Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Qupperneq 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Qupperneq 31
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 27 fáar eins manns. Í kjallara er eldhús og borðstofa starfsfólks, rannsóknarstofa, tvö móttökuherbergi lækna, miðstöð fyrir hitunarkerfið, sem er rafmagnshitun og olíukynding til vara, smíðaverkstæði o. fl. Í neðri kjallara eru geymslur og frystiherbergi. Hæð herbergja frá gólfi til lofts er 3 metrar. Litirnir eru yfirleitt ljósir en daufir. Sjúkra stofurnar grænar og alls staðar hvít loft. Flutningur frá hinu ágæta og heillaríka húsi, gamla spítalanum, fór fram 15.desember 1953. Allir sjúklingarnir, 47 að tölu, voru komnir í rúm á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.30 f.h. enda byrjað að flytja snemma morguns og ötullega unnið að. Þetta var stór dagur fyrir Akureyri og alla er að undirbúningi fyrirtækisins höfðu staðið. Sumum fannst jólin vera komin, stóru settu marki var náð og allir erfiðleikar við lækningar og hjúkrun sjúkra í Norðlendingafjórðungi voru nú til lykta leiddir. Í einu orði sagt, mönnum fannst þetta dásamlegur dagur. En svo kom það, sem alltaf kvað brydda á í nýjum húsum þegar farið er að reyna þau, ýmis konar vöntun og vandkvæði, og meiri erfiðleikar og vinna mættu starfsfólkinu hér en það hefði nokkurn tíma áður reynt. Reksturskostnaður var áætlaður svo hár að nær ókleyft þótti og óvíst um sjúklingafjölda, svo að starfsliðið var í byrjun haft eins lítið og framast mátti gera sér vonir um að nægði til að veita sjúklingum þá þjónustu er þörf krefði. Þótt hugsað hefði verið fyrir fyrirkomulagi ýmissa hluta áður en flutt var risu upp nýjar, óteljandi spurningar og breytingartillögur. Starfsfólk varð fljótt of fátt því að aðsókn að sjúkrahúsinu varð þegar mikil og tvær deildirnar yfirfylltust fyrr en varði. Fæðingardeildin tók til starfa 17. janúar og blandaða deildin skömmu síðar. Smám saman, með miklum dugnaði, ósérhlífni og yfirvinnu hjúkrunar kvennanna og annarra tókst að bæta úr mestu vand­ ræðunum. Starfsliðið var aukið nokkuð svo við það sem er má una þegar vitað er um fjárskortinn og að vonir standa til bóta um ýmsa hluti. Starfsliði er nú, með 120 sjúklinga að meðaltali: • 4 læknar • 1 læknanemi • 10 hjúkrunarkonur auk einnar sem vinnur 2 tíma á dag • 2 ljósmæður • 6 hjúkrunarnemar • 17 starfsstúlkur á göngum • 1 stúlka í röntgen • 1 stúlka við rannsóknir • 1 nuddlæknir sem vinnur stund úr degi • 1 ráðskona • 5 eldhússtúlkur • 1 ráðsmaður • 3 karlmenn til ýmissa verka. Óvænt voru viðhorf sjúklinganna í fyrstu, flestir sem legið höfðu á gamla spítalanum söknuðu hans. Fannst nú, að þar hefði verið svo heimilislegt og vingjarnlegt. Þetta var að vísu gott nú en svo langt milli allra og hver fylgdist síður með öðrum. Húsbúnaður er svo til allur nýr. Sjúkrarúm eru keypt frá Svíþjóð en sjúkraborð og stólar og flest önnur húsgögn eru smíðuð á Akureyri. Borðbúnaður er úr ryðfríu sænsku stáli, nema bollar og diskar og sjúkragögn einnig þar sem því verður við komið. Uppþvottur á sjúkraleirtau er sameiginlegur fyrir allar deildir. Um reynslu allra þessara nýju hluta er ekki margt að segja enn, nema margt er ágætt og öðru verður breytt, vonandi fyrr en seinna, svo að það fái sama dóm. Frá nýári til marzloka hafa útskrifast af sjúkrahúsinu 209 sjúklingar. Ragnheiður Árnadóttir fæddist 1920 og lauk námi við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1944. Hún varð forstöðukona sjúkra­ hússins á Akureyri 1945 og sinnti því starfi í áföngum til 1986. Hún stundaði framhaldsnám í heilsuvernd og spítalastjórn í Danmörku og vann um tíma í Danmörku og í Noregi. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.