Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Qupperneq 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Qupperneq 16
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201212 eru um gagnsemi meðferðar fyrir fólk með flogaveiki og geðræn vandamál (Coster og Norman, 2009; Warsi o.fl., 2004). Greining á fræðilegum yfirlitum á fræðslu­ og sjálfsumönnunarmeðferðum fyrir langveika sem hafa sérstaka skír­ skotun í hjúkrunarstarfið leiddi í ljós að í 60% tilvika voru niðurstöður það takmarkaðar að ekki reyndist unnt að draga afgerandi ályktanir um árangur meðferðanna (Coster og Norman, 2009). Þeir drógu þá ályktun að enn sé ekki ljóst hvaða „virku efnisþættir“ séu í sjálfsumönnunarmeðferðum. Þó forsjárhyggja og stöðlun sjálfsumönnunarmeðferða sé ráðandi í skrifum heilbrigðisstarfsmanna hafa aðrar áherslur komið fram. Þróaðar hafa verið skjólstæðingsmiðaðar meðferðarleiðir byggðar á hugtakinu sjálfsefling (e. empowerment). Þeim er beint að hlið­ stæðum þáttum og sjálfsumönnun. Kerfisbundið fræðilegt yfirlit og „meta­ analysis“ á slíkum meðferðum fyrir fólk með langvinna sjúkdóma (meira en helmingur þess með sykursýki) sýndi marktækan árangur meðal annars á langtímablóðsykursgildi, sjálfsöryggi (e. self-efficacy), sjálfseflingu í sykursýki, þekkingu og lífsgæðum (Chen og Li, 2009). Eigindlegar rannsóknir hafa leitt til aukins skilnings á sjálfsumönnun sem marg­ vídda, gagnvirku og flóknu ferli lærdóms, athugana og prófana þar sem leitað er eftir því sem virkar hverju sinni. Unnið er með það sem hverjum og einum einstaklingi hentar, hann óskar eftir og sem fellur að daglegum lifnaðarháttum og væntingum. Í því ferli er tilvist sjúkdóms, eins eða fleiri, einungis einn af mörgum þáttum sem unnið er með (Kralik o.fl. 2004; Price, 1993), sjá síðari hluta töflu 1. Kralik o.fl. (2004) lögðu áherslu á sjálfsumönnun sem ferli sem kemur böndum á þá sundrungu og óreiðu sem skapast með tilvist langvinnra sjúkdóma. Hjá Koch o.fl. (2004) kom fram að sjálfsumönnun fælist í því að endurheimta sjálfið og mannlega reisn, sem borin væri virðing fyrir og þar sem stutt væri við þær aðferðir sem einstaklingarnir Tafla 1. Dæmi um skilgreiningar á sjálfsumönnun og sjálfsumönnunarmeðferð. Höfundar Skilgreiningar á sjálfsumönnun Meðferð Barlow o.fl. (2002) Hæfni einstaklingsins til að ráða við einkenni og meðferð langvinns heilsufarsástands, ásamt líkamlegum og andlegum afleiðingum og þeim lífstílsbreytingum sem því fylgir. Árangursrík sjálfsumönnun felur í sér getu til að hafa eftirlit með ástandi sínu og hafa áhrif á vitræn, hegðunarleg og tilfinningaleg viðbrögð sem nauðsynleg eru til að viðhalda viðunandi lífsgæðum. Þannig verður til gagnvirkt og stöðugt ferli sjálfsstjórnar (bls 178, upphaflega í Barlow, 2001). Þjálfa sjúklinga í að nýta kunnáttu og viðeigandi færni til sjálfsumönnunar. Bourbeau (2003); Bourbeau o.fl. (2003) (i) Leggja áherslu á heilsueflandi athafnir, byggja upp líkamlegan styrk og koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar; (ii) eiga í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn og fylgja ráðlögðum leiðbeiningum um meðferð; (iii) fylgjast með líkamlegu og tilfinningalegu ástandi og taka ákvarðanir um viðeigandi aðgerðir byggt á eigin athugunum; og (iv) hafa stjórn á afleiðingum sjúkdóms á eigið sjálfsálit, getu til að uppfylla mikilvæg hlutverk og tengsl við aðra (Bourbeau 2003, bls. 312­313, vísað í von Korff o.fl., 1997). Sjúklingafræðsluáætlun sem hefur þann tilgang að kenna nauðsynlega færni til að geta framfylgt sértækri læknisfræðilegri meðferð, leiðbeina um breytingar á atferli og veita tilfinningalegan stuðning svo sjúklingar séu færir um að hafa stjórn á sjúkdómi og viðhalda hlutverkum í lífinu (Bourbeau o.fl., 2003, bls. 585). Lorig og Holman (2003); Lorig o.fl. (2001) Vera ábyrgur fyrir og taka ákvarðanir er varða eigið heilbrigði. Það felur í sér að hafa eftirlit með eigin heilsu, taka upplýstar ákvarðanir um hvenær leita eigi til heilbrigðisstarfsmanna, ástunda viðeigandi heilsueflandi athafnir, nota lausnamiðaðar aðferðir við ákvarðanatöku um vandamál, nota viðeigandi úrræði hjá fjölskyldu, vinum og í samfélagi þegar nauðsyn ber til (Lorig o.fl. 2001, bls. 232). Vandamálamiðuð sjúklingafræðsla sem veitt er í hópum og kennd af leikmönnum: a) Verkefni: Stjórnun á meðhöndlun sjúkdóms, athöfnum, hlutverkum og tilfinningum b) Færni: Leysa vandamál, taka ákvarðanir, nýta úrræði, mynda samráð við heilbrigðisstarfsmenn, bregðast við breytingum á ástandi og aðlaga aðgerðir að eigin þörfum. Kralik o.fl. (2004) Veruháttur sem felur í sér að koma skipulagi á þá sundrungu og óreiðu sem skapast af og tengist langvinnum sjúkdómum. Sjálfsumönnun er margvídda, gagnvirkir og flóknir ferlar lærdóms, þess að prófa sig áfram, kanna takmarkanir og innlima sjúkdóm í eigið líf í þeim tilgangi að hámarka lífsgæði sín. Sjálfsumönnun samanstendur af fjórum þáttum: Gera sér grein fyrir og hafa stjórn á eigin takmörkunum; Virkja úrræði; Stjórna breytingum á sjálfsmynd; Viðhalda jafnvægi, stýra hraða, skipuleggja og forgangsraða. Heildræn aðferð til að skapa opnar samræður og aðstæður sem hvetja til lærdóms og þess að átta sig á þeim leiðum til sjálfsumönnunar sem hafa merkingu fyrir einstaklinginn og takmarkast ekki við einn tiltekinn sjúkdóm eða fyrirfram skilgreint heilsufarsvandamál. Price (1993) Ferli þess að læra af reynslu, skynjunum og viðbrögðum við eigin heilbrigðisástandi og finna út „það sem virkar” í samhengi við líf viðkomandi í heild sinni. Það felst í fjórum þáttum: Persónubundin séreinkenni og bakgrunnur; Eftirlit með ástandi/ einkennum; Vitræn færni til að greina og leysa vandamál; Hafa stjórn á ástandi/einkennum. Eignast hlutdeild í daglegu lífi einstaklingsins og uppgötva með einstaklingnum hvað er mögulegt hverju sinni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.