Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 62
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201058 pela á þessum tíma, þ.e. öll börn, sem fengu brjóstamjólk, fengu hana af brjósti. Áhrif sjúkrahúsdvalar á næringu Þau börn, sem fengu eingöngu pela á þessum tímapunkti (n=21), höfðu dvalið að meðaltali í 16 daga á sjúkrahúsinu en hin sem voru á brjósti að meðaltali 10 daga en munurinn er ekki marktækur (t=1,1; p>0,05). UMRÆÐA Brjóstagjöf við útskrift af sjúkrahúsi Þátttaka í rannsókninni var góð (74%). Niðurstöður ættu því að gefa góða mynd af brjóstagjöf barna af nýburagjörgæsludeild á Íslandi. Bakgrunnsbreytur þátttakenda: meðgöngulengd, systkini, aldur foreldra og fæðingarþyngd, voru sambærilegar öðrum rannsóknum sem fjalla um sama efni (Flacking o.fl., 2003; Hill o.fl., 1997; Lefebvre o.fl., 1989; Meberg o.fl., 1982). Þegar tíðni brjóstamjólkurgjafar hjá íslenskum nýburum er skoðuð er minni munur en búast hefði mátt við á milli einnar viku fullburða barna (93%) (Geir Gunnlaugsson, 2005) og barna við heimferð af nýburagjörgæslu (76%). Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar því að eins og áður sagði eru margir þættir taldir geta hamlað brjóstagjöf á nýburagjörgæsludeild. Samanburður við erlendar rannsóknir er erfiður vegna ólíkra skilgreininga á brjóstagjöf og einnig vegna þess að yfirleitt eru eingöngu skoðuð börn fædd léttari en 2500 g en ekki öll börn sem útskrifast eins og gert er í þessari rannsókn. Niðurstöður hér fyrir þann hóp (undir 2500 g) voru einnig góðar en 94% barnanna nærðist á brjóstamjólk (eingöngu eða að hluta) við heimferð og 69% þeirra nærðust eingöngu á brjóstamjólk. Flacking og félagar (2003) gerðu rannsókn á sænskri nýburagjörgæsludeild á börnum með fæðingarþyngd undir 2500 g. Þau skilgreindu brjóstagjöf á mjög svipaðan hátt og hér er gert og úrtakið var einnig sambærilegt. Meðalfæðingarþyngd sænsku þátttakendanna var 2021 g (íslenski hópurinn 1886 g) og meðgöngulengd 33,6 vikur (íslenski hópurinn 33,5). 93% sænsku barnanna nærðust á brjóstamjólk við útskrift og þar af nærðust 74% eingöngu á brjóstamjólk. Niðurstöður þeirra eru því mjög sambærilegar við niðurstöður þessarar rannsóknar. Niðurstöður rannsóknarinnar hvað varðar brjóstamjólkurgjöf barna með fæðingarþyngd undir 2500 g eru vissulega mjög jákvæðar en þegar þessi hópur er borinn saman við þyngri börn (fæðingarþyngd 2500 g eða yfir) liggur munurinn milli hópanna í því hvernig börnin fá brjóstamjólkina. Ljóst er að mæður eru viljugar að mjólka sig og gefa brjóstamjólkina í pela. En af hverju nærast börnin ekki af brjóstinu? Rannsóknin sýndi að 19% barna með fæðingarþyngd undir 2500 g nærðist ekki að neinu leyti af brjósti við heimferð. Til samanburðar gerðu um 5% barna hjá Flacking og félögum (2003) slíkt hið sama. Enginn munur er á meðgöngulengd barnanna í rannsóknunum (meðaltal 37,4 við heimferð í íslensku rannsókninni á móti 37,8 í þeirri sænsku). Mæðrunum í sænsku rannsókninni var boðin dvöl á sjúkrahúsinu með börn sín í viku fyrir heimferð og líklegt er að sú dvöl skipti máli hér. Ástæður þess að börnin nærast ekki af brjóstinu geta verið margar eins og áður hefur verið nefnt. Velta má því fyrir sér hvort þessir erfiðleikar leiði frekar til þess að mæður mjólki sig og gefi barninu í pela heldur en að gefa af brjósti. Hugsanlegt er að þrá foreldranna að fá barnið heim og hugsunin ,,ég kem barninu á brjóst heima“ verði til þess að mæður leggi meiri áherslu á að næra barnið af pela en brjósti fyrir heimferð þar sem flestir fyrirburar eiga auðveldara með að drekka af pela en brjósti. Þannig þyngist barnið hugsanlega hraðar og flýtir þetta heimferð. Reynslan sýnir að markmið flestra mæðra á Íslandi sé að barnið nærist af brjóstinu eftir að heim er komið. Brjóstagjöf við fjögurra mánaða aldur Á þessum tímapunkti voru allar mæðurnar hættar að mjólka sig svo að ljóst er að þau börn, sem fengu brjóstamjólk, voru á brjósti. Aukning hafði orðið í hópi léttari barnanna sem nærðust eingöngu á brjóstamjólk, þ.e. fleiri núna en við heimferð og er það ánægjuleg niðurstaða. Þetta þýðir að sumum mæðrum tókst að auka brjóstagjöf til barna sinna eftir heimferð af nýburagjörgæslunni. Fleiri voru það þó sem voru alveg hættar brjóstagjöf við fjögurra mánaða aldur, eða 50% en það eru töluvert fleiri en við útskrift en þá voru það 8% mæðranna. Sá hópur barna, sem fékk brjóstagjöf að hluta til með pelagjöf við heimferð, var annaðhvort farinn að drekka eingöngu af brjósti eða eingöngu úr pela; ekkert barn fékk brjóstamjólk í pelann. Eingöngu Að hluta Ekki (2-5 x á sólarhring) Brjóstagjöf n (%) n (%) n (%) Allir (N=62) 36 (58) 16 (26) 10 (16) ≥ 2500 g (n=44) 31 (70) 6 (14) 7 (16) < 2500 g (n=16) 5 (31) 8 (50) 3 (19) Brjóstamjólkurgjöf Allir (N=62) 47 (76) 10 (16) 5 (8) ≥ 2500 g (n=44) 35 (80) 5 (11) 4 (9) < 2500 g (n=16) 11 (69 4 (25) 1 (6 Tafla 4. Brjóstagjöf og brjóstamjólkurgjöf við heimferð Eingöngu Að hluta Ekki (2-5 x á sólarhring) Brjóstagjöf n (%) n (%) n (%) Allir (N=62) 38 (61) 3 (5) 21 (34) ≥ 2500 g (n=44) 30 (68) 2 (5) 12 (27) < 2500 g (n=16) 7 (44) 1 (6) 8 (50) Brjóstamjólkurgjöf Allir (N=62) ≥ 2500 g (n=44) Ekkert barn fékk brjóstamólk úr pela < 2500 g (n=16) á þessum tíma Tafla 5. Brjóstagjöf og brjóstamjólkurgjöf við fjögurra mánaða aldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.