Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Síða 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201216 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is „LANDSLAGIÐ TOGAÐI MIG HINGAГ Á Borgarfirði eystri hefur síðastliðin sextán ár verið búsettur þýskur hjúkrunarfræðingur. Susanne Neumann kom fyrst þangað sem hestastelpa en heldur nú uppi heilbrigðisþjónustunni á staðnum. Susanne Neumann kom til Íslands í júlí 1993 til að vinna á bóndabýli. Hún var þá þegar hjúkrunarfræðingur en treysti sér ekki til að vinna við hjúkrun. Því valdi hún að vinna við hesta. „Ég var þá nýútskrifuð þannig að ég hafði ekki mikla vinnureynslu. Mér fannst engan veginn hægt að vinna hérna mállaus og heldur ekki sem au­pair,“ segir hún. Hún hafði kynnst þýskri konu sem býr á Íslandi og hjálpaði konan henni við að finna stað. Susanne kom svo aftur til Íslands nokkrum sinnum áður en hún ákvað að setjast hér að. Henni líður vel á Íslandi og sér ekki fram á að flytjast aftur út. „Ég ætla bara að vera hér á Íslandi og helst á Borgarfirði þó svo að ég verði síðasta manneskjan sem flytur héðan,“ segir hún. Susanne er frá Heilbronn sem er 50 kíló­ metra norðan við Stuttgart. Þar ólst hún upp og fór í menntaskóla. Á mennta­ skólaárunum heyrði hún skemmti lega lýsingu á Íslandi í útvarpinu sem vakti áhuga hennar á landinu. Um 1990 fór hún með skátunum í ferð til Skandinavíu og þótti henni Norðurlöndin mjög áhugaverð. Svo lá leiðin á stórt geð­ sjúkrahús þar sem einnig er hjúkrunar­ skóli. Í hjúkrunarnáminu hitti hún annan hjúkrunarnema sem hafði áhuga á að fara til Íslands. Þær byrjuðu að skipuleggja Íslandsför með það fyrir augum að vinna á sjúkrahúsi í Reykjavík. Vinkonan fór hins vegar að vinna annars staðar og heltist úr lestinni. Á þessum árum fékk Susanne mikla reynslu af því að vinna með erlendum hjúkrunar fræðingum. Til Þýskalands komu þá hjúkrunar fræðingar frá Póllandi,

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.