Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201038 Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is HUGSUM UM HEILSUNA Heilsueflingarátak Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gengst fyrir heilsueflingarátaki meðal félagsmanna sinna nú í vetur. Aðaláherslan verður lögð á bætta heilsu og vellíðan til lengri tíma sem næst með breyttum og bættum lífsstíl. Upphaf þessa átaks má rekja til þess að dr. Sólfríður Guðmundsdóttir kom á fund félagsins síðastliðið vor með hugmynd að samstarfsverkefni félagsins og heilbrigðisyfirvalda um „forvarnir og heilsueflingu samfélagsins“. Sólfríður var þá búin að ganga á milli þeirra sem valdið hafa í kerfinu, fengið áheyrn en síðan ekki söguna meir. Formanni félagsins, sviðstjóra fagsviðs og síðar stjórn félagsins leist afar vel á hugmyndina, bæði í ljósi stefnu stjórnvalda um eflingu forvarna, en ekki síður í ljósi tilgangs og stefnu félagsins að stuðla að auknu heilbrigði landsmanna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bauð fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiði Ingadóttur, til samstarfs um verkefnið þar sem félagið legði fram forustu, framkvæmdastjórn og fjármagn til verkefnisins en á móti skyldi koma stuðningur og samstarf heilbrigðisráðherra og ráðuneytis. Þar sem ekki fékkst samstarf við heilbrigðisráðuneytið um verkefnið né styrkur úr forvarnarsjóði, sem sótt var um á vordögum, var ákveðið að fá Sólfríði til liðs við félagið og úr varð verkefni sem nefnist „Hugsum um heilsuna“ og er heilsueflingarátak meðal hjúkrunarfræðinga. Heilsuþing Átakið hófst með Heilsuþingi hjúkrunar­ fæðinga sem haldið var 24. september síðastliðinn. Tilgangur þess var fyrst og fremst að vekja hjúkrunarfræðinga til umhugsunar um mikilvægi heilsueflingar og hvetja þá til að hugsa vel um eigin heilsu og vera góð fyrirmynd. Á þinginu var boðið upp á ávörp, fyrirlestra og umræður þátttakenda og var það vel sótt. Í fyrirlestrunum var fjallað um hvernig bæta má eigin heilsu og auka vellíðan til lengri tíma, hvernig skuli taka ábyrgð á eigin heilsu og sýna gott fordæmi og að lokum hvert skuli vera hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilsueflingu landsmanna. Þinggestir tóku þátt í umræðuhópum þar sem rætt var um helstu þætti sem hindra góða heilsu hjúkrunarfræðinga og almennings og úrræði til eigin heilsueflingar og annarra. Í lok þingsins sýndi hópur glæsilegra eldri kvenna úr Hressingarleikfimihópnum leikfimi undir stjórn Ástbjargar Gunnarsdóttur. Það var þinggestum þörf áminning sem sýndi svo ekki verður um villst að heilbrigður lífsstíll bætir lífi við árin en ekki eingöngu árum við lífið. Í framhaldi af Heilsuþinginu verður boðið upp á heilsueflandi námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga sem dr. Só lfríður Guðmundsdóttir hefur um sjón með. Í framhaldi af því verður leiðbeinenda­ námskeið fyrir þá hjúkrunar fræðinga sem vilja gerast „heilsuboðar“ fyrir almenning og halda sjálfir heilsunámskeið með námsefni sem hannað hefur verið með tilliti til þess að auka andlega, líkamlega og félagslega velferð. Greinaflokkur um hvetjandi og letjandi áhrifaþætti á heilsufar verður í Tímariti hjúkrunarfræðinga og margt fleira stendur til sem verður kynnt jafnóðum á vefsvæði félagsins. Heilbrigð sál í hraustum líkama Hjúkrunarfræðingar sjálfir eru mikil væg­ asta tækið sem þeir vinna með. Það tæki þarf að vera í lagi til að þeir geti hjálpað öðrum. Oft vill það brenna við að þeir sem eru stöðugt að vinna með heilsu annarra vilja gleyma sjálfum sér í erli dagsins. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera líkamlega vel á sig komnir til að standa undir því álagi sem fylgir starfinu. „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ ætti að vera eitt af kjörorðum hjúkrunarfræðinga. Nú á tímum er til næg gagnreynd þekking á því hvernig einstaklingur getur viðhaldið og eflt eigin heilsu og fyrirbyggt helstu sjúkdóma sem hrjá íbúa Vesturlanda, það er hjarta­ og æðsjúkdóma, sykursýki og Heilsusamlegar veitingar. Heilsuvörur auglýstar á heilsuþinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.