Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 59
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 55 Ritrýnd fræðigrein eða að „eingöngu brjóstagjöf“ feli í sér einstöku pelagjöf með brjóstamjólk eða þurrmjólk. Algengast er að við rannsóknir á veikum nýburum eða fyrirburum sé notuð skilgreining Labbock og Krasovec (1990) eða útfærsla af þeirri skilgreiningu. Þar er miðað við hlutfall brjóstamjólkur í fæðu barnsins, hvort sem barnið drekki hana af brjósti eða pela. Samkvæmt íslenskum rannsóknum á fullburða börnum fá 97% þeirra brjóstamjólk annaðhvort alfarið eða að hluta til við eins mánaðar aldur og 83% barna við fjögurra mánaða aldur (Inga Þórsdóttir o.fl., 2000; Geir Gunnlaugsson, 2005). Eins og sjá má í töflu 1b sýnir samanburður milli tveggja íslenskra rannsókna frá árunum 2000 og 2005 litlar breytingar nema það að við sex mánaða aldur fjölgar þeim börnum sem fá eingöngu brjóstamjólk úr um 5% árið 2000 í um 13% árið 2005. Tíðni brjóstagjafar fullburða barna hérlendis svipar til tíðni annars staðar á Norðurlöndunum (tafla 1a). Hér á landi eru þó færri börn eingöngu á brjósti við sex mánaða aldur en annars staðar á Norðurlöndum (Zetterström o.fl., 1999). Tölum frá Bandaríkjunum svipar til þess sem gerist hér á landi við sex mánaða aldur. Þó er hlutfall barna, sem eru eingöngu á brjósti fyrst eftir fæðingu, lægra þar (Ruowei o.fl., 2005). Flestar rannsóknir, þar sem tíðni brjóstagjafar hjá börnum við eða eftir útskrift af nýburagjörgæslu hefur verið skoðuð, sýna færri brjóstagjafir hjá þessum hópi barna en hjá öðrum nýburum. Rannsóknirnar eru þó komnar til ára sinna (sjá töflu 1b). Ástæður þess að brjóstagjafir eru færri eru taldar vera margir samverkandi þættir. Eins og aðskilnaður móður og barns (Griggs o.fl., 2001), vanþroski barns svo sem veikt sog, vanþroski í samhæfingu sogs, kyngingar og öndunar og að barn þreytist fljótt (Lau o.fl, 2003; Medoff­Cooper o.fl., 1993; Mizuno og Ueda, 2003). Ýmsir þættir hjá móður eru einnig taldir geta haft hamlandi áhrif á brjóstagjöf, til dæmis lítil mjólkurframleiðsla, þættir tengdir ástandi brjósta (Callen o.fl., 2005), streita (Dewey, 2001), þunglyndi (Bergant o.fl., 1999; Henderson o.fl., 2003), félagsleg staða, atferli og stuðningur (Smith o.fl., 2003; Sisk o.fl., 2006), Einnig eru þættir tengdir umhverfi nýburagjörgæslu eins og skortur á einrúmi taldir hafa áhrif (Furman o.fl., 1998). Þær rannsóknir, sem fundust um brjóstagjöf barna af nýburagjörgæsludeild, beinast allar að börnum með fæðingarþyngd undir 2500 g. Hafa þarf í huga að sumar þeirra eru komnar til ára sinna og að tíðni brjóstagjafa gæti hafa breyst á síðustu árum en ekki fundust nýrri rannsóknargreinar. Nýleg rannsókn frá Svíþjóð sýndi að 74% þessara barna nærast eingöngu á brjóstamjólk við útskrift af nýburagjörgæsludeild (sjá töflu 1b) og 19% til viðbótar nærast að hluta á brjóstamjólk á móti þurrmjólk (Flacking o.fl., 2003). Eldri rannsókn frá Noregi sýndi að 55% fyrirbura nærðust eingöngu á brjóstamjólk (ekki kom fram hvort um var að ræða brjóstagjöf eða brjóstamjólkurgjöf) við útskrift af nýburagjörgæsludeild (Meberg o.fl., 1982). Í bandarískri rannsókn kom í ljós að 54% barnanna fengu eingöngu brjóstamjólk við heimferð af nýburagjörgæslu (Hill o.fl., 1997). Kanadísk rannsókn frá 1989 leiddi í ljós að þrátt fyrir að eingöngu 3% barnanna nærðust eingöngu á brjóstamjólk við útskrift fengu 56% þeirra einhverja brjóstamjólk (Lefebvre og Ducharme, 1989) (sjá töflu 1b). Engin rannsókn hefur verið birt sem lýsir brjóstagjöf eða brjóstamjólkurgjöf íslenskra barna sem fæðast léttari en 2500 g. Tilhneiging virðist vera hjá fræðimönnum og fagmönnum, sem starfa við umönnun Tafla 1. Rannsóknir á brjóstamjólkurgjöf; annars vegar hjá fullburða börnum og hins vegar börnum af nýburagjörgæsludeild Höfundar Land Þátttakendur Aldur barna í mánuðum Tafla 1 a Hlutfall barna sem nærist eingöngu á brjósti Fullburða börn 1 2 3 4 6 Geir Gunnlaugsson 2005 Ísland Börn á heilsugæslustöðvum 93%* 77% 48% 13% Inga Þórsdóttir o.fl. 2000 Ísland Heilbrigð nýfædd börn af fæðingardeildum 88% 74% 46% 5% Ruowei o.fl. 2005 Bandaríkin Tilviljun úr landsúrtaki barna sem fá bólusetningar 63%* 42% 13% Yngve o.fl. 1999 Finnland Danmörk Landsúrtak Staðbundið úrtak 82% 80% 68% 50% Zetterström 1999 Svíþjóð Landsúrtak 78% 55% Tafla 1 b Hlutfall barna sem nærist eingöngu á brjóstamjólk Af nýburagjörgæsludeildum Við útskrift 2 3 4 6 Flacking o.fl. 2003 Svíþjóð < 2500 g 74% 49% 40% 14% Hill o.fl. 1997 Bandaríkin <2500 g 54% Lefebvre o.fl. 1989 Kanada <2500 g 3% Meberg o.fl. 1982 Noregur <2500 g 55% * 1 vikna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.