Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201228 Aðalbjörg Finnbogadóttir og Elsa B. Friðfinnsdóttir, adalbjorg@hjukrun.is HEILBRIGÐISÁÆTLUN TIL ÁRSINS 2020 Hjúkrunarfræðingar láta sig varða heilbrigði landsmanna og hafa því tekið virkan þátt í að móta heil brigðisáætlun velferðar­ ráðu neytisins. Tímarit hjúkrunar­ fræðinga mun fylgjast áfram með þessari vinnu. Sagt var frá árangri af fyrri áætlun í 1. tbl. 2011 og nú er röðin komin að áætlun fyrir 2020. Velferðarráðuneytið vinnur þessa dagana að heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Í áætluninni er birt framtíðarsýn í heilbrigðis málum til ársins 2020, auk mark miða og aðgerða til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Við gerð heilbrigðisáætlunarinnar var lögð rík áhersla á víðtækt samráð. Í þeim anda var boðað til þjóðfundar um heilbrigðismál í mars 2012 sem 220 fulltrúar tóku þátt í, þar á meðal fjórir fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Drög að áætluninni hafa verið kynnt og var öllum boðið að koma með athugasemdir. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þáði boðið og sendi frá sér bæði athugasemdir og tillögur að breytingum. Drögin að heilbrigðisáætluninni má finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Í drögunum segir að í því samráðsferli sem fram fór við undirbúning heilbrigðisáætlunar hafi þrjú leiðarstef komið fram í umræðunni en þau eru: 1. Mikilvægi þess að þjónusta sé öllum aðgengileg, samþætt og samfelld þannig að öruggt sé að fólk lendi hvorki á milli þjónustukerfa né mismunandi þjónustustiga sama kerfis. 2. Að heilsugæslan hafi meiri breidd í þjónustu með aðkomu fleiri fagaðila, þannig að hún geti betur sinnt for­ vörnum og fylgt eftir langvinnum heil­ brigðisvandamálum, svo sem geð­ rænum og lífsstílstengdum vanda­ málum. 3. Að í heilbrigðisþjónustu séu öflug, samræmd og samtengd upplýsinga­ kerfi sem fagfólk og notendur hafi nauðsynlegan aðgang að. Þannig mætti auka samfellu í þjónustu, auka gæði auðvelda eftirlit og skipulag þjónustu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Framtíðarsýn og stefna velferðarráðuneytis er að íbúar landsins búi við jöfnuð, heilbrigði og vellíðan. Stefnan er sett fram í markmiðum sem endurspegla hugmyndafræði, framtíðarsýn og gildi og er markmiðunum skipt í eftirfarandi efnisþætti: A. Jöfnuð í heilsu og lífsgæðum. B. Lífsstílstengda áhrifaþætti heilsu og forvarna. C. Örugga, samþætta og samfellda velferðar þjónustu. Aðgerðaráætlun er sett fram með markmiðum þar sem undir hverju markmiði eru settir fram sértækir mælikvarðar, skilgreindar aðgerðir og kostnaðarmat. FÍH fagnar gerð heildstæðrar velferðar­ stefnu og heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 þar sem leitast er við að móta framtíðarsýn í heil brigðis málum þjóðar­ innar. Áætlun, þar sem er lögð áhersla á jöfnuð með því að tryggja aðgengi allra, óháð efna hag, að við eigandi velferðar­ þjónustu, jöfnuð í heilsu og líðan, virkni og þátttöku í atvinnu lífi og sam félagi ásamt því að auka vellíðan fólks með sjúk dóma og fækka ótíma bærum dauðs föllum. Í áætluninni er einnig tekið á lífsstíls tengdum áhrifa þáttum heilsu og áhersla lögð á forvarnir. Markmið og aðgerðir eru settar fram fyrir tíu áhrifaþætti sem miða að bættri heilsu og er þar að finna margar góðar tillögur og aðgerðir. Hins vegar telur FÍH helstu meinbaugi áætlunarinnar að hún er á stundum ekki nógu skýr eða afmörkuð til að verða það leiðarljós sem til þarf. Í drögunum er víða að finna almennt orðuð markmið, mælikvarða og aðgerðir sem ekki eru nógu skýrar til að vinna eftir. Sem dæmi má nefna kaflann um heilsugæsluna, skilgreiningar vantar í kaflann um sjúkrahús og sérfræðiþjónustu, mannaflakaflinn er óskýr og fleira mætti telja. Eftirfarandi eru dæmi um athugasemdir félagsins við markmið um heilsugæslu og mannafla í heilbrigðisþjónustunni. Umsögnina í heild er að finna á vefsvæði félagsins hjukrun.is.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.