Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201026 til dæmis regla fremur en undantekning að starfsfólk næturvakta á hjúkrunarheimilum og sjúkradeildum átti að hafa „tekið“ svo og svo marga áður en morgunvaktin mætti, það er veitt þeim morgunaðhlynningu í meiri eða minni mæli. Það að ljúka þessum verkum hafði tvímælalaust forgang fram yfir mögulegar óskir skjólstæðingsins um að fá aðhlynningu á öðrum tíma. Þessi starfstilhögun heyrir víðast hvar sögunni til. Þegar kemur að atriðum, þar sem óskir íbúa rekast á hagsmuni stofnunar, virðast þær ekki mega sín mikils. Þannig ráða víða hinir föstu baðdagar baðtíma og erfitt er fyrir íbúa sem þarf aðstoð við bað að fá það eins oft og hann óskar sjálfur. Fæstir hafa nein áhrif á hvaða matur er í boði og í ofangreinda könnun fá um 85% aðspurðra matinn skammtaðan á diska fremur en að skammta sér sjálfir. Hér er enda um að ræða mikilvægan kostnaðarlið og skipulagsatriði fyrir stofnunina. Ekki var spurt sérstaklega um matmálstíma, en þeir eru gjarnan nokkuð samþjappaðir yfir daginn. Úti í samfélaginu er kvöldmatur orðinn aðalmáltíð dagsins, gjarnan snæddur um kl. 19, en á stofnunum er hádegismaturinn fremur aðalmáltíð, kvöldverðurinn er léttari og víðast framreiddur um kl. 17.30 til 18. Þarna ræður fyrirkomulag stofnunar, sem vill hafa færra fólk í vinnu eftir dagvinnutíma, fremur en óskir og venjur heimilismanna. Réttur til einkalífs Það er vel þekkt að margir aldraðir sem búa á stofnunum þurfa að deila herbergi með öðrum, oftast alókunnugum. Í könnun Ástríðar og Vilhjálms (2004) búa 74% aðspurðra einir og eru mjög ánægðir með það. Hinir sem deila herbergi með öðrum sætta sig margir við það, aðeins 39% þeirra sögðust vilja búa einir. Líklega breytist þessi afstaða hratt um þessar mundir eftir því sem kröfunni um einbýli fyrir alla vex fiskur um hrygg. Flestir íbúar töldu að þeir gætu fengið að vera í einrúmi þegar þeir óskuðu þess, oftast nær eða alltaf. Um helmingur íbúa sagði einkasvæði þess alltaf virt, það er að starfsfólk bankaði áður en það gengi inn og bæði um leyfi áður en það opnaði hirslur. Þó sögðu 10% að starfsfólk bankaði aldrei og 9% að enginn bæði um leyfi að opna hirslur þeirra. Þær tölur vekja vissulega umhugsun. Aðeins um helmingur íbúa hafði lykil að eigin herbergi og minna en 10% hafði lykil að deildinni eða húsinu. Þess ber að geta að könnunin var ekki lögð fyrir fólk með heilabilun sem oft býr á læstum einingum svo hér er væntanlega ekki um að ræða íbúa á læstum deildum. „Íslensk löggjöf er ófull­ nægjandi og veitir engan vegin næga leiðsögn.“ Í heild sýnir könnunin að íbúar á hjúkrunar­ heimilum hafa mun minna svigrúm til athafna og möguleika til ákvarðana um daglegt líf heldur en gerist á venjulegum heimilum. Einnig kemur í ljós að þeir sætta sig við að þetta sé svona og telja enda að þeir búi á stofnun fremur en að þetta sé heimili þeirra. Ýmsar íslenskar rannsóknir benda þó til að það sé mikilvægt fyrir lífsgæði fólks á stofnunum að finnast að það geti haft einhver áhrif á daglegt líf sitt, að fá að vera einstaklingur og hafa reisn, að hafa eitthvert einkarými með persónulegum munum og að geta haldið tengslum við ættingja og vini. Einnig kemur fram að hinir öldruðu og aðstandendur þeirra finna fyrir valdi starfsfólks á hjúkrunarheimilum, þeir þora jafnvel ekki að kvarta af ótta við að vera taldir„erfiðir“ (Ingibjörg Hjaltadóttir, 2008; Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, 2008; Margrét Gústafsdóttir, 2008). Erlendar kannanir hafa einnig sýnt að eldra fólk á stofnunum hikar við gagnrýni og kvartanir til að koma sér ekki illa við starfsfólk (Pearson, 1993; Teeri o.fl., 2006). Á síðustu tveim áratugum eða svo hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á svipað: þörf aldraðra fyrir einstaklingshæfða þjónustu fremur en rútínubundna, að hafa einhverja valkosti, að vera skilgreindur sem einstaklingur fremur en út frá öldrun og að tillit sé tekið til lífsvenja. Þótt flestir vilji njóta öryggis stangast það oft á við óskir fólks um að fá að fara sínu fram, aldraðir vilja ekki síður en aðrir fá að gera það sem þeir telja sjálfir öruggt fremur en að láta aðra meta öryggi fyrir sig. Samantekt Hér að ofan er hugað að sjálfræði til ákvörðunatöku um búsetu og sjálfræði um daglegt líf og rétt til einkalífs í stofnanabúsetu. Um þessi atriði er íslensk löggjöf ófullnægjandi og veitir engan veginn næga leiðsögn, hvorki fyrir hina öldruðu, aðstandendur þeirra eða starfsfólk sem veitir þjónustu. Um sjálfræði eru einungis til hin almennu ákvæði stjórnarskrár. Lög um málefni aldraðra fjalla fyrst og fremst um skylduna til að veita þjónustu en fara almennum orðum um sjálfræði. Þetta leiðir til þess að farið er á snið við lög í framkvæmd öldrunarþjónustu í tilvikum þar sem umönnunarskylda og réttur til sjálfræðis stangast á. Spyrja má hvort það að hafa sérstaka löggjöf fyrir aldraða sé æskilegt. Það er skoðun greinarhöfundar að svo sé ekki og að þessi lög stuðli að öldrunarfordómum sem einnig má sjá af áherslum laganna. Æskilegra væri að hafa ein lög fyrir alla þegna sem vegna fötlunar eða sjúkleika þurfa aðstoð samfélagsins til að sjá um persónulegar þarfir sínar. Slík lög þurfa að innihalda leiðsögn um hvernig hægt er að virða sjálfræði í tilvikum þar sem fullt sjálfræði ógnar velferð skjólstæðings á einhvern hátt. Danir virðast lengst á veg komnir og því hefur löggjöf þeirra verið höfð að leiðarljósi í þessari umræðu. Umræðan heldur áfram í komandi tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Þá verður farið nánar í framkvæmd umönnunar í öldrunarþjónustu hvað sjálfræði varðar. Skoðuð verður beiting ýmiss konar hindrana svo sem læsinga og fjötra, svo og valdbeiting af öðrum toga. Heimildir Ástríður Stefánsdóttir (2004). Lög um málefni aldraðra. Í Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason (ritstj.). Sjálfræði & aldraðir. Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan. Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason (2004). Könnun á sjálfræði aldraðra á íslens- kum vistheimilum. Í Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason (ritstj.). Sjálfræði & aldraðir. Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan. Dewing, J. (2002). From ritual to relationship. A person­centred approach to consent in quali­ tative research with older people who have a dementia. Dementia, 2 (1), 157–171. Gove, D., Georges, J. (2001). Perspectives on legislation relating to the rights and protection of people with dementia in Europe. Aging & Mental Health, 5 (4), 316–321.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.