgreiða málið án þess að til innskriftar kæmi. Hinir voru skráðir inn og vísað á réttan stað til skoðunar. Alls kyns veikindi hrjáðu fólk; sýkingar í öndunarfærum og kynfærum voru mjög algengar, iðrakveisur, ofþornun, brunar, malaría, slys, ofbeldisáverkar. Þá sáum við ýmsa sjúkdóma, sem voru svo langt leiddir þegar fólkið kom til okkar að ekki var hægt að bjarga svo sem ómeðhöndluð sykursýki, lungnasjúkdómar, ómeðhöndlaður háþrýstingur.Við sáum sár sem fólk hafði fengið sem afleiðingu af skjálftanum en ekki hafði tekist að láta gróa. Stundum þurfti að aflima. Fyrirburafæðingar voru mjög algengar. Verðandi mæður búa við svo erfiðar aðstæður og það hefur beint áhrif á meðgönguna sem lýkur oft með fósturláti, ótímabærri fæðingu eða alvarlegum kvillum hjá bæði móður og barni. Milli 50 og 60 börn fæðast í hverri viku á tjaldsjúkrahúsinu. Á staðnum var einnig apótek þar sem lyfjaafgreiðsla fór fram eftir að læknar höfðu skrifað upp á lyf sem sjúklingar þurftu á að halda,“ segir Margrét þegar hún útskýrir starfsemina á svæðinu. „Þar sem starfsemin er rekin af Rauða krossinum er öll þjónusta ókeypis og því sótti fólk í að koma til okkar í stað þess að leita annað. Á sjúkrahúsinu var tjald fyrir mæðraskoðun og skoðanir vegna kvensjúkdóma. Þá var fæðingardeild, barnadeild, kvennadeild, karladeild og hágæsludeild. Skurðstofan var búin tveimur skurðarborðum. Þá var spítalinn einnig með „mobile clinic“ þar sem heilsugæslustöð var pakkað inn í Land Rover jeppa sem fór með lækna og hjúkrunarfræðinga í úthverfin og þangað sem heilsugæsla var ekki aðgengileg. Þetta er gríðarlega mikilvægt starf því að við náum til fjölda fólks til að bólusetja en án þeirra myndu farsóttir stinga sér niður í jafnbágbornum aðstæðum og verða eftir svona hamfarir.“ Mikið starf eftir „Starfið miðaðist mjög mikið að því að þjálfa hina innfæddu í því að taka yfir starfsemi Algeng sjón í höfuðborg Haítí eftir jarðskjálftann í janúar sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.