Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 53 og sturta eða daglegur neðanþvottur með volgu vatni er nauðsynlegur. Notast má við milda sápu en sápunotkun getur ert viðkvæma slímhúð í þvagfærum. Mikilvægt er að drekka vel eða um 2000 ml á sólarhring ef heilbrigðisástand leyfir til að forðast sýkingu. Þeir sem þurfa þvaglegg til lengri tíma fá uppáskrifaða beiðni til Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, poka og tengdar vörur ásamt upplýsingum um aðgengi. Á hjúkrunarheimilum eða öldrunar stofn un­ um eru alltaf einhverjir einstakl ingar sem þurfa að hafa inniliggjandi þvaglegg til lengri tíma. Ástand einstaklinga er misjafnt og erfiðara hjá órólegum og hjá fólki með heilabilun að þurfa að hafa þvaglegg. Það er því afar miklvægt hjá þessum einstaklingum að tryggja góðan festibúnað og ganga þannig frá að viðkomandi geti ekki rifið úr sér þvaglegginn. Lokaorð Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki sem fagaðilar í uppsetningu og frágangi þvagleggs hjá einstaklingum, hvort heldur sem er vegna tímabundinnar þarfar eða langtíma. Þeir eru í fararbroddi með að veita bestu hjúkrun og að þekkja fylgikvilla og koma í veg fyrir aukaverkanir. Því er mikilvægt að fylgjast með lit og lykt af þvagi, hita og skrá upplýsingar. Margir einstaklingar með þvaglegg dveljast heima og eru í umsjá heimahjúkrunar eða félagsþjónustunnar. Mikilvægt er að öll umgengni og aðkoma vegna um hirðu sé eins og best verður á kosið til að tryggja viðkomandi einstaklingum sem bestu lífsgæði og líðan og því nauð synlegt að fræða og upplýsa alla um önnunaraðila. Að fá þvaglegg er mikið inngrip á viðkvæman stað sem eru kyn færi einstaklinga og skerðir lífsgæði þeirra í mismunandi langan tíma. Því er mikilvægt að slík framkvæmd sé unnin faglega og góð fræðsla veitt til að tryggja sem bestu lífsgæði meðan ástandið varir. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og er mannhelgin einnig mjög mikilvæg. Sigríður Jóhannsdóttir er hjúkrunarfræðingur og þvagfæraráðgjafi og starfar á göngudeild þvagfærarannsókna 11-A á Landspítala Hringbraut. Myndir úr myndbandi um þvagleggs upp­ setningu birtar með leyfi höfunda, Eiríks Jónssonar yfirlæknis og myndir af þvagleggi hjá konu með leyfi Coloplast. Órólegur sjúklingur: Einstaklingur færður í síðar nærbuxur með klaufina að aftanverðu. Nærbuxur og nærskyrta plástruð saman með breiðum plástri til að hefta aðgengi. Filmuhúðaðar töflur 0,5 mg og 1 mg. : Hjá fullorðnum til að hætta reykingum. : Hefja á meðferð samkvæmt eftirfarandi áætlun: Dagur 1-3: 0,5 mg einu sinni á sólarhring. Dagur 4-7: 0,5 mg tvisvar á sólarhring. Dagur 8-meðferðarloka: 1 mg tvisvar á sólarhring. Heildartími meðferðar er 12 vikur. : Lítið til í meðallagi mikið skert nýrnastarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum. : 1 mg einu sinni á dag eftir þriggja daga skammtaaðlögun (0,5 mg einu sinni á dag). : Ekki þarf að breyta skömmtum. : Ekki þarf að breyta skömmtum. : Ekki er mælt með notkun handa börnum og unglingum yngri en 18 ára. : Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. :Aðlaga getur þurft skammta hjá sjúklingum sem samtímis nota teófýllín, warfarín og og insúlín. : CHAMPIX á ekki að nota á meðgöngu. Ekki er vitað hvort vareniclin útskilst í brjóstamjólk. Meta skal hvort vegi þyngra, ávinningurinn sem barnið hefur af brjóstagjöfinni eða ávinningurinn sem móðirin hefur af CHAMPIX meðferð, áður en ákveðið er hvort halda skuli brjóstagjöf áfram. Champix getur haft lítil eða í meðallagi mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Á meðan á meðferðinni stendur geta sjúklingar fundið fyrir sundli og syfju. : Þegar reykingum er hætt, hvort sem það er gert með eða án lyfjameðferðar, geta komið fram ýmis einkenni, t.d. andleg vanlíðan og þunglyndi, svefnleysi, skapstyggð, kvíði, einbeitingarskortur, eirðarleysi, hægur hjartsláttur, aukin matarlyst og þyngdaraukning. Í klínísku rannsóknunum var ekki aðgreint, hvort aukaverkanirnar voru vegna fráhvarfseinkenna nikótíns eða tengdust notkun viðkomandi meðferðarlyfs. Í klínískum rannsóknum með Champix voru u.