Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 63
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 59 Ritrýnd fræðigrein Fáar rannsóknir fundust til samanburðar þar sem nær ekkert hefur verið birt á síðustu 20 árum um framgang brjóstagjafar eftir heimferð af nýburagjörgæsludeildum fyrir utan áðurnefnda rannsókn Flacking og félaga (2003) í Svíþjóð. Niðurstöður þeirra sýna að við fjögurra mánaða aldur nærðust 40% barnanna eingöngu á brjóstamjólk og er það sambærilegt niðurstöðum hér en hlutfallið var 44%. Mikið ósamræmi virðist aftur á móti vera í niðurstöðum hvað varðar fjölda barna sem nærast bæði á brjósti og þurrmjólk úr pela. Í sænsku rannsókninni voru það 23% barnanna en aftur á móti 5% barna í þessari rannsókn. Svo virðist sem að á Íslandi sé blanda af brjóstagjöf og þurrmjólkurgjöf úr pela mjög sjaldgæf hjá börnum af nýburagjörgæsludeild. Annaðhvort er barn alfarið á brjósti eða eingöngu á þurrmjólk úr pela við fjögurra mánaða aldur. Velta má fyrir sér hvort ástæðan sé sú að í fræðslu og stuðningi við nýbakaða foreldra sé einblínt einum of á brjóstagjöf eingöngu. Alltaf hlýtur að vera mikilvægt að barn fái þá brjóstamjólk sem til er þó að hún sé af skornum skammti. Gæti ástæðan verið sú að þær mæður, sem ekki mjólka nægilega mikið fyrir barn sitt, fái ekki nægan stuðning eða leiðbeiningar við að skipuleggja umönnunina og gefist þar af leiðandi upp á brjóstagjöfinni? Þar sem blöndun á pelagjöf og brjóstagjöf virðist ganga í öðrum löndum og hækkar þannig hlutfall barna sem fá brjóstamjólk ætti slíkt hið sama að vera hægt hér á Íslandi. Rannsóknir sýna almenna fækkun barna sem eru á brjósti þegar líður á fyrsta árið og mun færri börn eru eingöngu á brjósti við fjögurra mánaða aldur en á fyrsta mánuðinum (tafla 1). Niðurstöður þeirra tveggja rannsókna um börn af nýburagjörgæslunni, sem gert er grein fyrir hér að ofan, gefa vísbendingar um að einnig eru færri börn eingöngu á brjósti við fjögurra mánaða aldur í þeim hópi. Velta má fyrir sér hvort þróunin yrði önnur ef fleiri mæður nærðu börnin af brjósti við heimferð. Þrátt fyrir að niðurstöður sýni ekki marktækan mun á því hvort börnin nærðust af pela við fjögurra mánaða aldur eftir því hve lengi þau höfðu dvalið á nýburagjörgæslunni er munurinn þó sex dagar. Þeir sem starfa með fyrirburum á nýburagjörgæsludeildum vita að margt getur gerst á þessum tíma þegar kemur að fræðslu, stuðningi, þreki og þroska barns ásamt samveru barns og móður. Rannsóknir hafa bent á að þeim börnum sem farin eru að taka brjóst vel (successful breastfeeding patterns) fyrir heimferð af nýburagjörgæslunni gengur betur að taka brjóst eftir heimferð (Hill o.fl.,1994; Klitchermes o.fl., 1999; Lessen o.fl., 2007). Rannsókn Flackings og félaga (2003) sýnir einnig betri árangur ef börnin fá að dveljast í sérherbergi allan sólarhringinn með mæðrum sínum á sjúkrahúsinu í viku fyrir heimferð. Framangreindir þættir gerast allir fyrir heimferð en margir þættir eru einnig taldir eiga hlut í framgangi brjóstagjafar eftir að heim er komið. Stuðningur er þar talinn lykilþáttur (Meier o.fl., 1993; Spatz, 2004; Meier og Engstrom, 2007). Vanþekking og lítill stuðningur heilbrigðiskerfisins eru einnig taldir hamlandi þættir í framgangi