Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Side 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201052 Festing á læri með frönskum rennilás kemur sér vel til dæmis við plástursofnæmi. kringum fistilop. Blöðrusteinar eru ekki óal gengir og samanskroppin blaðra – lítil blaðra eftir langvarandi veru þvagleggs. Belgurinn á enda þvagleggsins getur ert þvagblöðruna og valdið óþægindum, jafnvel óróa með leka meðfram leggnum. Nauðsynlegt getur verið að minnka vökvamagn í belgnum til að forðast ertingu. Bakteríur eru alltaf fylgifiskur inniliggjandi þvagleggs en eru ekki meðhöndlaðar nema viðkomandi hafi einkenni um sýkingu. Umönnun sjúklinga/einstaklinga með þvaglegg krefst hreinlætis og alúðar. Allur frágangur og umhirða þvagleggs og þvagpoka er mjög mikilvægur, hvort heldur sem er sterill þvagpoki til notkunar á sjúkrahúsi eða þvagpoki á fótlegg sem fólk hefur í heimahúsi til að auðvelda hreyfigetu og daglegt líf. Mjög mikilvægt er að fræða einstaklinginn og fjölskyldu viðkomandi um sýkingarhættu og mikilvægi hreinlætis og handþvotts. Handþvottur og eða handspritt er nauðsynlegt fyrir og eftir alla snertingu við þvaglegg eða þvagpokann. Heilbrigðisstarfsfólk á einnig að nota einnota hanska. Festing þvagleggs Festing þvagleggs á læri, fótlegg eða kvið skiptir miklu máli til að forðast hreyfingu og tog á legginn sem valdið getur særindum, bæði í þvagrás, þvagblöðru og kringum fistilop, vegna kviðþvagleggs og kemur einnig í veg fyrir brot á slöngu. Einnig má notast við plástur eða þar til gerð bönd sem koma sér vel ef um plástursofnæmi er að ræða. Netbuxur er góður stuðningur, halda þvagleggnum í skorðum og styðja vel við. Ef þvagleggur er inniliggjandi um lengri tíma er gott að breyta til og færa festingu á milli fótleggja til verndar þvagrásinni. Gæta verður við frágang þvagleggs hjá karlmönnum að plástra hann ekki of stíft, hafa svolítinn slaka, til að gefa færi á holdrisi. Öll hreyfing á leggnum auðveldar bakteríum leið. Sýkingaleiðir eru aðallega á mótum þvagleggs og þvagpoka, við þvagrásarop og við losunarventil. Tryggja þarf frítt flæði í pokann og reglubundna losun. Staðsetja skal pokann fyrir neðan blöðrustað og stút skal þurrka með vatnsdrægum pappír. Stundum má sjá menn ganga um með þvagpokann hengdan upp fyrir ofan mitti eða í skyrtutölur og sýnir það oft skort á upplýsingum til viðkomandi. Til dæmis hefur sést til einstaklinga við komu á göngudeild halda á þvagpokanum í innkaupapoka! Góðan festibúnað þarf fyrir þvagpokann, sérstaklega á fótlegg, með breið og góð bönd, sem hindra að yfirfallsstútur falli saman og gæta að þrengi ekki að. Einnig eru til bómullarhólkar á fótlegg sem setja má utan um pokann og styðja vel við. Velja þarf þvagpoka sem passar einstaklingnum. Til eru margar gerðir. Á sjúkrahúsum eru oftast notaðir sótthreinsaðir A4 pokar. Passa þarf að þvagpokinn snerti ekki gólfið. Mikilvægt er að stytta slöngur á legg­ pokanum eftir stærð og hæð einstakl­ ingsins og staðsetningu þvag pokans. Leggpoka má einnig koma fyrir á lærinu og því nauðsynlegt að stytta slönguna og tryggja sem besta lausn og líðan fyrir athafnir daglegs lífs. Millistykki fylgja sér með leggpokum og þarf að spritta samskeyti fyrir tengingu. Skipta skal á leggpoka á 7–10 daga fresti. Ekki skal skipta um þvagpoka ef einstaklingur þarfnast aðeins þvagleggs í 2–3 vikur. Þá skal hafa lokað kerfi. Ávallt skal skipta um þvagpoka ef samskeyti eru rofin en ekki skal rjúfa samskeyti að nauðsynjalausu. Næturpoka má tengja við dagpoka og muna þarf að opna lokuventil. Næturpoka á alls ekki að skipta út fyrir leggpoka heldur tengja eins og að framan greinir. Borið hefur á við útskrift einstaklinga af sjúkrahúsi að þeir eru sendir heim með stóran þvagpoka þar sem slöngur eru alltof langar og ekki gert ráð fyrir að hægt sé að stytta þær. Langar slöngur flækjast fyrir og valda oftast miklum óþægindum fyrir viðkomandi. Á mörgum deildum er ekki til viðeigandi útbúnaður til heimferðar og er það miður. Ventill Til eru einstaklingar sem kjósa að hafa ventil í þvagleggnum en það gerir þá frjálsari og gerir þeim meðal annars kleift að fara í sund. Ávallt skal tengja nýjan þvagpoka við þvaglegginn þegar ventill er fjarlægður. Ef ventill er eingöngu notaður skal skipta á honum einu sinni í viku. Opna skal fyrir og tæma blöðruna við þvaglátsþörf og eftir klukkuþjálfun. Forðast skal að loka fyrir þvaglegg ef til staðar er hiti, blóð í þvagi, þvagfærasýking eða hjá ósjálfbjarga eða vanhæfum einstaklingi. Þeir einstaklingar, sem útskrifast heim með þvaglegg eða fá þvaglegg á bráðamóttöku, fá með sér leiðbeiningar varðandi vökvainntöku, hreinlæti og hvert skal leita, ásamt símanúmeri, ef upp koma vandamál tengd þvagleggnum, pokanum eða önnur vandamál eins og hiti, blæðing eða grunur um sýkingu. Hreinlæti er mjög mikilvægt Frágangur þvagpoka á fótlegg.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.