Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 47 það hafi verið mikil gæfa. Þar koma hjúkrunarfræðingar, bæði fræðimenn, sérfræðingar í hjúkrun og stjórnendur, saman til þess að setja fram stefnu og forgangsraða til þess að hjúkrunin verði sem best fyrir sjúklingana,“ segir Kristín. „Okkur tókst einnig að stofna til góðs samstarfs við hjúkrunarfræðideild.“ Krabbameinshjúkrunarfræðingurinn „Ég var alltaf ákveðin að verða hjúkrunar­ fræðingur, mig langaði alltaf að hjúkra,“ segir Kristín. Hún byrjaði snemma að reyna fyrir sér á heilbrigðissviðinu, byrjaði að vinna á Hrafnistu 13 ára og síðan í Reykjadal á barnaheimili fyrir fötluð börn. Áður en hún byrjaði í hjúkrunarnámi vann hún á heimavist fyrir fötluð börn í Skotlandi. Þar fékk hún meðal annars að leysa af hjúkrunarfræðing á vakt og lærði ýmis sérhæfð verk eins og að sjá um ristilstóma. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands 1974. „Krabbameinshjúkrun heillaði mig strax. Eftir útskrift var ég fyrst á kvennadeild þar sem voru margar konur með krabbamein. Svo fór ég yfir á prófdeildina mína sem hét þá handlækningadeild 4D. Ég var búin að segja deildarstjóranum að ég mundi einhvern tímann koma og vinna þar. Vigdís Magnúsdóttir bað mig um að fara þangað og aðstoða Jóhönnu Björnsdóttur deildarstjóra sem ég og gerði og tók svo við deildarstjórastöðunni 1976. Þá var ég búin að vinna sem hjúkrunarfræðingur í tvö og hálft ár. Síðan hef ég alltaf verið stjórnandi,“ segir Kristín. Kristínu langaði til að læra meira um krabba ­ meinshjúkrun. Hún sagði deildar stjóra­ stöðunni lausri og fór í Nýja hjúkrunar ­ skólann. Þar fékk hún tæki færi að vinna og ræða við hjúkrunar fræðinga á þeim deildum sem sinntu krabba meinshjúkrun. Það leiddi til þess að hún skrifaði ritgerð um hvítblæði. „Það jók enn þá meira á áhuga minn á krabbameinshjúkrun,“ segir hún. Eftir að hafa lokið diplómanámi í hand­ og lyflæknishjúkrun setti hún stefnuna á útlönd til að læra meira um krabbameinshjúkrun. En fyrst tók hún að sér að leysa af sem hjúkrunarframkvæmdastjóri í Hátúni. Eftir það hefur hún hins vegar alfarið helgað sig krabbameinshjúkrun. „Ég fór svo út til Kaup­ mannahafnar og lærði krabba meinshjúkrun við Finsen Institutet, tók diplóma í krabbameinshjúkrun, og starfaði þar í eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.