brjóstagjafar (Flacking o.fl., 2003; Meier, Engstrom o.fl., 2004). Frekari rannsóknir á brjóstagjöf fyrir og eftir heimferð eru nauðsynlegar til að auka skilning á því sem hefur áhrif á brjóstagjöf barna á nýburagjörgæslu. Takmarkanir Nokkrar takmarkanir eru á rannsókninni. Ekki var safnað upplýsingum um menntun og félagslega stöðu foreldra í rannsókninni. Vel þekkt er að ákvörðunin um að hafa barn á brjósti tengist félagslegri stöðu og menntun móður (Kaufman og Hall, 1989; Killersreiter o.fl., 2001). Einnig voru upplýsingar um reykingar foreldra ekki tiltækar en reykingar virðast draga úr brjóstagjöf (Bouvier og Rougemont, 1998; María Guðnadóttir, 2004; Hörnell o.fl., 1999; Killersreiter o.fl., 2001). Hluti rannsóknargagnanna byggist á minningum foreldra um næringu barnsins við heimferð. Slíkt gæti verið takmarkandi þáttur en þó hafa rannsóknir leitt í ljós að hægt er að treysta minningum kvenna um brjóstagjöf. Þær eru nákvæmar og ekki háðar þeim tíma sem er liðinn (Bradburn o.fl., 1987). Gildi niðurstaðna fyrir hjúkrunarstarfið Þegar skoðað er gildi niðurstaðna fyrir starf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra eru tvö atriði sem helst standa upp úr og ættu að nýtast til uppbyggingar á betri þjónustu við veika nýbura og fyrirbura á Íslandi. Þau eru eftirfarandi: 1. Ef barn drekkur ekki brjóstamjólk af brjósti við heimferð er líklegra að það sé hætt að fá brjóstamjólk við fjögurra mánaða aldur. Þessar niðurstöður ættu að sýna fram á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar á nýburagjörgæslunni leggi ríka áherslu á fræðslu og stuðning við mæður um að gefa börnum sínum brjóstamjólk af brjósti að einhverjum hluta fyrir heimferð. Ekki er ósennilegt að aukin samvera móður og barns fyrir heimferð myndi auka möguleika á árangri. Huga þarf vel að möguleikum foreldra til að vera samvistum við barn sitt í einrúmi og lengja tímann sem foreldrar geta átt þess kost á að gista með barni sínu fyrir heimferð. 2. Mun færri börn úr þessari rannsókn í samanburði við sænska rannsókn fá brjóstagjöf að hluta með pelagjöf við fjögurra mánaða aldur þrátt fyrir að jafn mörg börn séu alfarið á brjósti í hvorri rannsókn fyrir sig. Heilbrigðisstarfsfólk, sem sinnir þessum fjölskyldum eftir heimferð, þarf að hafa í huga þann möguleika að brjóstagjöf með ábót úr pela sé vel ásættanleg í sumum tilvikum. Ráðgjöf og stuðningur við mæður, sem mjólka barni sínu ekki nóg, er vandasöm vinna og auðvelt er að koma inn hjá mæðrunum óöryggi, samviskubiti og vanmáttarkennd. Brjóstagjöf eingöngu er gott markmið fyrir alla að stefna að. Stundum gengur hún þó ekki og þá hlýtur brjóstagjöf sem hlutagjöf að vera betri en engin brjóstagjöf. Hjálpa þarf mæðrum að vera öruggar og sáttar við það fyrirkomulag. Ofangreindir þættir tvinnast saman og leggja þarf áherslu á mikilvægi stuðnings til foreldra eftir heimferð af nýbura­ gjörgæslu. Sá stuðningur getur hvort sem er verið frá heilsu­ gæsluhjúkrunarfræðingum eða hjúkrunarfræðingum af nýbura­ gjörgæslunni. Mikilvægt er að þeir sem sinna þessu starfi hafi þekkingu á sértækum þörfum þessara fjölskyldna og þeim áhrifum sem dvölin á nýburagjörgæslunni getur haft á brjóstagjöf.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.