Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 23 Forræðishyggjan varðandi aldraða var meiri áður og dæmi um það er að í lögum um málefni aldraðra frá 1989 stóð um mögulega stofnanavistun: „Eftir því sem kostur er skal sjálfsákvörðunarréttur aldraðra í því efni virtur...“, þ.e. lögin gerðu ráð fyrir að sjálfsákvörðunarrétturinn – sem er stjórnarskrárbundinn – gæti upphafist eftir þörfum þegar ákveðnum aldri væri náð. Nýrri útgáfan frá 1999 hefur lagfært þetta og segir skýrt og skorinort að þess skuli gætt að virða sjálfsákvörðunarrétt aldraðra (Ástríður Stefánsdóttir 2004). Búseta og sjálfræði Öldruð kona, sem hafði haft Alzheimer­ sjúkdóm í mörg ár, fékk pláss á hjúkrunarheimili. Þessi fyrirhugaða vistun hafði verið rædd við eiginmann konunnar sem jafnframt var hennar helsti umönnunaraðili. Þegar plássið losnaði fékk hann og uppkomin börn þeirra nokkra daga til að undirbúa flutningana og gera konunni grein fyrir hvað til stæði. Hún brást hins vegar reið við og sá enga þörf fyrir að flytja á hjúkrunarheimili, hafði enda ekkert heyrt um þetta fyrr. Hún fór því nauðug inn á heimilið og var lengi afar ósátt. Hún kenndi manni sínum um, taldi hann hafa skilið við sig og grunaði hann jafnvel um að hafa kynnst annarri konu. Þegar verst var þurfti konan þó nokkra meðferð róandi lyfja, hún grét mikið og var tortryggin. Hún bað í sífellu þá sem hún treysti að útvega sér lögfræðing. Hún benti á að hún væri sjálfráða og að hún ætti bæði íbúðina og bílinn að jöfnu við mann sinn. Hún taldi sjálf að hún væri fullfær um að búa heima en ofmat mjög getu sína eins og algengt er þegar fólk þjáist af heilabilun eða annarri fötlun sem hefur áhrif á dómgreind og innsæi. Það eina sem er sjaldgæft í þessu dæmi er hvað konan veitti öfluga mótspyrnu við þessum fyrirhuguðu flutningum. Það eru oft aðstandendur hins aldraða sem eru gerendur í því að óska eftir varanlegri vistun, ekki síst ef hinn aldraði þjáist af heilabilun eða annarri vitrænni skerðingu í einhverjum mæli. Í könnun Ástríðar Stefánsdóttur og Vilhjálms Árnasonar (2004) kemur fram að 37% aldraðra þátttakenda ákváðu ekki sjálf að flytja á vistheimili og 55% þeirra hefðu viljað búa lengur heima. Aðalástæður flutningsins samkvæmt könnuninni eru heilsuleysi og ákvarðanir barna hinna öldruðu. Í athugun Júlíönu Sigurveigar Guðjónsdóttur (2008) um flutning á hjúkrunarheimili kemur fram að miklu skiptir að hinn aldraði hafi haft einhver áhrif á gang mála og að flutningurinn sé vel undirbúinn og ræddur í fjölskyldu. Þessar rannsóknir benda til að hinn aldraði finni oft fyrir þrýstingi frá umhverfinu og sjái ekki annarra kosta völ. Það er einnig erfitt fyrir aðstandendur að finnast þeir að einhverju leyti vera að þvinga hinn aldraða til að sætta sig við önnur búsetuúrræði en þau sem hann helst kýs. Það er tvímælalaust öllum í hag að koma á þessi mál skipan sem tryggi betur að sjálfsforræði aldraðra sé virt. „Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.“ Stjórnarskrá Íslands Hvernig er þá lögum okkar um þessi mál háttað? Jú, konan sem sagt var frá að ofan hafði alveg rétt fyrir sér: hún hafði fullt sjálfræði og hefði einhver útvegað henni lögfræðing þá hefði komið í ljós að það var ekki heimilt að vista hana á hjúkrunarheimili án samþykkis hennar eða dómsúrskurðar. Í 67. grein stjórnarskrár lýðveldisins Ísland segir skýrt og skorinort: „Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.“ Í 19. grein laga um lögræði (nr. 71/1997) segir: „Sjálfráða maður verður ekki vistaður nauðugur í sjúkrahúsi.“ Slíkur úrskurður hefði þá haft í för með sér sviptingu lögræðis, það er sjálfræði, fjárræði eða hvoru tveggja, og að henni hefði verið skipaður lögráðamaður. Þetta er afar sjaldgæft að sé gert þegar um er að ræða aldraða með heilabilun. Gæðaráð um öldrunarhjúkrun kemur inn á þetta í skjalinu „Áherslur í heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum“ en þar segir um lokaðar deildir fyrir sjúklinga með heilabilun: „Samkvæmt lögum er þó ekki heimilt að loka fólk inni gegn þeirra vilja nema að viðkomandi sé sviptur sjálfræði. Í tilfelli aldraðra með heilabilun hefur það þó verið talin of harkaleg aðgerð að svipta fólk sjálfræði á síðustu mánuðum og árum ævinnar. Því má segja að vistun aldraðra inni á deildum með sérstökum opnunarbúnaði sé á gráu svæði lagalega og skal gert með samþykki ættingja og vitund yfirvalda“ (Gæðaráð öldrunarhjúkrunar, 2008) . Samfara þróun frá forræðishyggju til aukins sjálfræðis hafa margir leitað leiða til að tryggja sjálfræði fólks betur í þeim tilvikum þar sem velferð þess getur verið ógnað sé fulls frelsis gætt, til dæmis í tilviki einstaklings með heilabilun sem er ófær um að sjá um sig heima en vill ekki fara á hjúkrunarheimili. Þannig hafa ýmsar þjóðir reynt að þróa sveigjanlegri löggjöf þar sem hægt er að bregðast við hverju tilviki fyrir sig fremur en að öll inngrip kosti altæka sjálfræðissviptingu (Gove og Georges, 2001, Kapp, 2000). Lengst hafa Danir gengið í þessu efni en löggjöf þeirra, reglugerðir og framkvæmd gengur mjög langt í að tryggja sjálfræði skjólstæðinga og þarf að uppfylla ströng skilyrði áður en gripið er til aðgerða sem skerðir það á nokkurn hátt. Segja má að rauði þráðurinn í löggjöf Dana sé:

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.