Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Side 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201210 Helga Jónsdóttir, helgaj@hi.is SAMRÁÐ TIL EFLINGAR SJÁLFSUMÖNNUNAR FÓLKS MEÐ LANGVINNA LUNGNATEPPU OG FJÖLSKYLDNA ÞEIRRA Helga Jónsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs langveikra fullorðinna í samtengdri stöðu við Landspítalann. Þessi áhersla endurspeglast ekki síður í tilflutningi heilbrigðisþjónustu frá sjúkrahúsum til heilsugæslunnar og á ábyrgð og umönnun sjúkra og aldraðra frá heilbrigðisstarfsmönnum til einstaklinga og fjölskyldna (Kielmann, o.fl., 2010; WHO, 2008). Sjálfsumönnun er þannig ein meginstoð í hugtakalíkani um heilbrigðisþjónustu fyrir langveika (e. chronic care model) sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem fyrir­ mynd árangursríkrar heilbrigðisþjónustu (Bodenheimer, o.fl., 2002; New Zealand Minister of Health, 2009; Wagner, Austin og Von Korff, 1996). Á Íslandi hefur opinber umræða um heilbrigðisþjónustu með áherslu á sér­ stöðu langveikra verið lítil. Megin áherslur eru nú sem fyrr á þjónustu við bráðveika. Í nýlegri stefnu heilbrigðis ráðherra segir að stefnt skuli að því að draga úr aukningu langvinnra sjúkdóma (Heilbrigðis­ ráðuneytið, 2008). Það er að sjálf sögðu verðugt markmið, en ekki er síður nauð­ synlegt að horfast í augu við þá alþjóð legu stað reynd að lang veikum fer fjölgandi (Partnership for Solutions, 2004) og ekki Á alþjóðlegum vettvangi er sjálfsumönnun eitt af meginhugtökum nútímaheilbrigðisþjónustu. Áherslan á sjálfsumönnun er lögð fram í þeim megintilgangi að stemma stigu við hrattvaxandi útgjöldum heilbrigðis­ þjónustunnar samhliða vaxandi fjölda aldraðra og fólks með langvinna sjúkdóma. Þessi grein tengist vinnu við rannsókn sem ber heitið Samráð til eflingar sjálfsumönnunar hjá fólki með langvinna lungnateppu og fjölskyldum þeirra og nýtur styrkja frá RANNÍS, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Vísindasjóði Landspítalans og Sjóði Odds Ólafssonar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.