Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 41 Enskt ferli tekið upp Á ensku er ferlið yfirleitt kallað Liverpool Care Pathway. Þar sem ferlið hér er eingöngu notað fyrir deyjandi sjúklinga innan íslenska heilbrigðiskerfisins þykir óþarft að setja sjúklinga í enda nafnsins. Því er það í daglegu tali kallað meðferðarferli fyrir deyjandi. Meðferðarferli fyrir deyjandi er skráningar­ ferli sem tekið er í notkun og verður hluti af sjúkraskrá sjúklings þegar ljóst er að sjúklingurinn er deyjandi. Innbyggt í ferlið eru ýmis fyrirmæli sem byggð eru á gagnreyndri þekkingu og gefa til kynna bestu mögulegu þjónustu sem veitt er á síðustu klukkustundum/dögum lífs. Hér á Íslandi hefur vinna við meðferðar­ ferlið og innleiðingu þess staðið frá árinu 2006. Gæðastyrkir fengust frá LSH árið 2006 og 2008 til að innleiða ferlið á þrjár deildir á spítalanum: Líknardeild í Kópavogi, líknardeild L5 á Landakoti og krabbameinslækningadeild 11E. Því gæðaverkefni er lokið og hafa deildirnar þrjár viljað halda áfram notkun meðferðarferlisins. Ferlið var þýtt samkvæmt leiðbeiningum EORTC (Cull o.fl., 2002) með styrk frá Lífinu, Samtökum um líknarmeðferð, og samvinna er höfð við Marie Curie Palliative Care Institute í Liverpool. Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga Meðferðarferli fyrir deyjandi leiðbeinir um bestu mögulegu umönnun og meðferð við lok lífs. Ferlið byggist á langri klínískri reynslu og gagnreyndri þekkingu og veitir upplýsingar um mismunandi þætti meðferðar, svo sem einkennameðferð og fyrirmæli um lyfjagjöf. Í ferlinu er einblínt á líkamlega, sálræna, félagslega, andlega og trúarlega þætti umönnunar ásamt upplýsingaþörfum sjúklings og aðstandenda. Með notkun ferlisins er hægt að tryggja öllum deyjandi sjúklingum ákveðin gæði í umönnun og meðferð við lífslok þar sem í meðferðarferlinu eru innbyggð fyrirmæli og krafa um að skráð sé sérstaklega ef breytt er út frá meðferðinni. Það hefur sýnt sig að ýmis þjónusta á síðustu dögum lífs er vissulega veitt en er ekki alltaf skráð (Ellershaw, 2007; Ellershaw og Wilkinson, 2003). Meðferðarferlið leiðbeinir um það sem lýtur að: • Einkennameðferð • Vellíðan sjúklings • Lyfjafyrirmælum fyrir algeng einkenni • Því að hætt sé við óviðeigandi meðferðir • Sálrænni og andlegri umönnun • Umönnun fjölskyldunnar (fyrir og eftir andlát sjúklings) Meðferðarferlið er byggt á þverfaglegum grunni og tekið í notkun þegar með­ ferðaraðilar (oftast læknir og hjúkrunar­ fræðingur) eru sammála því að sjúklingur er deyjandi. Til staðar þurfa að vera að minnsta kosti tvö eftirtalinna fjögurra atriða: Sjúklingur er rúmfastur, aðeins fær um að dreypa á vökva, er rænulítill eða getur ekki kyngt töflum. Ferlið er byggt upp af 18 markmiðum og skiptist í þrjá meginþætti: Upphafsmat og umönnun, reglulegt mat og umönnun eftir andlát. Í byrjun er gert upphafsmat þar sem meðal annars er farið yfir núverandi einkenni sjúklings, lyfjagjöf endurskoðuð, fyrirmæli um lyf eftir þörfum gefin og innsæi sjúklings og fjölskyldu á aðstæður metið. Í öðrum hluta ferlisins er fjallað um reglulegt mat á einkennum og líðan og skráð ýmist á fjögurra eða 12 tíma fresti hvort ákveðnum markmiðum er náð eða ekki, til dæmis varðandi það hvort sjúklingur er verkjalaus. Í þriðja hluta er fjallað um umönnun eftir andlát. Í byrjun hvetja markmið ferlisins starfsfólk meðal annars til að endurskoða lyfjagjöf, í þeim tilgangi að hætta lyfjagjöf sem ekki er lengur talin gagnleg og bætir ekki líðan sjúklings. Þannig þarf starfsfólk að staldra við, hugsa og meta og breyta í samræmi við niðurstöður mats síns um hvort núverandi lyfjagjöf skilar ávinningi eða ekki. Rík áhersla er lögð á að til staðar séu hjá hverjum sjúklingi skráð fyrirmæli um lyf sem gefin eru eftir þörfum við fimm algengum einkennum við lífslok. Í samræmi við það voru staðfærð flæðirit, sem fylgja meðferðarferlinu, um meðferð verkja, óróleika, hryglu, ógleði eða uppkasta og andþyngsla. Eitt af markmiðum ferlisins fjallar um að hætta skuli óviðeigandi inngripum svo sem blóðrannsóknum, sýklalyfjum og vökva/ lyfjum í æð og er það gert til að forðast inngrip sem koma sjúklingi ekki að gagni á þessum tímapunkti og eru því tilgangslaus, mögulega sársaukafull og ónauðsynleg. Sama á við um hjúkrunar­ meðferð. Hjúkrunarfræðingar taka ákvörðun um að hætta meðferð sem á ekki lengur við og þurfa því að staldra við, hugsa, meta og breyta vinnulagi í sam ræmi við niðurstöður sínar, til dæmis varðandi reglulega mælingu lífsmarka og reglubundið snúningsskema. Áherslan er á vellíðan sjúklings. „Eitt af markmiðum ferlisins fjallar um að hætta skuli óviðeigandi inngripum.“ Ef markmiði í ferlinu er ekki náð þarf að tilgreina ástæður þess á frávikablaði. Frávikin eru ekki endilega neikvæð, það liggur yfirleitt einhver ástæða að baki þess að ákveðið hefur verið að halda áfram, til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.