Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Side 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201238 Það er heilmikil vinna fólgin í hverjum pakka. Það er enginn matur í honum en slíkt fer í sér pakka sem aðrar deildir sjá um. Þetta eru aðallega hlífðarföt fyrir hvíta­ Rússland og ekki alveg eins þykk föt fyrir Malaví en þar getur verið kalt á nóttunni. Það hafa verið um 17­20 konur sem hafa komið að þessu. Sumar útbúa eitthvað heima en aðrar mæta og við sitjum saman og vinnum á mánudögum,“ segir Þóra. Seyðisfjörður Á Seyðisfirði hefur fólki fækkað eins og á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Fiskvinnslan hefur minnkað umsvif sín og önnur fyrirtæki hafa hætt störfum. Sjúkrahúsið er því orðið stór vinnustaður. Ferjan Norræna kemur vikulega til Seyðisfjarðar frá Færeyjum og Danmörku. Yfir sumarið fá kennarar frá Seyðisfirði og eitthvað af fólki að sunnan atvinnu við að þjónusta ferjuna og farþega hennar en yfir veturinn eru umsvifin minni. Stundum þurfa farþegar að heimsækja heilsugæsluna en Þóra segist sjaldan verða vör við það á sjúkradeildinni. Í bænum er ýmis afþreying í boði. „Það er leikfélag í bænum og höfð spilakvöld. Svo hafa verið bíósýningar. Auðvitað er líkamsræktarstöð og við höfum öflugt blakfélag. Blak hefur aðallega verið öldungaíþrótt hingað til en nú hefur verið stofnuð unglingadeild. Annars finnst mér bara gaman að fara út að ganga, það er svo fallegt hér,“ segir Þóra sem á stóran hund sem þarf að viðra. Skemmtileg en krefjandi vinna Þóru finnst mjög gaman að vinna á heilabilunardeild. Það sé krefjandi og ögrandi að vinna þar við hjúkrun. Hún segist þó vera dálítið áhyggjufull vegna Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur sl. ár boðið hjúkrunarfræðingum að halda nám skeið í húsa kynnum félagsins og hefur það mælst vel fyrir. Í haust hefur Bráðaskólinn haldið námskeið um bráðahjálp fullorðinna og einnig um bráðahjálp barna. Nám skeiðin eru vinsæl og hafa fengið góða dóma. Leiðbeinendur eru Ásgeir Valur Snorrason og Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir. Námskeiðið Núvitund er haldið í samvinnu við fagdeild geðhjúkrunar fræðinga. Núvitund er nýtt orð fyrir það sem kallað hefur verið gjörhygli (e. mindfulness) og hefur hlotið mikla athygli síðustu ár. Námskeiðið, sem byrjaði í lok september og stendur fram í desember, varð fljótlega full bókað og myndaðist biðlisti. Í nóvember verður haldið hið sívinsæla námskeið Guðbjargar Pálsdóttur um sár og sárameðferð. Hún hefur kennt það í mörg ár en ekkert lát er á áhuga sömum nemendum. Þegar þetta tölublað fór í prentun voru aðeins nokkur sæti laus á námskeiðið. Vel heppnuð námskeið þess hversu erfiðlega hefur gengið að manna deildina. Vonandi mun það lagast því Seyðisfjörður er töfrandi staður og kjörinn fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vill vinna við endurhæfingu og öldrunarhjúkrun. Stutt er í fjölbreytta þjónustu á Egilsstöðum. Sumir eru hræddir við fjallveginn en Þóru finnst það ekki áhyggjuefni. „Ég hef ekki fundið fyrir að það sé erfitt að búa hér. Í fyrravetur voru ekki margir dagar sem var ekki opið yfir fjallið,“ segir hún. Og þegar yfir Fjarðarheiðina er komið opnast annar heimur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.