þ.b. 4000 sjúklingar meðhöndlaðir í allt að 1 ár. Aukaverkanirnar voru vægar eða í meðallagi slæmar og komu almennt fram á fyrstu viku meðferðar. : Ógleði, höfuðverkur, óeðlilegar draumfarir, svefnleysi. ( 1% og 10%): Aukin matarlyst, syfja, sundl, röskun á bragðskyni, uppköst, hægðatregða, niðurgangur, uppþemba, magaóþægindi, meltingartruflanir, vindgangur, munnþurrkur og þreyta. Auk þess hefur verið greint frá ( 0,1% og <1%) gáttatifi og brjóstverkjum. : Veita skal stuðningsmeðferð eftir þörfum. : Lyfið er lyfseðilsskylt og greiðist skv. greiðslufyrirkomulagi 0 í lyfjaverðskrá. Samantekt um eiginleika lyfs er stytt í samræmi við reglugerð um lyfjaauglýsingar. Upplýsingar um lyfið er að finna í sérlyfjaskrá og á lyfjastofnun.is. Ábendingar Skammtar Frábendingar Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Meðganga og brjóstagjöf Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Aukaverkanir Ofskömmtun Pakkningar og verð 1. september 2010 Handhafi markaðsleyfis: Skert nýrnastarfsemi Alvarlega skert nýrnastarfsemi Skert lifrarstarfsemi Aldraðir Börn Mjög algengar aukaverkanir ( 10%) Algengar aukaverkanir sjaldan Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá þunglyndi, sjálfsvígs- hugsunum, -hegðun og -tilraunum hjá sjúklingum sem reynt hafa að hætta reykingum með CHAMPIX. Ekki höfðu allir sjúklingar hætt að reykja þegar einkennin komu fram, ekki höfðu allir geðsjúkdóma fyrir sem vitað var um. Læknar ættu að vera meðvitaðir um hugsanlega hættu á verulegum þunglyndiseinkennum hjá sjúklingum sem reyna að hætta að reykja og ættu að leiðbeina þeim m.t.t. þess. Hætta skal strax meðferð ef læknir, sjúklingur, fjölskylda eða aðstandendur verða varir við óróleika, geðdeyfð eða breytingar á hegðun eða ef sjúklingur fær sjálfsvígs- hugsanir eða sýnir sjálfsvígshegðun. Geðdeyfð, sem í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur í för með sér sjálfsvígshugsanir og -tilraunir, getur verið einkenni nikótínfráhvarfs. Að hætta að reykja, með eða án lyfjameðferðar, hefur einnig verið tengt við versnun undirliggjandi geðsjúkdóma (t.d. þunglyndis). Öryggi og verkun Champix hjá sjúklingum með alvarlega geðsjúkdóma eins og geðklofa, geðhvarfasýki og alvarlegt þunglyndi hefur ekki verið rannsakað. Gæta skal varúðar við meðferð á sjúklingum með sögu um geðsjúkdóma og leiðbeina þeim m.t.t. þess. Enginn klínísk reynsla liggur fyrir um notkun CHAMPIX hjá sjúklingum með flogaveiki.Við lok meðferða gætti aukinnar skapstryggðar, löngunar til að reykja, þunglyndis og /eða svefnleysis hjá allt að 3% sjúklingar þegar meðferð var hætt. Upplýsa skal sjúkling um þetta og ræða hugsanlega þörf á að minnka skammta smám saman í lok meðferðar. : Ekki hefur verið greint frá klínískt marktækum milliverkunum lyfja við CHAMPIX. Upphafspakkning (0,5 mg 11 stk +1mg 42 stk): 16.201,- 8 vikna fram- haldspakkning (1mg, 112 stk): 27.663,- Pfizer, Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Milliverkanir > > < > CHAMPIX (vareniclin)® Heimildir: 1. Gonzales D et al. Varenicline, an a4ß2 nicotinic acethylcholine receptor partial agonist, vs sustained-release bupropion and placebo for smoking cessation. A randomized controlled trial. JAMA 2006; 296(1):47-55. 2. Jorenby DE et al. Efficacy of varenicline, an 4ß2 nicotinic acethylcholine receptor partial agonist,vs placebo or sustained-release bupropion and for smoking cessation.Arandomized controlled trial. JAMA2006; 296(1):56-63. á Lyfjatexti með auglýsingu á bls. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.