Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Síða 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201018 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is NÝJAR Í STJÓRN FÉLAGSINS Fjórar nýjar konur tóku sæti í átján manna stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Hér fáum við að vita hverjar þær eru og hverju þær vilja ná fram í stjórnartíð sinni. Á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga 27 maí sl. voru kosnir fjórir nýir stjórnarmenn. Á aðalfundi 2009 var í fyrsta sinn kosið í stjórn samkvæmt nýjum lögum félagsins. Flestir þeirra sem þá voru kosnir sitja áfram í stjórn. Ekki eru allir stjórnarmenn kosnir á aðalfundinum en aðalfundurinn getur hlutast til um tíu þeirra samtals átján sem sitja í stjórn. Af þeim eru sjö tilnefndir af fagdeildum en þrír bjóða sig fram beint. Formaðurinn er hins vegar kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu og fulltrúar hinna sjö svæðisdeilda eru kjörnir í héraði. Þeir þurfa að endurnýja umboð sitt á næsta ári en í þetta sinn var kosið um fagdeildarfulltrúa. Fagdeildir félagsins tefldu fram átta fulltrúum í sjö sæti. Fjórir voru endurkosnir en þrjú nöfn eru ný. Einnig var kosið í þrjú bein sæti. Þar buðu tveir sig fram aftur og hlutu kosningu en einn fulltrúi er nýr. Áslaug Birna Ólafs dóttir var kosin sem fulltrúi fag deildar heilsu gæslu hjúkrunar fræð inga. Hún er vara formaður fag deildar og vinnur við Heilsu gæslu Kópa vogs þar sem hún er hverfis stjóri í heima hjúkrun. Hún útskrifaðist úr hjúkrun frá HÍ 1987 og lauk meistaranámi 2007 frá Háskólanum á Akureyri. Áslaug Birna er gift Friðbergi Stefánssyni verk­ fræðingi og á tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. Hún hefur verið í stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga síðastliðin tvö ár, var áður í stjórn faghóps skólahjúkrunarfræðinga og var trúnaðar­ maður hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslu Kópavogs í nokkur ár. Í stjórn félagsins segist hún helst vilja vinna að málefnum heilsu gæslunnar, heimahjúkrunar og heilsu­ gæslu hjúkrunarfræðinga. Hún er einnig virk í félagslífinu. „Ég hef áhuga á kórsöng og hef sungið mikið í kórum,“ segir Áslaug Birna. „Ég hef líka áhuga á garðrækt, ferðalögum um Ísland, velferðarmálum og menntun barna og unglinga.“ Herdís Gunnars dóttir er barna hjúkrunar ­ fræð ingur og í hópi þriggja stjórnar manna sem eru ekki full trúar fag­ eða svæðis deilda. Hún vinnur á skrifstofu fram kvæmdastjóra hjúkr unar á Land spítala þar sem hún sinnir ýmsum verk efnum í upplýsinga tækni. Herdís útskrifaðist 1993 og lauk svo meistara námi 2001 og MBA­námi 2009. „Ég gaf kost á mér til starfa í stjórninni þar sem ég hef áhuga á flestu því sem viðkemur hjúkrun. Ég hef fjölbreytta reynslu og menntun í hjúkrun, stjórnun, rekstri og rannsóknum og vil nýta það í störfum mínum fyrir félagið. Ég hef áhuga á öllu því sem snýr að stefnumótandi verkefnum og vil reyna að gera mitt besta til að hafa frumkvæði af því að taka upp mál á vettvangi stjórnarinnar og blanda mér í umræðu um málefni hjúkrunar og umfjöllun um heilbrigðismál í þjóðfélaginu. Ég hlakka til að starfa með öllu þessu reynslumikla fólki hjá FÍH, fá að læra af þeim og vonandi miðla einhverju í leiðinni,“ segir Herdís. Ingibjörg Þóris dóttir er síðan 2005 for­ maður fag deildar öldrunar hjúkrunar­ fræðinga. Hún útskrifaðist 1974 og vinnur hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur. Hún er ritari í stjórn Öldrunar fræðafélags Íslands og situr í Öldrunar ráði Íslands fyrir hönd FÍH. Hún er einnig í samninga nefnd félagsins. Ingibjörg er með diplómu í stjórnun og rekstri í heilbrigðis þjónustu. Hún er gift og á fjögur börn og tvö barna börn. „Í stjórninni vil ég sérstaklega vinna að málefnum sem snúa að hjúkrun aldraðra og heimahjúkrunar, mikilvægi hjúkrunar fræðinga í breytingum og þróun öldrunar og heimahjúkrunar,“ segir Ingibjörg. Sérstök áhugamál hennar utan vinnu eru ferðalög innanlands og erlendis. „Ég kem inn í stjórn FÍH sem full trúi fag­ deildar krabbameins hjúkr unar fræð inga,“ segir Þórunn Sævars dóttir en fag deildin telur 130 félaga. Þórunn útskrifaðist úr Hjúkrunar skóla Íslands 1982, tók seinna sér skipulagt BS­nám og lauk meistara­ námi 2006. Hún hefur tekið sérnám í krabba meinshjúkrun í Kaup manna höfn og er sér fræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabba mein. Þórunn vinnur við stofn­ Ingibjörg Þórisdóttir Herdís Gunnarsdóttir Áslaug Birna Ólafsdóttir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.