Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 35
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 31 Stefanía Birna hefur ásamt Mörgu Thome skrifað fræðigrein sem mun birtast innan skamms í Journal of Advanced Nursing. Greinin er byggð á rannsókn hennar á hjúkrunar meðferð fyrir verðandi mæður sem lýsa andlegri vanlíðan á meðgöngu og maka þeirra. Greinin heitir Evaluation of a family nursing intervention for distressed pregnant women and their partners: a single-group before and after study. Finna má greinina með því að slá inn heiti greinar eða eftirfarandi lykil í leitarglugga í vafra. Doi: 10.1111/j.1365-2648.2012.06063.x Fræðigrein um stuðningsmeðferð fundi til að koma að málum barna með sérþarfir. Með þessu fannst mér ég nýta aðstæður vel til að öðlast færni og færa þekkingu yfir í starfið. Frá einum stað í annan Ég ætlaði ekkert í meistaranám! Ég fór fyrst bara á eitt námskeið til að svala þekkingarþörf minni og valdi til þess námskeiðið um heilbrigði kvenna. Það vatt upp á sig og haustið 2003 skráði ég mig í formlegt meistaranám. Ég var í 60% starfi og hafði því ágætt svigrúm til að gerast nemi með starfi. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun minni þó svo að ég hafi ekki séð fyrir hvar ég mundi enda. Í meistaranámi eru ákveðin kjarnanám­ skeið en ég gat að öðru leyti mótað námsferlið að mínu áhugasviði. Ég tók þrjú námskeið sem voru annars vegar hluti af diplómanámi geðhjúkrunarfræðinga og hins vegar hluti af diplómanámi í heilsugæsluhjúkrun. Auk þess valdi ég þrjú námskeið í fjölskylduhjúkrun. Þarna voru kenndar mats­ og meðferðarleiðir við heilsufarsvanda bæði hjá ungbörnum og fullorðnum. Þetta nýttist mér með beinum hætti í starfi mínu og fannst mér ég fá enn betri staðfestingu á því um hvað hjúkrun snýst. Hjúkrunarfræðingar hafa sjálfir átt erfitt með að skilgreina sig í starfi. Ekki síst hefur þeim oft reynst erfitt að standa með sjálfum sér þegar kemur að hinni heildrænu sýn sem snýst um að efla líkamlega, félagslega og tilfinningalega heilsu. Ég áttaði mig á því að það er ekki síst samtal hjúkrunarfræðings og skjólstæðings sem hefur áhrif á það hvernig skjólstæðingur­ inn tekst á við aðstæður sínar. Það á við hvort sem um er að ræða líkamlegan eða tilfinningalegan vanda, eða það að fara í gegnum breytingatímabil eins og meðganga og barnsfæðing er. Í mínum huga er það í raun heilbrigði partur einstaklingsins sem mikilvægt er að ná til þegar verið er að hlúa að veikindum eða vanlíðan. Ég fann að ég fór að hugsa heildrænna og taka öðruvísi á viðfangsefnum einstaklinga sem komu til mín í vinnunni. Ég man sérstaklega eftir tveimur tilfellum frá hjúkrunarmóttöku, ekki síst vegna þess að mér var hugsað til þess að raunverulegur vandi þessara einstaklinga hefði farið fram hjá mér áður en ég fór í námið. Fyrra tilfellið var ung stúlka með jákvætt þungunarpróf og var hún óörugg og vissi ekki hvað hún átti að gera. Ég hitti hana þrisvar og við ræddum aðstæður hennar, hvað hún var að takast á við, hvaða stuðning hún hafði og hvaða væntingar hún hafði. Í framhaldi af þessari umræðu gat ég stutt hana með þá ákvörðun sem hún tók. Seinna tilfellið var eldri kona sem kom nokkrum sinnum í viku í margar vikur í umbúðaskipti vegna fótasárs. Í slíkum tilfellum myndast samband sem hægt er að nýta til heiluseflingar. Einn daginn spurði ég hvort ég mætti eiga við hana samtal vegna verkefnis sem ég ætti að vinna í námskeiði um mat á heilbrigðisvanda. Hún játti því og í ljós kom að þessi kona hafði upplifað heilmikla erfiðleika í lífinu. Hún lýsti sér sem viðkvæmri persónu sem hafði alist upp við sveiflukennd og ófyrirséð veikindi móður sinnar og að hún hafi alltaf reynt að gera allt rétt til að forðast refsingu. Á fullorðinsárunum hefur hún verið að kljást við veikindi. Hún var með nokkra líkamlega sjúkdóma og hafði á tímabili þjáðst af geðrænum kvillum. Eftir samtalið svaraði hún spurningalistum fyrir kvíða og þunglyndi og í framhaldinu fannst mér ástæða til að vísa henni áfram til geðhjúkrunarfræðings. Hún sagði að samtalið hefði gert sér gott. „Ég sef meira að segja betur,“ sagði hún. Ég gerði mér betur og betur grein fyrir því, eftir því sem leið á námið, hvað samtalið skiptir miklu máli og hve skilvirk verkfæri ég hefði fengið til að vinna með. Í einu námskeiði átti að kynna sér þjónustu utan sjúkrahúsa fyrir fólk með geðheilsuvanda. Mér fannst tilvalið að kynna mér geðteymi heimahjúkrunar sem tók til starfa í apríl 2004. Hlutverk þess var að veita þeim eftirfylgni sem leggjast oft inn á geðdeild. Fljótlega eftir stofnun geðteymisins kom í ljós að innan heilsugæslunnar var þörf fyrir þjónustu fyrir verðandi mæður sem lýsa andlegri vanlíðan í hefðbundinni mæðravernd.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.